Fólk getur varla hreyft sig án þess að vera tekið upp Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. september 2022 08:01 Valdimar Óskarsson forstjóri Syndis segir fólk oft ekki átta sig á hvað það sé í raun að samþykkja þegar það samþykkir notendaskilmála. Vísir/Egill Sérfræðingur í netöryggismálum segir notendaskilmála öryggismyndavéla oft fela í sér að söluaðili búnaðarins geti notað myndefnið á nánast hvaða hátt sem er. Þá séu myndavélar komnar það víða að fólk geti varla hreyft sig lengur án þess að eiga von á að vera tekið upp. Töluverð aukning hefur orðið á því að myndbandsupptökur berist lögreglu í þjófnaðarmálum en þær liggja fyrir í fjórða hverju máli. Við sögðum frá því á dögunum í kvöldfréttum að sala á öryggismyndavélum til heimila hefur margfaldast. Það eru þó ekki allir sem átta sig á því að oft á tíðum er myndefnið vistað hjá þeim sem selur búnaðinn. „Þegar að fólk er að setja upp svona búnað þá er það nú oft þannig að það eru ákveðnir notendaskilmálar sem að fólk samþykkir og það er nú þekkt í flestu tilfellum að fólk samþykkir allt án þess að lesa. En í mörgum tilfellum ertu að gefa upplýst samþykki um að það sé hægt að nota þetta myndefni á nánast hvaða hátt sem er af þeim sem er að selja þér þennan búnað,“ segir Valdimar Óskarsson forstjóri Syndis. Þá eru dæmi um það í útlöndum að þeir sem selja búnaðinn hafi afhent lögreglu gögn úr honum án samþykkis eigenda ef grunur hefur verið um refsiverða háttsemi. Slíkt er heimilt Valdimar segir að fólk þurfi að vera meðvitað um hversu oft er verið að taka það upp. „Þú getur varla hreyft þig og í raun ef þú ert að fara inn í fyrirtæki sem er með upptöku í gangi þá ber þér að segja frá því þannig að þú getur tekið þá upplýsta ákvörðun viltu fara þarna inn. Þú veist að það er upptaka í gangi. Við erum að sjá sama vandamál með dróna. Við erum að sjá dróna allt of nálægt húsum og þeir geta verið notaðir í misjöfnum tilgangi. Þannig að það er allt of mikið af þessu. Þú getur varla hreyft þig þá gengur þú fram hjá dyrabjöllu og þú ert tekinn upp án nokkurrar vitundar og þú veist ekkert hvað er gert við þær myndir sem eru teknar upp.“ Netöryggi Lögreglumál Tengdar fréttir Bíður enn eftir afsökun á að hafa verið tekin upp Kona sem varð fyrir því að myndbandi var deilt af henni á samfélagsmiðlum án hennar samþykkis segist aldrei hafa fengið neina afsökunarbeiðni frá þeim sem tók myndbandið upp. Henni hefði þótt vænt um að fá hana. Hún segir það ekki eiga að líðast að svona myndböndum sé deilt án samþykkis. 14. september 2022 15:01 Mikil fjölgun öryggismyndavéla við heimili: Góðkunningjar lögreglu þekkjast oft á upptökum Töluverð aukning hefur orðið á því að myndbandsupptökur berist lögreglu í þjófnaðarmálum, en þær liggja fyrir í fjórða hverju máli. Sala á öryggismyndavélum til heimila hefur margfaldast en á sama tíma hefur kvörtunum til Persónuverndar vegna slíkra myndavéla fjölgað. 12. september 2022 06:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Töluverð aukning hefur orðið á því að myndbandsupptökur berist lögreglu í þjófnaðarmálum en þær liggja fyrir í fjórða hverju máli. Við sögðum frá því á dögunum í kvöldfréttum að sala á öryggismyndavélum til heimila hefur margfaldast. Það eru þó ekki allir sem átta sig á því að oft á tíðum er myndefnið vistað hjá þeim sem selur búnaðinn. „Þegar að fólk er að setja upp svona búnað þá er það nú oft þannig að það eru ákveðnir notendaskilmálar sem að fólk samþykkir og það er nú þekkt í flestu tilfellum að fólk samþykkir allt án þess að lesa. En í mörgum tilfellum ertu að gefa upplýst samþykki um að það sé hægt að nota þetta myndefni á nánast hvaða hátt sem er af þeim sem er að selja þér þennan búnað,“ segir Valdimar Óskarsson forstjóri Syndis. Þá eru dæmi um það í útlöndum að þeir sem selja búnaðinn hafi afhent lögreglu gögn úr honum án samþykkis eigenda ef grunur hefur verið um refsiverða háttsemi. Slíkt er heimilt Valdimar segir að fólk þurfi að vera meðvitað um hversu oft er verið að taka það upp. „Þú getur varla hreyft þig og í raun ef þú ert að fara inn í fyrirtæki sem er með upptöku í gangi þá ber þér að segja frá því þannig að þú getur tekið þá upplýsta ákvörðun viltu fara þarna inn. Þú veist að það er upptaka í gangi. Við erum að sjá sama vandamál með dróna. Við erum að sjá dróna allt of nálægt húsum og þeir geta verið notaðir í misjöfnum tilgangi. Þannig að það er allt of mikið af þessu. Þú getur varla hreyft þig þá gengur þú fram hjá dyrabjöllu og þú ert tekinn upp án nokkurrar vitundar og þú veist ekkert hvað er gert við þær myndir sem eru teknar upp.“
Netöryggi Lögreglumál Tengdar fréttir Bíður enn eftir afsökun á að hafa verið tekin upp Kona sem varð fyrir því að myndbandi var deilt af henni á samfélagsmiðlum án hennar samþykkis segist aldrei hafa fengið neina afsökunarbeiðni frá þeim sem tók myndbandið upp. Henni hefði þótt vænt um að fá hana. Hún segir það ekki eiga að líðast að svona myndböndum sé deilt án samþykkis. 14. september 2022 15:01 Mikil fjölgun öryggismyndavéla við heimili: Góðkunningjar lögreglu þekkjast oft á upptökum Töluverð aukning hefur orðið á því að myndbandsupptökur berist lögreglu í þjófnaðarmálum, en þær liggja fyrir í fjórða hverju máli. Sala á öryggismyndavélum til heimila hefur margfaldast en á sama tíma hefur kvörtunum til Persónuverndar vegna slíkra myndavéla fjölgað. 12. september 2022 06:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Bíður enn eftir afsökun á að hafa verið tekin upp Kona sem varð fyrir því að myndbandi var deilt af henni á samfélagsmiðlum án hennar samþykkis segist aldrei hafa fengið neina afsökunarbeiðni frá þeim sem tók myndbandið upp. Henni hefði þótt vænt um að fá hana. Hún segir það ekki eiga að líðast að svona myndböndum sé deilt án samþykkis. 14. september 2022 15:01
Mikil fjölgun öryggismyndavéla við heimili: Góðkunningjar lögreglu þekkjast oft á upptökum Töluverð aukning hefur orðið á því að myndbandsupptökur berist lögreglu í þjófnaðarmálum, en þær liggja fyrir í fjórða hverju máli. Sala á öryggismyndavélum til heimila hefur margfaldast en á sama tíma hefur kvörtunum til Persónuverndar vegna slíkra myndavéla fjölgað. 12. september 2022 06:00