„Ætti að vera góð auglýsing fyrir land og þjóð“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. september 2022 09:01 Valur - Þór/KA Besta deild kvenna sumar 2022 KSÍ Elísa Viðarsdóttir Vísir/Diego Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, er spennt fyrir komandi verkefni liðsins gegn Slaviu Prag í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Sæti í riðlakeppninni er í húfi. Valur mætir Slaviu Prag í fyrri leik liðanna klukkan 17:00 á Hlíðarenda í dag. Valur hefur tilkynnt að frítt verður á leikinn í von um að fylla völlinn. Elísa býst við hörkuleik. „Þær eru góðar og hafa mikla reynslu í þessum Evrópukeppnum. Þær hafa komist langt og þekkja það að spila svona leiki. Þær hafa líka marga landsliðsmenn innan sinna herbúða. Deildarboltinn og Evrópuboltinn, þetta er ekki alveg það sama, þetta er aðeins öðruvísi leikur sem þú ert að spila. Þær hafa reynslu af því en það höfum við líka,“ segir Elísa sem segir jafnframt styrkleika liðsins liggja í pressu og boltameðferð. „Þær eru mjög gott pressulið, þær halda vel í boltann og eru bara góðar á boltanum. Við megum ekki gefa þeim neinn tíma á bolta og þurfum að pressa þær vel á réttum stöðum á vellinum. Þær eru skeinuhættar líka framávið með góða framherja,“. Klippa: Sportpakkinn: Elísa Viðarsdóttir Valur á fyrri leikinn á heimavelli en síðari leikur liðanna fer fram í Prag eftir viku. Elísa segir mikilvægt að ná í góð úrslit í fyrri hálfleik einvígisins á Íslandi. „Báðir leikir skipta miklu máli en það er gott að byrja heima og ná í sterk úrslit út og reyna að loka þessu. Við skiptum þessu bara upp í tvo hálfleiki, í raun og veru, fyrri hálfleikur er á morgun [í dag] og við getum ekkert annað gert en að einbeita okkur að því og ná í góð úrslit,“ segir Elísa. Vilja feta í fótspor Blika Elísa segir Valskonur þá ákveðnar í því að leika eftir afrek Breiðabliks frá því í fyrra þegar það komst í riðlakeppnina. „Ekki spurning. Við ætlum ekkert að fela okkur á bakvið það að við viljum komast í riðlakeppnina. Breiðablik sýndi gott fordæmi í fyrra að komast langt og við viljum það líka prófa það, að fara langt í þessari keppni og ná í skemmtileg og góð úrslit, að lengja mótið og vera eina liðið á landinu að spila fótbolta alveg fram í desember. Það ætti að vera góð auglýsing fyrir land og þjóð og sérstaklega fyrir Val. Við ættum að gera mikið úr því ef við komumst í riðlakeppnina, bæði fyrir leikmenn og klúbbinn sjálfan,“ segir Elísa. Leikur Vals og Slaviu Prag fer fram á Origo-vellinum og hefst klukkan 17:00 í dag. Hann verður í beinni textalýsingu á Vísi. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Valur mætir Slaviu Prag í fyrri leik liðanna klukkan 17:00 á Hlíðarenda í dag. Valur hefur tilkynnt að frítt verður á leikinn í von um að fylla völlinn. Elísa býst við hörkuleik. „Þær eru góðar og hafa mikla reynslu í þessum Evrópukeppnum. Þær hafa komist langt og þekkja það að spila svona leiki. Þær hafa líka marga landsliðsmenn innan sinna herbúða. Deildarboltinn og Evrópuboltinn, þetta er ekki alveg það sama, þetta er aðeins öðruvísi leikur sem þú ert að spila. Þær hafa reynslu af því en það höfum við líka,“ segir Elísa sem segir jafnframt styrkleika liðsins liggja í pressu og boltameðferð. „Þær eru mjög gott pressulið, þær halda vel í boltann og eru bara góðar á boltanum. Við megum ekki gefa þeim neinn tíma á bolta og þurfum að pressa þær vel á réttum stöðum á vellinum. Þær eru skeinuhættar líka framávið með góða framherja,“. Klippa: Sportpakkinn: Elísa Viðarsdóttir Valur á fyrri leikinn á heimavelli en síðari leikur liðanna fer fram í Prag eftir viku. Elísa segir mikilvægt að ná í góð úrslit í fyrri hálfleik einvígisins á Íslandi. „Báðir leikir skipta miklu máli en það er gott að byrja heima og ná í sterk úrslit út og reyna að loka þessu. Við skiptum þessu bara upp í tvo hálfleiki, í raun og veru, fyrri hálfleikur er á morgun [í dag] og við getum ekkert annað gert en að einbeita okkur að því og ná í góð úrslit,“ segir Elísa. Vilja feta í fótspor Blika Elísa segir Valskonur þá ákveðnar í því að leika eftir afrek Breiðabliks frá því í fyrra þegar það komst í riðlakeppnina. „Ekki spurning. Við ætlum ekkert að fela okkur á bakvið það að við viljum komast í riðlakeppnina. Breiðablik sýndi gott fordæmi í fyrra að komast langt og við viljum það líka prófa það, að fara langt í þessari keppni og ná í skemmtileg og góð úrslit, að lengja mótið og vera eina liðið á landinu að spila fótbolta alveg fram í desember. Það ætti að vera góð auglýsing fyrir land og þjóð og sérstaklega fyrir Val. Við ættum að gera mikið úr því ef við komumst í riðlakeppnina, bæði fyrir leikmenn og klúbbinn sjálfan,“ segir Elísa. Leikur Vals og Slaviu Prag fer fram á Origo-vellinum og hefst klukkan 17:00 í dag. Hann verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira