Eins og að vera vegan nema um helgar Inga Auðbjörg K. Straumland skrifar 21. september 2022 12:00 „Ég lifi bíllausum lífsstíl“ stendur aftan á deilibílum ónefnds fyrirtækis sem leigir út bíla í skammtímaleigu í örfáar klukkustundir í senn. Þetta þótti ákveðnum ökumanni svo mikil hugsanavilla að hann hafði fyrir því að skrá sig í Facebook-hóp Samtaka um bíllausan lífsstíl og birta mynd af bakhluta deilibílsins. Þannig vildi hann skora einhver mörk og afhjúpa þau sem aðhyllast bíllausan lífsstíl sem hræsnara. Myndlíkingar fengu að fljúga og það að nota deilibíl en styðja bíllausan lífsstíl átti einhvern veginn að vera „eins og að titla sig vegan og borða í öll mál vegan máltíðir en fá sér svo steikur um helgar.“ Þessi grein er alls ekki skrifuð sem einhvers konar langrækið viðbragð við fimm vikna gömlum pósti í Facebook-hópi, en gagnrýnin veltir vissulega upp spurningunni um skilgreiningu á bíllausum lífsstíl, sem greinilega ríkir ekki fullkomin sátt um. Sófakartafla verður samgönguhjólari Ég hef sjaldan lagt mikla áherslu á íþróttaiðkunn og hef þar að auki átt fjölmargar bíldruslur síðan ég fékk bílpróf, enda alin upp á Álftanesi, þar sem næsta kaffihús var í 7 kílómetra fjarlægð og nóg pláss í heimreiðinni fyrir hálfónýtan bílaflota fjölskyldunnar. Ég var því ekki vongóð um framúrskarandi nýtingu, þegar ég ákvað að fjárfesta í rándýru rafhjóli, korter í faraldur. Fyrst um sinn hjólaði ég kannski tvisvar í viku í vinnuna, og fann fljótlega hversu mikil lífsgæðaaukning það var að þjóta fram úr bílaröðunum á háannatíma, og jafnvel framhjá fossi og fallegum kanínum, og það þrátt fyrir að vera ennþá innan borgarmarka. Eftir svona ár af misdramatísku samstarfi míns og fallega borgarhjólsins, var ljóst að hjólið hefði tekið við af bílnum sem aðalsamgöngumáti minn. Með MacRide-stöng fyrir strákinn og körfu sem rúmar jafnmikið og töfrataska Mary Poppins voru mér allir vegir færir. Eða svona næstum. Bílamiðað samgöngukerfi Nema hvað, að þrátt fyrir að elska frelsið sem fylgir því að þjóta niður regnbogastrætið með vindinn í hárinu, myndabombandi brosandi ferðamenn og heilsandi kallaköllunum sem þamba kaffi á Skólavörðustígnum, þá þarf ég að eiga bíl. Ég vinn nefnilega við að gifta fólk, einkum við fallega fossa á Suðurlandi, og slíkt athæfi er fullkomlega ósamræmanlegt almenningssamgöngum. Kannski losa ég mig við bílinn einn daginn, þegar betri reynsla er komin á deilibílana, en sem stendur kemst ég ekki upp með það. Það þýðir þó ekki að ég aðhyllist ekki bíllausan lífsstíl. Raunar held ég að margir félagar í Samtökum um bíllausan lífsstíl hafi umráð yfir bíl, því hvort sem okkur líkar betur eða verr eru helstu samgönguinnviðir landsins hannaðir fyrir bílaflota landsins. Útrýming einkabílsins Það er nefnilega ekki samasemmerki á milli þess að aðhyllast bíllausan lífsstíl og að harðneita algjörlega að stíga nokkurn tíma upp í bíl. Það þýðir bara að vilja styðja við samfélag þar sem virkum ferðamátum er hampað og þar sem almenningssamgöngukerfið er ekki bara þolanlegt, heldur ákjósanlegt. Þar sem þú þarft ekki að nota bíl, en mátt það. Útrýming einkabílsins er ekki raunverulegt markmið margra, heldur er markmiðið um að útrýma þörfinni fyrir hann. Þannig að ég—stoltur eigandi Hyundai i30 sem gerir lítið annað en að taka pláss í borgarlandinu og vera geymsla fyrir hálftómar sódavatnsflöskur—aðhyllist bíllausan lífsstíl, þó ég eigi og noti einkabíl. Rétt eins og að það má vera jeppakall og fara í göngutúr, vera jafnaðarmaður og royalisti eða guðleysingi sem elskar stjörnuspeki. Heimurinn er ekki svarthvítur. Þú hlýtur kannski ekki kjör í stjórn grænkerafélags ef þú borðar steikur um helgar, en það að vera vegan á virkum dögum hefur samt talsvert mikla þýðingu þegar kemur að því að minnka sótsporið þitt, draga úr þjáningu dýra og fyrir þína eigin heilsu. Ég skora á þig að skilja bílinn eftir heima á morgun, Bíllausa daginn 22. september, og aðhyllast bíllausan lífsstíl, þó það sé ekki nema bara einn dag á ári. Höfundur er eigandi bíls og rafhjóls, áhugakona um rifrildi á samfélagsmiðlum og stjórnarmeðlimur í Samtökum um bíllausan lífsstíl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Auðbjörg K. Straumland Samgöngur Hjólreiðar Rafhlaupahjól Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
„Ég lifi bíllausum lífsstíl“ stendur aftan á deilibílum ónefnds fyrirtækis sem leigir út bíla í skammtímaleigu í örfáar klukkustundir í senn. Þetta þótti ákveðnum ökumanni svo mikil hugsanavilla að hann hafði fyrir því að skrá sig í Facebook-hóp Samtaka um bíllausan lífsstíl og birta mynd af bakhluta deilibílsins. Þannig vildi hann skora einhver mörk og afhjúpa þau sem aðhyllast bíllausan lífsstíl sem hræsnara. Myndlíkingar fengu að fljúga og það að nota deilibíl en styðja bíllausan lífsstíl átti einhvern veginn að vera „eins og að titla sig vegan og borða í öll mál vegan máltíðir en fá sér svo steikur um helgar.“ Þessi grein er alls ekki skrifuð sem einhvers konar langrækið viðbragð við fimm vikna gömlum pósti í Facebook-hópi, en gagnrýnin veltir vissulega upp spurningunni um skilgreiningu á bíllausum lífsstíl, sem greinilega ríkir ekki fullkomin sátt um. Sófakartafla verður samgönguhjólari Ég hef sjaldan lagt mikla áherslu á íþróttaiðkunn og hef þar að auki átt fjölmargar bíldruslur síðan ég fékk bílpróf, enda alin upp á Álftanesi, þar sem næsta kaffihús var í 7 kílómetra fjarlægð og nóg pláss í heimreiðinni fyrir hálfónýtan bílaflota fjölskyldunnar. Ég var því ekki vongóð um framúrskarandi nýtingu, þegar ég ákvað að fjárfesta í rándýru rafhjóli, korter í faraldur. Fyrst um sinn hjólaði ég kannski tvisvar í viku í vinnuna, og fann fljótlega hversu mikil lífsgæðaaukning það var að þjóta fram úr bílaröðunum á háannatíma, og jafnvel framhjá fossi og fallegum kanínum, og það þrátt fyrir að vera ennþá innan borgarmarka. Eftir svona ár af misdramatísku samstarfi míns og fallega borgarhjólsins, var ljóst að hjólið hefði tekið við af bílnum sem aðalsamgöngumáti minn. Með MacRide-stöng fyrir strákinn og körfu sem rúmar jafnmikið og töfrataska Mary Poppins voru mér allir vegir færir. Eða svona næstum. Bílamiðað samgöngukerfi Nema hvað, að þrátt fyrir að elska frelsið sem fylgir því að þjóta niður regnbogastrætið með vindinn í hárinu, myndabombandi brosandi ferðamenn og heilsandi kallaköllunum sem þamba kaffi á Skólavörðustígnum, þá þarf ég að eiga bíl. Ég vinn nefnilega við að gifta fólk, einkum við fallega fossa á Suðurlandi, og slíkt athæfi er fullkomlega ósamræmanlegt almenningssamgöngum. Kannski losa ég mig við bílinn einn daginn, þegar betri reynsla er komin á deilibílana, en sem stendur kemst ég ekki upp með það. Það þýðir þó ekki að ég aðhyllist ekki bíllausan lífsstíl. Raunar held ég að margir félagar í Samtökum um bíllausan lífsstíl hafi umráð yfir bíl, því hvort sem okkur líkar betur eða verr eru helstu samgönguinnviðir landsins hannaðir fyrir bílaflota landsins. Útrýming einkabílsins Það er nefnilega ekki samasemmerki á milli þess að aðhyllast bíllausan lífsstíl og að harðneita algjörlega að stíga nokkurn tíma upp í bíl. Það þýðir bara að vilja styðja við samfélag þar sem virkum ferðamátum er hampað og þar sem almenningssamgöngukerfið er ekki bara þolanlegt, heldur ákjósanlegt. Þar sem þú þarft ekki að nota bíl, en mátt það. Útrýming einkabílsins er ekki raunverulegt markmið margra, heldur er markmiðið um að útrýma þörfinni fyrir hann. Þannig að ég—stoltur eigandi Hyundai i30 sem gerir lítið annað en að taka pláss í borgarlandinu og vera geymsla fyrir hálftómar sódavatnsflöskur—aðhyllist bíllausan lífsstíl, þó ég eigi og noti einkabíl. Rétt eins og að það má vera jeppakall og fara í göngutúr, vera jafnaðarmaður og royalisti eða guðleysingi sem elskar stjörnuspeki. Heimurinn er ekki svarthvítur. Þú hlýtur kannski ekki kjör í stjórn grænkerafélags ef þú borðar steikur um helgar, en það að vera vegan á virkum dögum hefur samt talsvert mikla þýðingu þegar kemur að því að minnka sótsporið þitt, draga úr þjáningu dýra og fyrir þína eigin heilsu. Ég skora á þig að skilja bílinn eftir heima á morgun, Bíllausa daginn 22. september, og aðhyllast bíllausan lífsstíl, þó það sé ekki nema bara einn dag á ári. Höfundur er eigandi bíls og rafhjóls, áhugakona um rifrildi á samfélagsmiðlum og stjórnarmeðlimur í Samtökum um bíllausan lífsstíl.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun