Sara Björk átti að vera í leikmannahópi Juventus í dag, en hún meiddist í upphitun og var því ekki með. Meiðsli Söru eru þó ekki talin alvarleg og hún ætti því að snúa fljótt aftur á knattspyrnuvöllinn.
Heimakonur sem tóku forystuna í leiknum þegar Madalyn Pokorny skoraði strax á áttundu mínútu, en gestirnir í Juventus voru þó ekki lengi að jafna metin, því aðeins 13 mínútum síðar var staðan orðin 1-1 eftir mark frá Amanda Nilden og þannig var staðan þegar flautað var til hálfleiks.
Þrátt fyrir nokkra yfirburði Juventus í síðari hálfleik tókst liðinu ekki að bæta við mörkum og niðurstaðan því 1-1 jafntefli.
Síðari viðureign liðanna fer fram á miðvikudaginn í næstu viku á heimavelli Juventus og þá kemur í ljós hvort liðið vinnur sér inn sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.