Nökkvi Þeyr kom að flestum mörkum | Schram komið í veg fyrir flest mörk Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2022 17:01 Nökkvi Þeyr Þórisson (t.h.) er markahæsti leikmaður Bestu deildar karla. Alex Freyr Elísson (t.v.) er hins vegar í harðri baráttu um að verða sá leikmaður sem fær flest gul spjöld á leiktíðinni. Vísir/Hulda Margrét Nökkvi Þeyr Þórisson kom að flestum mörkum í Bestu deild karla í fótbolta á leiktíðinni. Þar á eftir koma Ísak Snær Þorvaldsson og Guðmundur Magnússon. Þrátt fyrir að hafa aðeins spilað hálft tímabilið þá er Frederik Schram sá markvörður sem hefur komið í veg fyrir flest mörk af markvörðum deildarinnar. Hefðbundinni deildarkeppni Bestu deildar karla lauk á laugardaginn með heilli umferð. Í október hefst úrslitakeppni og þar verður skorið úr um hvaða lið verður Íslandsmeistari og hvaða lið falla. Ef ekki væri nýtt fyrirkomulag á deildinni þá væri henni nú lokið. Breiðablik hefði endað sem Íslandsmeistari á meðan FH og ÍA hefðu fallið niður í Lengjudeildina. Þá hefði Nökkvi Þeyr fengið gullskóinn þar sem hann var markahæsti leikmaður deildarinnar. Raunar er hann sá sem hefur komið að flestum mörkum í sumar eða 22 talsins. Nökkvi Þeyr spilaði 20 leiki fyrir KA í sumar áður en hann var seldur til belgíska B-deildarliðsins Beerschot. Á vef tölfræðiveitunnar WyScout, sem tekur saman alla tölfræði fyrir Bestu deild karla og kvenna, vantar glæsimarkið gegn Víkingum en það reyndist hans síðasta í sumar. Alls skoraði Nökkvi Þeyr 17 mörk ásamt því að gefa fimm stoðsendingar áður en hann hélt til Belgíu. Guðmundur Magnússon og Ísak Snær Þorvaldsson komu báðir að 18 mörkum alls en framherji Fram skoraði fleiri eða 15 stykki samtals á meðan Ísak Snær hefur skorað 13 mörk í sumar. Ísak Snær og Guðmundur hafa þanið netmöskvana nokkuð reglulega í sumar.Vísir/Hulda Margrét/Diego Tiago Fernandes, miðjumaður Fram, hefur gefið níu stoðsendingar til þessa í sumar og er sem stendur stoðsendingahæsti leikmaður Bestu deildarinnar. Vængmaðurinn Adam Ægir Pálsson kemur þar á eftir með átta stoðsendingar en hann leikur með Keflavík á láni frá Víking. Þeir Höskuldur Gunnlaugsson, Jason Daði Svanþórsson og Atli Sigurjónsson hafa svo allir gefið sjö stoðsendingar til þessa á leiktíðinni. Telmo Castanheira er sá leikmaður deildarinnar sem hefur brotið oftast af sér til þessa eða 44 sinnum alls. Þar á eftir koma samherjarnir Ísak Snær og Gísli Eyjólfsson með 43 brot hver. Hvað varðar þá leikmenn sem hafa fengið flest gul spjöld þá er ákveðið þema. Rúnar Þór Sigurgeirsson, vinstri bakvörður Keflavíkur, hefur fengið níu gul spjöld á meðan Alex Freyr Elísson, hægri bakvörður Fram, hefur nælt sér í átta gul spjöld. Atli Hrafn Andrason er svo eini leikmaður deildarinnar sem hefur fengið meira en eitt rautt spjald en hann nældi sér í tvö með aðeins 16 daga millibili fyrr í sumar. Viktor Freyr Sigurðsson í marki Leiknis Reykjavíkur hefur varið flest skot af markvörðum deildarinnar eða 93 talsins. Þá er Frederik Schram, markvörður Vals, sá markvörður sem hefur komið í veg fyrir flest mörk ef marka má xG, vænt mörk, andstæðinga liðsins. Schram hefur komið í veg fyrir rétt tæplega fimm mörk í þeim 11 leikjum sem hann hefur spilað til þessa. Frederik Schram hefur verið frábær síðan hann gekk í raðir Vals.Vísir/Hulda Margrét Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira
Hefðbundinni deildarkeppni Bestu deildar karla lauk á laugardaginn með heilli umferð. Í október hefst úrslitakeppni og þar verður skorið úr um hvaða lið verður Íslandsmeistari og hvaða lið falla. Ef ekki væri nýtt fyrirkomulag á deildinni þá væri henni nú lokið. Breiðablik hefði endað sem Íslandsmeistari á meðan FH og ÍA hefðu fallið niður í Lengjudeildina. Þá hefði Nökkvi Þeyr fengið gullskóinn þar sem hann var markahæsti leikmaður deildarinnar. Raunar er hann sá sem hefur komið að flestum mörkum í sumar eða 22 talsins. Nökkvi Þeyr spilaði 20 leiki fyrir KA í sumar áður en hann var seldur til belgíska B-deildarliðsins Beerschot. Á vef tölfræðiveitunnar WyScout, sem tekur saman alla tölfræði fyrir Bestu deild karla og kvenna, vantar glæsimarkið gegn Víkingum en það reyndist hans síðasta í sumar. Alls skoraði Nökkvi Þeyr 17 mörk ásamt því að gefa fimm stoðsendingar áður en hann hélt til Belgíu. Guðmundur Magnússon og Ísak Snær Þorvaldsson komu báðir að 18 mörkum alls en framherji Fram skoraði fleiri eða 15 stykki samtals á meðan Ísak Snær hefur skorað 13 mörk í sumar. Ísak Snær og Guðmundur hafa þanið netmöskvana nokkuð reglulega í sumar.Vísir/Hulda Margrét/Diego Tiago Fernandes, miðjumaður Fram, hefur gefið níu stoðsendingar til þessa í sumar og er sem stendur stoðsendingahæsti leikmaður Bestu deildarinnar. Vængmaðurinn Adam Ægir Pálsson kemur þar á eftir með átta stoðsendingar en hann leikur með Keflavík á láni frá Víking. Þeir Höskuldur Gunnlaugsson, Jason Daði Svanþórsson og Atli Sigurjónsson hafa svo allir gefið sjö stoðsendingar til þessa á leiktíðinni. Telmo Castanheira er sá leikmaður deildarinnar sem hefur brotið oftast af sér til þessa eða 44 sinnum alls. Þar á eftir koma samherjarnir Ísak Snær og Gísli Eyjólfsson með 43 brot hver. Hvað varðar þá leikmenn sem hafa fengið flest gul spjöld þá er ákveðið þema. Rúnar Þór Sigurgeirsson, vinstri bakvörður Keflavíkur, hefur fengið níu gul spjöld á meðan Alex Freyr Elísson, hægri bakvörður Fram, hefur nælt sér í átta gul spjöld. Atli Hrafn Andrason er svo eini leikmaður deildarinnar sem hefur fengið meira en eitt rautt spjald en hann nældi sér í tvö með aðeins 16 daga millibili fyrr í sumar. Viktor Freyr Sigurðsson í marki Leiknis Reykjavíkur hefur varið flest skot af markvörðum deildarinnar eða 93 talsins. Þá er Frederik Schram, markvörður Vals, sá markvörður sem hefur komið í veg fyrir flest mörk ef marka má xG, vænt mörk, andstæðinga liðsins. Schram hefur komið í veg fyrir rétt tæplega fimm mörk í þeim 11 leikjum sem hann hefur spilað til þessa. Frederik Schram hefur verið frábær síðan hann gekk í raðir Vals.Vísir/Hulda Margrét
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira