„Boltinn lak bara í gegn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. september 2022 20:20 Sandra Sigurðardóttir varði stórkostlega rétt áður en sigurmark Slavia Prag kom. vísir/vilhelm Sandra Sigurðardóttir, markvörður Vals, var svekkt yfir því að liðið hafi ekki sýnt sitt rétta andlit í fyrri hálfleiknum í tapinu fyrir Slavia Prag, 0-1, í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. „Það svíður að við höfum ekki byrjað þennan leik almennilega og spilað eins og við höfum spilað í sumar. Við vorum smá ragar og eitthvað stress í okkur,“ sagði Sandra í samtali við Vísi í leikslok. Mist Edvardsdóttir fór meidd af velli um miðjan fyrri hálfleik og Sandra viðurkennir að það hafi slegið Valskonur aðeins út af laginu. „Það var smá áfall þegar Mist meiddist og auðvitað hefur það áhrif á leikmannahópinn. En við eigum að geta haldið ró því það er hellings reynsla í liðinu. Það vantaði bara að við spiluðum okkar leik og hefðum trú á því sem við vorum að gera,“ sagði Sandra. Eina mark leiksins kom á 26. mínútu. Tereza Kozárová átti þá skot fyrir utan vítateig sem fór í fjærhornið þrátt fyrir að lítil hætta virtist á ferðum. Samherji hennar lét boltann hins vegar fara og það kom flatt upp á Söndru. „Já, það gerði það. Bæði hún og sú sem fylgdi henni. Þetta var svona augnablik, er einhver að fara að snerta boltann eða ekki? Auðvitað vill maður að varnarmaður klári svona en hann lak bara í gegn og lítið við því að gera,“ sagði Sandra. Valsliðið tók sig taki í seinni hálfleik og lék þá miklu betur. En inn vildi boltinn ekki. „Við fengum færi til þess að skora. Það var bjargað á línu og hún [Olivie Lukásová, markvörður Slavia Prag] varði ágætlega. Við sýndum styrk í seinni hálfleik og tökum það með okkur út,“ sagði Sandra en leikurinn í Prag fer fram eftir viku. „Við förum þangað með hugarfarið í botni og ætlum að komast áfram,“ bætti markvörðurinn við. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Í beinni: Stjarnan - Þór/KA | Stjörnukonur geta komist upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Sjá meira
„Það svíður að við höfum ekki byrjað þennan leik almennilega og spilað eins og við höfum spilað í sumar. Við vorum smá ragar og eitthvað stress í okkur,“ sagði Sandra í samtali við Vísi í leikslok. Mist Edvardsdóttir fór meidd af velli um miðjan fyrri hálfleik og Sandra viðurkennir að það hafi slegið Valskonur aðeins út af laginu. „Það var smá áfall þegar Mist meiddist og auðvitað hefur það áhrif á leikmannahópinn. En við eigum að geta haldið ró því það er hellings reynsla í liðinu. Það vantaði bara að við spiluðum okkar leik og hefðum trú á því sem við vorum að gera,“ sagði Sandra. Eina mark leiksins kom á 26. mínútu. Tereza Kozárová átti þá skot fyrir utan vítateig sem fór í fjærhornið þrátt fyrir að lítil hætta virtist á ferðum. Samherji hennar lét boltann hins vegar fara og það kom flatt upp á Söndru. „Já, það gerði það. Bæði hún og sú sem fylgdi henni. Þetta var svona augnablik, er einhver að fara að snerta boltann eða ekki? Auðvitað vill maður að varnarmaður klári svona en hann lak bara í gegn og lítið við því að gera,“ sagði Sandra. Valsliðið tók sig taki í seinni hálfleik og lék þá miklu betur. En inn vildi boltinn ekki. „Við fengum færi til þess að skora. Það var bjargað á línu og hún [Olivie Lukásová, markvörður Slavia Prag] varði ágætlega. Við sýndum styrk í seinni hálfleik og tökum það með okkur út,“ sagði Sandra en leikurinn í Prag fer fram eftir viku. „Við förum þangað með hugarfarið í botni og ætlum að komast áfram,“ bætti markvörðurinn við.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Í beinni: Stjarnan - Þór/KA | Stjörnukonur geta komist upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti