KFC hótar að fara í mál við franska knattspyrnusambandið vegna Mbappé Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. september 2022 22:30 Mbappé í leik með franska landsliðinu. Marcio Machado/Getty Images Kentucky Fried Chicken, KFC, í Frakklandi gæti farið í mál við franska knattspyrnusambandið (FFF) þar sem aðalstjarna franska landsliðsins, Kylian Mbappé, neitar að auglýsa skyndibitakeðjuna. Vísir greindi nýverið frá því að hinn 23 ára gamli Mbappé, framherji París Saint-Germain sem og franska landsliðsins, hefði lent upp á kant við forráðamenn FFF. Deilurnar voru vegna ímyndunarréttar Mbappé, það er leikmaðurinn sjálfur og teymi hans vill fá frekari yfirráð yfir þeim á meðan sambandið vill halda hlutunum eins og þeir eru. Núverandi samningur er þannig að Mbappé þarf að sinna ákveðnum skyldum þegar hann er á ferð og flugi með landsliðinu. Það þýðir að hann þarf að auglýsa þau fyrirtæki sem FFF hefur samið við, og það er Mbappé ósáttur með. Svo ósáttur að hann neitaði að mæta í myndatöku fyrir skyndibitakeðjuna með liðsfélögum sínum. Samkvæmt samning KFC og FFF á Mbappé, ásamt þremur öðrum leikmönnum liðsins, að sitja fyrir og auglýsa kjúklingastaðinn. Þar sem Mbappé lét ekki sjá sig gæti farið svo að KFC leiti réttar síns í réttarsal. Alan Beral, aðstoðarframkvæmdastjóri keðjunnar í Frakklandi, staðfesti fyrir hönd KFC að þar sem ekki hefði verið staðið við gerða samninga þá myndi keðan ekki borga sambandinu þá upphæð sem um hafði verið samið. Beral bætti svo við að skyndibitakeðjan gæti farið þá leið að kæra FFF fyrir að standa ekki við gerða samninga. KFC have threatened the French Football Federation with legal action after Kylian Mbappe refused to promote them — GOAL News (@GoalNews) September 21, 2022 Mbappé og félagar í franska landsliðinu mæta Austurríki í Þjóðadeildinni annað kvöld. Frakkland er í neðsta sæti A-riðils og tap myndi þýða að heimsmeistararnir gætu mögulega niður í B-deild Þjóðadeildarinnar. Fótbolti Franski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Fleiri fréttir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Sjá meira
Vísir greindi nýverið frá því að hinn 23 ára gamli Mbappé, framherji París Saint-Germain sem og franska landsliðsins, hefði lent upp á kant við forráðamenn FFF. Deilurnar voru vegna ímyndunarréttar Mbappé, það er leikmaðurinn sjálfur og teymi hans vill fá frekari yfirráð yfir þeim á meðan sambandið vill halda hlutunum eins og þeir eru. Núverandi samningur er þannig að Mbappé þarf að sinna ákveðnum skyldum þegar hann er á ferð og flugi með landsliðinu. Það þýðir að hann þarf að auglýsa þau fyrirtæki sem FFF hefur samið við, og það er Mbappé ósáttur með. Svo ósáttur að hann neitaði að mæta í myndatöku fyrir skyndibitakeðjuna með liðsfélögum sínum. Samkvæmt samning KFC og FFF á Mbappé, ásamt þremur öðrum leikmönnum liðsins, að sitja fyrir og auglýsa kjúklingastaðinn. Þar sem Mbappé lét ekki sjá sig gæti farið svo að KFC leiti réttar síns í réttarsal. Alan Beral, aðstoðarframkvæmdastjóri keðjunnar í Frakklandi, staðfesti fyrir hönd KFC að þar sem ekki hefði verið staðið við gerða samninga þá myndi keðan ekki borga sambandinu þá upphæð sem um hafði verið samið. Beral bætti svo við að skyndibitakeðjan gæti farið þá leið að kæra FFF fyrir að standa ekki við gerða samninga. KFC have threatened the French Football Federation with legal action after Kylian Mbappe refused to promote them — GOAL News (@GoalNews) September 21, 2022 Mbappé og félagar í franska landsliðinu mæta Austurríki í Þjóðadeildinni annað kvöld. Frakkland er í neðsta sæti A-riðils og tap myndi þýða að heimsmeistararnir gætu mögulega niður í B-deild Þjóðadeildarinnar.
Fótbolti Franski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Fleiri fréttir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Sjá meira