Í upphafi þingvetrar Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 19. september 2022 10:01 Við upphaf nýs þingvetrar er að mörgu að hyggja, bæði hér heimafyrir og á alþjóðavísu. Efnahagsmálin munu koma til að vega þungt. Það er nauðsynlegt að ná tökum á verðbólgunni. Sem betur fer er atvinnuástand gott og allar mælingar sýna að heimilin standa almennt vel. Kjör þeirra sem hafa lágar upphæðir sér til framfærslu þarf hins vegar að halda áfram að bæta og meðan við glímum við verðbólgu er nauðsynlegt að halda áfram að styðja við þau sem minnsta svigrúmið hafa til að mæta henni. Nauðsynlegt er að halda áfram að efla velferðarkerfið og alla almannaþjónustu. Nú þegar er farinn að sjást árangur af félagslegum áherslum stjórnvalda í húsnæðismálum en betur má ef duga skal og enn frekari uppbygging er fram undan. Vegið hefur verið að réttindum kvenna og hinseginfólks víða erlendis. Niðrandi og hatursfull ummæli hafa einnig aukist hér heima. Á komandi þingvetri er mikilvægt að standa vörð um mannréttindi og hafa kynjagleraugun á í öllum málum og allri vinnu. Það eru hörmungar víða vegna stríðsátaka. Það sem er næst okkur er innrásarstríð Rússlands í Úkraínu. Við þurfum að leggja okkar af mörkum með mannúðaraðstoð og taka vel á móti fólki á flótta. Loftslagsmálin verða að vera í brennidepli á komandi þingvetri. Við sáum í sumar hvernig áhrifa þeirra er farið að gæta úti í heimi með miklum hitum og hamfaraflóðum. Hér á Íslandi þurfum við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og það gerum við með grænum umskiptum. Náttúruvernd er að sama skapi mikilvæg og við verðum að leggja áherslu á og standa vörð um líffræðilega fjölbreytni. Á Alþingi verðum við að flétta græna og lofslagsvæna hugsun inn í alla okkar ákvörðunartöku. Það sama gildir um atvinnulífið. Umskiptin verða jafnframt að vera réttlát og í almannaþágu. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs fyrir Reykjavíkurkjördæmi Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Vinstri græn Alþingi Hinsegin Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Við upphaf nýs þingvetrar er að mörgu að hyggja, bæði hér heimafyrir og á alþjóðavísu. Efnahagsmálin munu koma til að vega þungt. Það er nauðsynlegt að ná tökum á verðbólgunni. Sem betur fer er atvinnuástand gott og allar mælingar sýna að heimilin standa almennt vel. Kjör þeirra sem hafa lágar upphæðir sér til framfærslu þarf hins vegar að halda áfram að bæta og meðan við glímum við verðbólgu er nauðsynlegt að halda áfram að styðja við þau sem minnsta svigrúmið hafa til að mæta henni. Nauðsynlegt er að halda áfram að efla velferðarkerfið og alla almannaþjónustu. Nú þegar er farinn að sjást árangur af félagslegum áherslum stjórnvalda í húsnæðismálum en betur má ef duga skal og enn frekari uppbygging er fram undan. Vegið hefur verið að réttindum kvenna og hinseginfólks víða erlendis. Niðrandi og hatursfull ummæli hafa einnig aukist hér heima. Á komandi þingvetri er mikilvægt að standa vörð um mannréttindi og hafa kynjagleraugun á í öllum málum og allri vinnu. Það eru hörmungar víða vegna stríðsátaka. Það sem er næst okkur er innrásarstríð Rússlands í Úkraínu. Við þurfum að leggja okkar af mörkum með mannúðaraðstoð og taka vel á móti fólki á flótta. Loftslagsmálin verða að vera í brennidepli á komandi þingvetri. Við sáum í sumar hvernig áhrifa þeirra er farið að gæta úti í heimi með miklum hitum og hamfaraflóðum. Hér á Íslandi þurfum við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og það gerum við með grænum umskiptum. Náttúruvernd er að sama skapi mikilvæg og við verðum að leggja áherslu á og standa vörð um líffræðilega fjölbreytni. Á Alþingi verðum við að flétta græna og lofslagsvæna hugsun inn í alla okkar ákvörðunartöku. Það sama gildir um atvinnulífið. Umskiptin verða jafnframt að vera réttlát og í almannaþágu. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs fyrir Reykjavíkurkjördæmi Norður.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar