„Ég skal axla ábyrgð á þessu máli“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. september 2022 21:30 Jóhann Páll ætlar að axla ábyrgð í stóra „fröllumálinu.“ grafík Þingmaður í stjórnarandstöðunni ætlar að taka ábyrgð í máli sem enginn annar virðist vilja taka ábyrgð á. Franskar kartöflur hafa verið meira í fréttum en góðu hófi gegnir upp á síðkastið og stefnir allt í að málið verði með stærri fréttamálum þessa árs. Málið er einfalt: Eftir að Þykkvabær hætti innlendri framleiðslu á frönskum kartöflum vernda verndartollar á franskar einfaldlega ekki neitt. Fólk vill tollinn burt og lægra vöruverð. Það eru margir leikendur í málinu sem óhætt er að kalla „stóra fröllumálið.“ Þegar fréttastofa spurði fjármálaráðherra hvort hann ætlaði að afnema tollinn benti hann á matvælaráðherra. „Þetta er ekki á mínu borði, þetta er hjá landbúnaðarráðherranum eða matvælaráðherranum,“ sagði Bjarni Benediktsson þann 9. september. Og Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, benti á fjármálaráðherra. Enginn virðist geta borið ábyrgð í málinu og stóra fröllumálið því farið að minna óheyrilega á þennan hér: Karakterinn Indriði úr Fóstbræðrum spyr hver beri ábyrgð?vísir „Og hver ber ábyrgð á ofnunum hérna? Það er alltaf eitthvað bank í þeim. Það er alltaf eins og þeir séu fullir af lofti. Hver á að hleypa því út? Á ég að gera það?“ sagði karakterinn Indriði eftirminnilega í Fóstbræðrum. Og eins og Indriði spyr réttilega: Hver ætlar að bera ábyrgð á þessu? „Ég skal gera það,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar. „Ég ætla að axla ábyrgð á þessu máli. Ég er búinn að leggja fram breytingatillögu við fjárlagabandorm ríkisstjórnarinnar um að þessi tollur verði afnuminn. Ég held að fólkinu í landinu sé alveg nákvæmlega sama hvort það sé matvælaráðherra eða fjármálaráðherra sem hefur forgöngu um að afnema þennan toll.“ Ofboðslega einfalt mál Þetta virðist mjög flókið mál, Bjarni bendir á Svandísi og Svandís á Bjarna. Er þetta svona rosalega flókið? „Nei þetta er ofboðslega einfalt. Ég held að við höfum verið í svona korter að rissa upp þessa breytingatillögu. Mér finnst auðvitað vont ef að ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru komnir í einhverja störukeppni á kostnað neytenda. Við erum að tala um 76 prósenta toll. Þetta er hæsti prósentutollur á matvöru í íslensku tollskránni.“ Jóhann gerir hlé á máli sínu til að gæða sér á frönskum kartöflum. „Ég held að þessar franskar væru svona 300 krónum ódýrari ef að þessi breyting nær fram að ganga. Og ég vona að þeir flokkar sem gefa sig út fyrir að aðhyllast frjáls alþjóðaviðskipti komi með okkur í þetta.“ Neytendur Fjármál heimilisins Skattar og tollar Matur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Ráðherrar vísa hver á annan um franskarnar: Sigmar segir Bjarna þurfa að taka nefið upp úr stórfyrirtækjunum Veitingamaður segir yfirvöld hygla erlendum neytendum en skattpína þá íslensku, með því að leggja háan toll á franskar kartöflur. Það gæti munað miklu fyrir landsmenn ef verndartollur sem ekkert verndar lengur yrði afnuminn - en ráðherrar vísa hver á annan. 9. september 2022 21:30 Tollur á franskar hafi kostað neytendur 800 milljónir frá upphafi 2020 Íslenskir neytendur hafa greitt rúmlega 800 milljónir króna í tolla af frönskum kartöflum frá upphafi ársins 2020, samkvæmt útreikningum Félags atvinnurekenda. 7. september 2022 23:05 Þurfi að laga meingallaða tolla er varða súkkulaði og franskar Fjármálaráðherra telur óásættanlegt að erlent vinnuafl njóti ívilnana í skjóli tolla - og telur að stjórnvöld þurfi að vera virkari í að laga umhverfið að þörfum nútímans. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir borðleggjandi að tollar sem vernda enga íslenska framleiðslu verði afnumdir til að lækka verð. 1. september 2022 15:56 Verndartollur „sem verndar einfaldlega ekki neitt“ Verndartollar á franskar kartöflur vernda nákvæmlega ekki neitt nú þegar engin innlend framleiðsla er á vörunni. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda sem telur að afnám tolla myndi þýða tuga prósenta verðlækkun á matvöruna. 25. ágúst 2022 13:01 Ekki hægt að rukka neytendur til að vernda framleiðslu sem er ekki lengur til Félag atvinnurekenda hvetur stjórnvöld til að afnema 76 prósent toll á franskar kartöflur í ljósi þess eini íslenski framleiðandi franskra kartafla, Þykkvabæjar, sé hættur framleiðslu á vörunni. Ekki sé hægt að rukka neytendur til að vernda framleiðslu sem er ekki lengur til. 24. ágúst 2022 14:17 Þykkvabæjarfranskar heyra sögunni til eftir 36 ára framleiðslu Matvöruframleiðandinn Þykkvabæjar tilkynnti í morgun að eftir 36 ára framleiðslu sé fyrirtækið hætt að framleiða franskar kartöflur. Rekstrarstjóri segir bilun í tækjabúnaði hafa leitt til þessarar ákvörðunar. 24. ágúst 2022 13:09 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Fleiri fréttir „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Sjá meira
Franskar kartöflur hafa verið meira í fréttum en góðu hófi gegnir upp á síðkastið og stefnir allt í að málið verði með stærri fréttamálum þessa árs. Málið er einfalt: Eftir að Þykkvabær hætti innlendri framleiðslu á frönskum kartöflum vernda verndartollar á franskar einfaldlega ekki neitt. Fólk vill tollinn burt og lægra vöruverð. Það eru margir leikendur í málinu sem óhætt er að kalla „stóra fröllumálið.“ Þegar fréttastofa spurði fjármálaráðherra hvort hann ætlaði að afnema tollinn benti hann á matvælaráðherra. „Þetta er ekki á mínu borði, þetta er hjá landbúnaðarráðherranum eða matvælaráðherranum,“ sagði Bjarni Benediktsson þann 9. september. Og Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, benti á fjármálaráðherra. Enginn virðist geta borið ábyrgð í málinu og stóra fröllumálið því farið að minna óheyrilega á þennan hér: Karakterinn Indriði úr Fóstbræðrum spyr hver beri ábyrgð?vísir „Og hver ber ábyrgð á ofnunum hérna? Það er alltaf eitthvað bank í þeim. Það er alltaf eins og þeir séu fullir af lofti. Hver á að hleypa því út? Á ég að gera það?“ sagði karakterinn Indriði eftirminnilega í Fóstbræðrum. Og eins og Indriði spyr réttilega: Hver ætlar að bera ábyrgð á þessu? „Ég skal gera það,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar. „Ég ætla að axla ábyrgð á þessu máli. Ég er búinn að leggja fram breytingatillögu við fjárlagabandorm ríkisstjórnarinnar um að þessi tollur verði afnuminn. Ég held að fólkinu í landinu sé alveg nákvæmlega sama hvort það sé matvælaráðherra eða fjármálaráðherra sem hefur forgöngu um að afnema þennan toll.“ Ofboðslega einfalt mál Þetta virðist mjög flókið mál, Bjarni bendir á Svandísi og Svandís á Bjarna. Er þetta svona rosalega flókið? „Nei þetta er ofboðslega einfalt. Ég held að við höfum verið í svona korter að rissa upp þessa breytingatillögu. Mér finnst auðvitað vont ef að ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru komnir í einhverja störukeppni á kostnað neytenda. Við erum að tala um 76 prósenta toll. Þetta er hæsti prósentutollur á matvöru í íslensku tollskránni.“ Jóhann gerir hlé á máli sínu til að gæða sér á frönskum kartöflum. „Ég held að þessar franskar væru svona 300 krónum ódýrari ef að þessi breyting nær fram að ganga. Og ég vona að þeir flokkar sem gefa sig út fyrir að aðhyllast frjáls alþjóðaviðskipti komi með okkur í þetta.“
Neytendur Fjármál heimilisins Skattar og tollar Matur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Ráðherrar vísa hver á annan um franskarnar: Sigmar segir Bjarna þurfa að taka nefið upp úr stórfyrirtækjunum Veitingamaður segir yfirvöld hygla erlendum neytendum en skattpína þá íslensku, með því að leggja háan toll á franskar kartöflur. Það gæti munað miklu fyrir landsmenn ef verndartollur sem ekkert verndar lengur yrði afnuminn - en ráðherrar vísa hver á annan. 9. september 2022 21:30 Tollur á franskar hafi kostað neytendur 800 milljónir frá upphafi 2020 Íslenskir neytendur hafa greitt rúmlega 800 milljónir króna í tolla af frönskum kartöflum frá upphafi ársins 2020, samkvæmt útreikningum Félags atvinnurekenda. 7. september 2022 23:05 Þurfi að laga meingallaða tolla er varða súkkulaði og franskar Fjármálaráðherra telur óásættanlegt að erlent vinnuafl njóti ívilnana í skjóli tolla - og telur að stjórnvöld þurfi að vera virkari í að laga umhverfið að þörfum nútímans. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir borðleggjandi að tollar sem vernda enga íslenska framleiðslu verði afnumdir til að lækka verð. 1. september 2022 15:56 Verndartollur „sem verndar einfaldlega ekki neitt“ Verndartollar á franskar kartöflur vernda nákvæmlega ekki neitt nú þegar engin innlend framleiðsla er á vörunni. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda sem telur að afnám tolla myndi þýða tuga prósenta verðlækkun á matvöruna. 25. ágúst 2022 13:01 Ekki hægt að rukka neytendur til að vernda framleiðslu sem er ekki lengur til Félag atvinnurekenda hvetur stjórnvöld til að afnema 76 prósent toll á franskar kartöflur í ljósi þess eini íslenski framleiðandi franskra kartafla, Þykkvabæjar, sé hættur framleiðslu á vörunni. Ekki sé hægt að rukka neytendur til að vernda framleiðslu sem er ekki lengur til. 24. ágúst 2022 14:17 Þykkvabæjarfranskar heyra sögunni til eftir 36 ára framleiðslu Matvöruframleiðandinn Þykkvabæjar tilkynnti í morgun að eftir 36 ára framleiðslu sé fyrirtækið hætt að framleiða franskar kartöflur. Rekstrarstjóri segir bilun í tækjabúnaði hafa leitt til þessarar ákvörðunar. 24. ágúst 2022 13:09 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Fleiri fréttir „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Sjá meira
Ráðherrar vísa hver á annan um franskarnar: Sigmar segir Bjarna þurfa að taka nefið upp úr stórfyrirtækjunum Veitingamaður segir yfirvöld hygla erlendum neytendum en skattpína þá íslensku, með því að leggja háan toll á franskar kartöflur. Það gæti munað miklu fyrir landsmenn ef verndartollur sem ekkert verndar lengur yrði afnuminn - en ráðherrar vísa hver á annan. 9. september 2022 21:30
Tollur á franskar hafi kostað neytendur 800 milljónir frá upphafi 2020 Íslenskir neytendur hafa greitt rúmlega 800 milljónir króna í tolla af frönskum kartöflum frá upphafi ársins 2020, samkvæmt útreikningum Félags atvinnurekenda. 7. september 2022 23:05
Þurfi að laga meingallaða tolla er varða súkkulaði og franskar Fjármálaráðherra telur óásættanlegt að erlent vinnuafl njóti ívilnana í skjóli tolla - og telur að stjórnvöld þurfi að vera virkari í að laga umhverfið að þörfum nútímans. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir borðleggjandi að tollar sem vernda enga íslenska framleiðslu verði afnumdir til að lækka verð. 1. september 2022 15:56
Verndartollur „sem verndar einfaldlega ekki neitt“ Verndartollar á franskar kartöflur vernda nákvæmlega ekki neitt nú þegar engin innlend framleiðsla er á vörunni. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda sem telur að afnám tolla myndi þýða tuga prósenta verðlækkun á matvöruna. 25. ágúst 2022 13:01
Ekki hægt að rukka neytendur til að vernda framleiðslu sem er ekki lengur til Félag atvinnurekenda hvetur stjórnvöld til að afnema 76 prósent toll á franskar kartöflur í ljósi þess eini íslenski framleiðandi franskra kartafla, Þykkvabæjar, sé hættur framleiðslu á vörunni. Ekki sé hægt að rukka neytendur til að vernda framleiðslu sem er ekki lengur til. 24. ágúst 2022 14:17
Þykkvabæjarfranskar heyra sögunni til eftir 36 ára framleiðslu Matvöruframleiðandinn Þykkvabæjar tilkynnti í morgun að eftir 36 ára framleiðslu sé fyrirtækið hætt að framleiða franskar kartöflur. Rekstrarstjóri segir bilun í tækjabúnaði hafa leitt til þessarar ákvörðunar. 24. ágúst 2022 13:09
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent