Saka Rússa um að skjóta flugskeyti að kjarnorkuveri Kjartan Kjartansson skrifar 19. september 2022 11:15 Gervihnattamynd af Pivdennoukrainsk-kjarnorkuverinu í Mykolaiv-héraði í Úkraínu frá því í maí 2022. AP/Planet Labs PBC Rússneskt flugskeyti er sagt hafa lent aðeins nokkur hundruð metra frá ofni Pivdennoukrainsk-kjarnorkuversins í sunnanverðri Úkraínu í dag. Kjarnaofnarnir hafi ekki skaddast en skemmdir hafi orðið á öðrum byggingum og búnaði. Raforkufyrirtækið Energoatom sem rekur kjarnorkuverið, sem er það næststærsta í Úkraínu, segir að flugskeytið hafi lent um þrjú hundruð metra frá verinu, að sögn AP-fréttastofunnar. Á upptöku úr öryggismyndavélum sem úkraínska varnarmálaráðuneytið birti mátti sjá tvo eldhnetti í myrkrinu skömmu eftir miðnætti. Fyrirtækið og ráðuneytið sökuðu Rússa um „kjarnorkuhryðjuverkastarfsemi“. Krafturinn í sprengingunni hafi sprengt fleiri en hundrað rúður í gluggum og tímabundið stöðvað starfsemi vatnsaflsvirkjunar í grennd við kjarnorkuverið. Hvorki rússnesk stjórnvöld né Alþjóðakjarnorkumálastofnunin hafa brugðist við ásökunum Úkraínumanna um árásina. Aðeins nokkrir dagar eru liðnir frá því að Vladímír Pútín Rússlandsforseti hótaði að beina vopnum sínum enn frekar að innviðum Úkraínu eftir niðurlægingu sem hersveitir hans hafa sætt á vígvellinum upp á síðkastið. Ukraine's state nuclear company said Russian troops struck the Pivdennoukrainsk nuclear power plant in the southern Mykolaiv region. Ukrainian President Volodymyr Zelenskiy posted CCTV footage he said showed the moment of explosion https://t.co/N8PCfGlQgb pic.twitter.com/w9t220XjJm— Reuters (@Reuters) September 19, 2022 Ástsælasta söngkona Rússlands fordæmir hernaðinn Sú niðurlæging virðist halda áfram. Úkraínuher segist nú hafa náð aftur á sitt vald austurbakka árinnar Oskil sem hefur verið framlína átakanna við rússneska hermenn í norðaustanverðu landinu. Úkraínumenn hafa nú náð nær öllu Kharkiv-héraði og segjast stefna á að frelsa Luhansk úr höndum innrásarhersins. Pútín var greitt annað þungt högg um helgina þegar Alla Pugatsjeva, ein ástsælasta söngkona Rússlands til áratuga, gagnrýndi innrásina harðlega á samfélagsmiðlum. Kallaði hún markmið stjórnar Pútín í Úkraínu „tálsýn“ sem gerði Rússland að úrhrökum á alþjóðavettvangi og líf landsmanna afar erfitt, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Rússnesk stjórnvöld lýstu Maxim Galkin, eiginmann Pugatsjevu sem sjálfur er þekktur grínisti og söngvari, útsendara erlendra ríkja vegna andstöðu hans við hernaðinn á föstudag. Skoraði Pugatsjeva á stjórnvöld að gera slíkt við sama við hana. Kremlverjar hafa beitt merkimiðanum „útsendari erlends ríki“ á ýmis félagasamtök og fréttamiðla sem eru þeim erfiður ljár í þúfu í gegnum tíðina. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Kjarnorka Tengdar fréttir Rússar leyfi sér siðleysi í stríðsátökum Gagnárás Úkraínumanna síðustu daga mun engin áhrif hafa á áætlanir Rússa, að sögn Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta. Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum segir bakslags vera að vænta í gagnárásinni og að Rússar komist langt á siðleysi sem þeir leyfa sér í stríðsátökum. 17. september 2022 11:44 Fundu fjöldagröf með fjögur hundruð líkum í Izyum Úkraínumenn hafa fundið merki um fjöldagröf í bænum Izyum í norðausturhluta landsins. Gröfina er að finna á landsvæði sem Úkraínumenn náðu nýverið aftur á sitt vald eftir innrás rússneska hersins. 16. september 2022 07:50 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
Raforkufyrirtækið Energoatom sem rekur kjarnorkuverið, sem er það næststærsta í Úkraínu, segir að flugskeytið hafi lent um þrjú hundruð metra frá verinu, að sögn AP-fréttastofunnar. Á upptöku úr öryggismyndavélum sem úkraínska varnarmálaráðuneytið birti mátti sjá tvo eldhnetti í myrkrinu skömmu eftir miðnætti. Fyrirtækið og ráðuneytið sökuðu Rússa um „kjarnorkuhryðjuverkastarfsemi“. Krafturinn í sprengingunni hafi sprengt fleiri en hundrað rúður í gluggum og tímabundið stöðvað starfsemi vatnsaflsvirkjunar í grennd við kjarnorkuverið. Hvorki rússnesk stjórnvöld né Alþjóðakjarnorkumálastofnunin hafa brugðist við ásökunum Úkraínumanna um árásina. Aðeins nokkrir dagar eru liðnir frá því að Vladímír Pútín Rússlandsforseti hótaði að beina vopnum sínum enn frekar að innviðum Úkraínu eftir niðurlægingu sem hersveitir hans hafa sætt á vígvellinum upp á síðkastið. Ukraine's state nuclear company said Russian troops struck the Pivdennoukrainsk nuclear power plant in the southern Mykolaiv region. Ukrainian President Volodymyr Zelenskiy posted CCTV footage he said showed the moment of explosion https://t.co/N8PCfGlQgb pic.twitter.com/w9t220XjJm— Reuters (@Reuters) September 19, 2022 Ástsælasta söngkona Rússlands fordæmir hernaðinn Sú niðurlæging virðist halda áfram. Úkraínuher segist nú hafa náð aftur á sitt vald austurbakka árinnar Oskil sem hefur verið framlína átakanna við rússneska hermenn í norðaustanverðu landinu. Úkraínumenn hafa nú náð nær öllu Kharkiv-héraði og segjast stefna á að frelsa Luhansk úr höndum innrásarhersins. Pútín var greitt annað þungt högg um helgina þegar Alla Pugatsjeva, ein ástsælasta söngkona Rússlands til áratuga, gagnrýndi innrásina harðlega á samfélagsmiðlum. Kallaði hún markmið stjórnar Pútín í Úkraínu „tálsýn“ sem gerði Rússland að úrhrökum á alþjóðavettvangi og líf landsmanna afar erfitt, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Rússnesk stjórnvöld lýstu Maxim Galkin, eiginmann Pugatsjevu sem sjálfur er þekktur grínisti og söngvari, útsendara erlendra ríkja vegna andstöðu hans við hernaðinn á föstudag. Skoraði Pugatsjeva á stjórnvöld að gera slíkt við sama við hana. Kremlverjar hafa beitt merkimiðanum „útsendari erlends ríki“ á ýmis félagasamtök og fréttamiðla sem eru þeim erfiður ljár í þúfu í gegnum tíðina.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Kjarnorka Tengdar fréttir Rússar leyfi sér siðleysi í stríðsátökum Gagnárás Úkraínumanna síðustu daga mun engin áhrif hafa á áætlanir Rússa, að sögn Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta. Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum segir bakslags vera að vænta í gagnárásinni og að Rússar komist langt á siðleysi sem þeir leyfa sér í stríðsátökum. 17. september 2022 11:44 Fundu fjöldagröf með fjögur hundruð líkum í Izyum Úkraínumenn hafa fundið merki um fjöldagröf í bænum Izyum í norðausturhluta landsins. Gröfina er að finna á landsvæði sem Úkraínumenn náðu nýverið aftur á sitt vald eftir innrás rússneska hersins. 16. september 2022 07:50 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
Rússar leyfi sér siðleysi í stríðsátökum Gagnárás Úkraínumanna síðustu daga mun engin áhrif hafa á áætlanir Rússa, að sögn Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta. Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum segir bakslags vera að vænta í gagnárásinni og að Rússar komist langt á siðleysi sem þeir leyfa sér í stríðsátökum. 17. september 2022 11:44
Fundu fjöldagröf með fjögur hundruð líkum í Izyum Úkraínumenn hafa fundið merki um fjöldagröf í bænum Izyum í norðausturhluta landsins. Gröfina er að finna á landsvæði sem Úkraínumenn náðu nýverið aftur á sitt vald eftir innrás rússneska hersins. 16. september 2022 07:50