Skemmdirnar á Púertó Ríkó sagðar hörmulegar Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2022 19:05 AP/Alejandro Granadillo Fellibylurinn Fíóna olli hörmulegum skemmdum á eyjunni Púertó Ríkó í dag. Ríkisstjóri eyjunnar segir eyðilegginguna hvað versta í þéttbýli og að minnst einn sé látinn. Enn sé þó ekki búið að ná að fullu utan um eyðilegginguna. Nærri því öll eyjan er án rafmagns en Fíónu fylgdi mikil rigning sem olli flóðum og aurskriðum. AP fréttaveitan segir Fíónu hafa rifið malbik af götum og þök af húsum. Flóð hafi rifið brýr en enn er mikil rigning á Púertó Ríkó. Veðurfræðingar sögðu fyrr í kvöld að rigningin hefði mælst allt að 56 sentímetrar og von væri á allt að tuttugu sentímetrum til viðbótar. Hér að neðan má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni sem tekið var á Púertó Ríkó í dag. Púertó Ríkó er bandarískt yfirráðasvæði og lýsti Joe Biden Bandaríkjaforseti yfir neyðarástandi á eyjunni. Sá sem vitað er að dó vegna Fíónu var sjötugur maður sem brann illa þegar hann var að hella eldsneyti á ljósavél sína. Sjá einnig: Fíóna sló út öllu rafmagni á Púertó Ríkó Washington Post segir að búið sé að koma rafmagni aftur til um hundrað þúsund heimila og fyrirtækja á norðurhluta Púertó Ríkó. Enn séu þó 750 þúsund heimili og fyrirtæki án rafmagns. Ríkisstjóri Púertó Ríkó segir að það muni taka einhverja daga að laga dreifikerfi eyjunnar að fullu og koma rafmagni á hjá öllum. Fíóna náði einnig landi í Dóminíska lýðveldinu í dag en veðurfræðingar eiga von á allt að 38 sentímetra rigningu í Dóminíska lýðveldinu. Talið er að Fíóna muni stækka og safna krafti á leið út á Atlantshafið á næstu dögum og gæti fellibylurinn skollið á Bermúda-eyjum á fimmtudag eða föstudag. Here are the 5am AST Monday, September 19 Key Messages for Hurricane #Fiona.Life-threatening & catastrophic flooding continues for #PuertoRico due to heavy rains from Fiona's outer bands, expected to persist through the afternoon.Latest Advisory: https://t.co/EG1Nt92Czm pic.twitter.com/lPXuHg6AlF— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) September 19, 2022 Bandaríkin Loftslagsmál Náttúruhamfarir Púertó Ríkó Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Nærri því öll eyjan er án rafmagns en Fíónu fylgdi mikil rigning sem olli flóðum og aurskriðum. AP fréttaveitan segir Fíónu hafa rifið malbik af götum og þök af húsum. Flóð hafi rifið brýr en enn er mikil rigning á Púertó Ríkó. Veðurfræðingar sögðu fyrr í kvöld að rigningin hefði mælst allt að 56 sentímetrar og von væri á allt að tuttugu sentímetrum til viðbótar. Hér að neðan má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni sem tekið var á Púertó Ríkó í dag. Púertó Ríkó er bandarískt yfirráðasvæði og lýsti Joe Biden Bandaríkjaforseti yfir neyðarástandi á eyjunni. Sá sem vitað er að dó vegna Fíónu var sjötugur maður sem brann illa þegar hann var að hella eldsneyti á ljósavél sína. Sjá einnig: Fíóna sló út öllu rafmagni á Púertó Ríkó Washington Post segir að búið sé að koma rafmagni aftur til um hundrað þúsund heimila og fyrirtækja á norðurhluta Púertó Ríkó. Enn séu þó 750 þúsund heimili og fyrirtæki án rafmagns. Ríkisstjóri Púertó Ríkó segir að það muni taka einhverja daga að laga dreifikerfi eyjunnar að fullu og koma rafmagni á hjá öllum. Fíóna náði einnig landi í Dóminíska lýðveldinu í dag en veðurfræðingar eiga von á allt að 38 sentímetra rigningu í Dóminíska lýðveldinu. Talið er að Fíóna muni stækka og safna krafti á leið út á Atlantshafið á næstu dögum og gæti fellibylurinn skollið á Bermúda-eyjum á fimmtudag eða föstudag. Here are the 5am AST Monday, September 19 Key Messages for Hurricane #Fiona.Life-threatening & catastrophic flooding continues for #PuertoRico due to heavy rains from Fiona's outer bands, expected to persist through the afternoon.Latest Advisory: https://t.co/EG1Nt92Czm pic.twitter.com/lPXuHg6AlF— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) September 19, 2022
Bandaríkin Loftslagsmál Náttúruhamfarir Púertó Ríkó Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira