Fráfarandi þjálfari KR axlar ábyrgð „fyrst það er lítið um það“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. september 2022 07:30 Arnar Páll (t.h.) ásamt Jóhannesi Karli Sigursteinssyni sem hætti sem þjálfari liðsins fyrr í sumar vegna umgjarðarleysis. Vísir/Hulda Margrét Arnar Páll Garðarsson, sem þjálfaði fallið kvennalið KR í sumar en mun ljúka störfum í lok tímabils, segist eiga sinn þátt í því að börurnar voru ekki mannaðar í umtöluðum leik KR og Selfoss í Bestu deild kvenna á sunnudag. Mikið umtal hefur vaknað eftir leik sunnudagsins þar sem Hannah Tillett, leikmaður KR, meiddist illa og lá sárþjáð á vellinum í fleiri mínútur en KR hafði ekki mannað sjúkrabörur á vellinum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem félagið sætir gagnrýni fyrir umgjörð leikja kvennaliðsins í sumar. Í viðtali við Vísi eftir leik sagði Christopher Harrington, annar þjálfara KR, að félagið yrði að sýna leikmönnum kvennaliðsins virðingu og þá myndi það skila sér á vellinum. Fyrirliði liðsins, Rebekka Sverrisdóttir, lét félagið heyra það í viðtali eftir leik vegna slæmrar umgjarðar í kringum kvennaliðið og metnaðarleysis gagnvart kvennahluta starfsins. Páll Kristjánsson, formaður félagsins, hefur svarað fyrir málið þar sem hann kennir um slökum árangri karla- og kvennaliðs KR í sumar og skorts á sjálfboðaliðum til að ganga í þau störf sem þurfi að fylla í kringum leiki liðsins. Hann segir fjölda sjálfboðaliða hafa verið á leiknum sem um ræðir og segir ómaklegt að gagnrýna störf þeirra sem gefa vinnu sína. Hildur Björg Kjartansdóttir, leikmaður liðsins, svaraði Páli fullum hálsi á samfélagsmiðlinum Twitter í gær þar sem hún gerði að því skóna að Páll léti lítið sjá sig á leikjum kvennaliðsins. Í verkahring þjálfara liðsins að redda á börurnar Arnar Páll Garðarson, sem þjálfaði liðið ásamt áðurnefndum Harrington síðari hluta sumars, tók einnig til máls á Twitter í gærkvöld. Hann virðist þá gefa í skyn að þeir sem með valdið fara í félaginu taki litla ábyrgð í málinu og tekur sinn hluta hennar. Börurnar hafi verið í hans verkahring og honum hafi mistekist að manna þær eftir forföll með skömmum fyrirvara. „Ég ætla allavega að sýna fordæmi og taka sök á mig fyrst það er lítið um það virðist vera. Ásamt því að þjálf mfl kvk þá þjálfa ég einnig 3.fl kvk og á að fá leikmenn til að mæta á börur/miðasölu og gæslu. Ég gerði það fullseint, leikmenn sem voru boðaðir (með stuttum fyrirvara) þeir forfölluðust og því tíminn tæpur á að ná að redda þessu og finnst mér ömurlegt að Hannah hafi þurft að lenda í þessu en ömurlegast af þessu öllu eru auðvitað meiðslin hennar sem virðist gleymast,“ segir Arnar Páll á Twitter. Arnar Páll mun ekki starfa áfram fyrir KR að tímabilinu loknu en samningur hans við félagið er að renna út og var ekki endurnýjaður. Leiðrétting kl. 10:30: Í fréttinni var greint frá því að Arnari Páli hefði verið sagt upp störfum hjá KR. Hið rétta er að samningur hans náði til loka leiktíðarinnar og ákvörðun tekin um að hann skildi ekki endurnýjaður, fremur en að samningi hans hafi verið sagt upp. þeir forfölluðust og því tíminn tæpur á að ná að redda þessu og finnst mér ömurlegt að Hannah hafi þurft að lenda í þessu en ömurlegast af þessu öllu eru auðvitað meiðslin hennar sem virðist gleymast. #fotboltinet— Arnar Páll (@arnar9) September 19, 2022 KR Besta deild kvenna Jafnréttismál Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Sjá meira
Mikið umtal hefur vaknað eftir leik sunnudagsins þar sem Hannah Tillett, leikmaður KR, meiddist illa og lá sárþjáð á vellinum í fleiri mínútur en KR hafði ekki mannað sjúkrabörur á vellinum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem félagið sætir gagnrýni fyrir umgjörð leikja kvennaliðsins í sumar. Í viðtali við Vísi eftir leik sagði Christopher Harrington, annar þjálfara KR, að félagið yrði að sýna leikmönnum kvennaliðsins virðingu og þá myndi það skila sér á vellinum. Fyrirliði liðsins, Rebekka Sverrisdóttir, lét félagið heyra það í viðtali eftir leik vegna slæmrar umgjarðar í kringum kvennaliðið og metnaðarleysis gagnvart kvennahluta starfsins. Páll Kristjánsson, formaður félagsins, hefur svarað fyrir málið þar sem hann kennir um slökum árangri karla- og kvennaliðs KR í sumar og skorts á sjálfboðaliðum til að ganga í þau störf sem þurfi að fylla í kringum leiki liðsins. Hann segir fjölda sjálfboðaliða hafa verið á leiknum sem um ræðir og segir ómaklegt að gagnrýna störf þeirra sem gefa vinnu sína. Hildur Björg Kjartansdóttir, leikmaður liðsins, svaraði Páli fullum hálsi á samfélagsmiðlinum Twitter í gær þar sem hún gerði að því skóna að Páll léti lítið sjá sig á leikjum kvennaliðsins. Í verkahring þjálfara liðsins að redda á börurnar Arnar Páll Garðarson, sem þjálfaði liðið ásamt áðurnefndum Harrington síðari hluta sumars, tók einnig til máls á Twitter í gærkvöld. Hann virðist þá gefa í skyn að þeir sem með valdið fara í félaginu taki litla ábyrgð í málinu og tekur sinn hluta hennar. Börurnar hafi verið í hans verkahring og honum hafi mistekist að manna þær eftir forföll með skömmum fyrirvara. „Ég ætla allavega að sýna fordæmi og taka sök á mig fyrst það er lítið um það virðist vera. Ásamt því að þjálf mfl kvk þá þjálfa ég einnig 3.fl kvk og á að fá leikmenn til að mæta á börur/miðasölu og gæslu. Ég gerði það fullseint, leikmenn sem voru boðaðir (með stuttum fyrirvara) þeir forfölluðust og því tíminn tæpur á að ná að redda þessu og finnst mér ömurlegt að Hannah hafi þurft að lenda í þessu en ömurlegast af þessu öllu eru auðvitað meiðslin hennar sem virðist gleymast,“ segir Arnar Páll á Twitter. Arnar Páll mun ekki starfa áfram fyrir KR að tímabilinu loknu en samningur hans við félagið er að renna út og var ekki endurnýjaður. Leiðrétting kl. 10:30: Í fréttinni var greint frá því að Arnari Páli hefði verið sagt upp störfum hjá KR. Hið rétta er að samningur hans náði til loka leiktíðarinnar og ákvörðun tekin um að hann skildi ekki endurnýjaður, fremur en að samningi hans hafi verið sagt upp. þeir forfölluðust og því tíminn tæpur á að ná að redda þessu og finnst mér ömurlegt að Hannah hafi þurft að lenda í þessu en ömurlegast af þessu öllu eru auðvitað meiðslin hennar sem virðist gleymast. #fotboltinet— Arnar Páll (@arnar9) September 19, 2022
KR Besta deild kvenna Jafnréttismál Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Sjá meira