Lá sárþjáð en fékk engar börur: „Takið mig út af“ Sindri Sverrisson skrifar 19. september 2022 11:31 Hannah Tillett lá á vellinum í tæpar fjórar mínútur eftir að hún meiddist en þá var ekki enn búið að finna til sjúkrabörur fyrir hana. Skjáskot/Stöð 2 Sport Hannah Tillett lá sárþjáð á grasinu á Meistaravöllum, heimavelli KR-inga, í tæpar fjórar mínútur í gær áður en liðsfélagar hennar héldu á henni af vellinum. Vonir standa til þess að hún hafi ekki slitið krossband í hné. Eins og fjallað var um á Vísi í morgun hafa bæði fyrirliði og þjálfari KR gagnrýnt umgjörðina í kringum kvennalið KR í fótbolta sem kristallaðist í því að engar sjúkrabörur voru til taks á leiknum við Selfoss í Bestu deildinni í gær. Eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan lá Tillett í tæpar fjórar mínútur þrátt fyrir að hafa strax gefið skýrt til kynna að hún vildi komast af vellinum. „Takið mig út af, takið mig út af, takið mig út af,“ sagði Tillett. Klippa: Lá lengi meidd á Meistaravöllum „Hey dómari, hún er að drepast,“ heyrðist kallað af hliðarlínunni, líklega frá Birni Sigurbjörnssyni þjálfara Selfoss, og öllum var því ljóst að Tillett hefði lokið leik og þyrfti í læknisskoðun, sem hún fékk svo um kvöldið. Kallað var eftir börum en enginn svaraði kallinu. Arnar Páll Garðarsson, annar þjálfara KR, sagðist í samtali við Vísi í dag ekki enn hafa fengið upplýsingar um líðan Tillett en að móðir hennar, sem sé læknir, hafi verið á meðal áhorfenda og talið að ekki væri um krossbandsslit að ræða. Sjúkraþjálfari KR hafi ekki getað metið meiðslin strax um kvöldið. „Kvennafótbolti skiptir engu máli í KR“ Kollegi Arnars, Christopher Harrington, heyrist í myndbandinu hér að ofan fussa og sveia yfir því hvernig haldið sé utan um kvennalið KR. „Kvennafótbolti skiptir engu máli í KR. Þess vegna eru engar börur til taks úti á velli. Í alvöru talað,“ sagði Harrington en því fer fjarri að um fyrsta dæmið í sumar sé að ræða þar sem að umgjörðinni er ábótavant hjá kvennaliði KR á Meistaravöllum. Stelpur í þriðja flokki eigi að halda á börunum Arnar segir að það sé alla jafna í höndum stelpna í 3. flokki hjá KR að sjá um þau sjálfboðaliðastörf sem þurfi að sinna á heimaleikjum KR, og að ekki hafi fengist stelpur til að vera með sjúkrabörurnar í gær. Hann teldi betra að fullorðið fólk sæi um það en enn verra sé þó að börurnar hafi ekki einu sinni verið til staðar á vellinum. „Þetta er leiðinlegt og lítur illa út, og er auðvitað bara verst fyrir leikmanninn sjálfan,“ sagði Arnar Páll. Vísir hefur ekki náð tali af Tillett sjálfri í dag en hver voru viðbrögð hennar í gær? „Hún var svo sárþjáð fyrst og fremst, og svo var hún örugglega líka í miklu sjokki. Hún fór ekki upp á spítala fyrr en nokkrum mínútum eftir að leiknum lauk,“ sagði Arnar. Besta deild kvenna KR Tengdar fréttir Enginn með sjúkrabörurnar hjá KR í gær: „Rosalega margt sem mér finnst að“ Rebekka Sverrisdóttir, fyrirliði KR í knattspyrnu, segir vanta vilja og metnað í umgjörðina hjá félaginu. Metnaðarleysið hafi til að mynda kristallast í því þegar leikmaður meiddist í leik í gær en enginn verið viðbúinn að koma inn á með sjúkrabörur. 19. september 2022 07:58 Umfjöllun og viðtöl: KR-Selfoss 3-5 | Gestirnir felldu heimakonur KR er fallið niður í Lengjudeild eftir tap gegn Selfossi í Bestu deildinni í dag. Lokatölur í miklum marka leik 5-3 gestunum í vil. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 18. september 2022 17:25 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Sjá meira
Eins og fjallað var um á Vísi í morgun hafa bæði fyrirliði og þjálfari KR gagnrýnt umgjörðina í kringum kvennalið KR í fótbolta sem kristallaðist í því að engar sjúkrabörur voru til taks á leiknum við Selfoss í Bestu deildinni í gær. Eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan lá Tillett í tæpar fjórar mínútur þrátt fyrir að hafa strax gefið skýrt til kynna að hún vildi komast af vellinum. „Takið mig út af, takið mig út af, takið mig út af,“ sagði Tillett. Klippa: Lá lengi meidd á Meistaravöllum „Hey dómari, hún er að drepast,“ heyrðist kallað af hliðarlínunni, líklega frá Birni Sigurbjörnssyni þjálfara Selfoss, og öllum var því ljóst að Tillett hefði lokið leik og þyrfti í læknisskoðun, sem hún fékk svo um kvöldið. Kallað var eftir börum en enginn svaraði kallinu. Arnar Páll Garðarsson, annar þjálfara KR, sagðist í samtali við Vísi í dag ekki enn hafa fengið upplýsingar um líðan Tillett en að móðir hennar, sem sé læknir, hafi verið á meðal áhorfenda og talið að ekki væri um krossbandsslit að ræða. Sjúkraþjálfari KR hafi ekki getað metið meiðslin strax um kvöldið. „Kvennafótbolti skiptir engu máli í KR“ Kollegi Arnars, Christopher Harrington, heyrist í myndbandinu hér að ofan fussa og sveia yfir því hvernig haldið sé utan um kvennalið KR. „Kvennafótbolti skiptir engu máli í KR. Þess vegna eru engar börur til taks úti á velli. Í alvöru talað,“ sagði Harrington en því fer fjarri að um fyrsta dæmið í sumar sé að ræða þar sem að umgjörðinni er ábótavant hjá kvennaliði KR á Meistaravöllum. Stelpur í þriðja flokki eigi að halda á börunum Arnar segir að það sé alla jafna í höndum stelpna í 3. flokki hjá KR að sjá um þau sjálfboðaliðastörf sem þurfi að sinna á heimaleikjum KR, og að ekki hafi fengist stelpur til að vera með sjúkrabörurnar í gær. Hann teldi betra að fullorðið fólk sæi um það en enn verra sé þó að börurnar hafi ekki einu sinni verið til staðar á vellinum. „Þetta er leiðinlegt og lítur illa út, og er auðvitað bara verst fyrir leikmanninn sjálfan,“ sagði Arnar Páll. Vísir hefur ekki náð tali af Tillett sjálfri í dag en hver voru viðbrögð hennar í gær? „Hún var svo sárþjáð fyrst og fremst, og svo var hún örugglega líka í miklu sjokki. Hún fór ekki upp á spítala fyrr en nokkrum mínútum eftir að leiknum lauk,“ sagði Arnar.
Besta deild kvenna KR Tengdar fréttir Enginn með sjúkrabörurnar hjá KR í gær: „Rosalega margt sem mér finnst að“ Rebekka Sverrisdóttir, fyrirliði KR í knattspyrnu, segir vanta vilja og metnað í umgjörðina hjá félaginu. Metnaðarleysið hafi til að mynda kristallast í því þegar leikmaður meiddist í leik í gær en enginn verið viðbúinn að koma inn á með sjúkrabörur. 19. september 2022 07:58 Umfjöllun og viðtöl: KR-Selfoss 3-5 | Gestirnir felldu heimakonur KR er fallið niður í Lengjudeild eftir tap gegn Selfossi í Bestu deildinni í dag. Lokatölur í miklum marka leik 5-3 gestunum í vil. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 18. september 2022 17:25 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Sjá meira
Enginn með sjúkrabörurnar hjá KR í gær: „Rosalega margt sem mér finnst að“ Rebekka Sverrisdóttir, fyrirliði KR í knattspyrnu, segir vanta vilja og metnað í umgjörðina hjá félaginu. Metnaðarleysið hafi til að mynda kristallast í því þegar leikmaður meiddist í leik í gær en enginn verið viðbúinn að koma inn á með sjúkrabörur. 19. september 2022 07:58
Umfjöllun og viðtöl: KR-Selfoss 3-5 | Gestirnir felldu heimakonur KR er fallið niður í Lengjudeild eftir tap gegn Selfossi í Bestu deildinni í dag. Lokatölur í miklum marka leik 5-3 gestunum í vil. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 18. september 2022 17:25
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti