„Hjartað á alltaf heima í Keflavík“ Atli Arason skrifar 21. september 2022 23:01 Birna Valgerður Benónýsdóttir Keflavík.is Birna Valgerður Benónýsdóttir, leikmaður Keflavíkur, lék sinn fyrsta leik fyrir félagið í kvöld eftir endurkomuna frá Bandaríkjunum. Birna lék í sigri gegn nágrönnunum í Njarðvík, lið sem hún var nálægt því semja við áður hún skrifaði undir hjá Keflavík. Samkvæmt ýmsum heimildum Vísis þá voru flest lið á Íslandi á eftir Birnu og þ.m.t. Njarðvík. Birna staðfesti í samtali við Vísi, eftir sigur Keflavík á Njarðvík, að hún var nálægt því að semja Njarðvík fyrr í sumar. „Hvað má maður segja, ég veit það eiginlega ekki. Jú jú, það er vissulega rétt en hjartað á alltaf heima í Keflavík,“ svaraði Birna með stórt bros á vör. Birna er að koma til Keflavíkur frá Binghamton skólanum í Bandaríkjunum en Birna hefur búið í Bandaríkjunum frá árinu 2019. „Það tekur smá stund [að aðlagast aftur]. Ég er að koma frá Bandaríkjunum en boltinn er aðeins öðruvísi þar. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt aðlögunarferli en það tekur smá tíma að komast aftur inn í menninguna. Þetta er samt allt að koma.“ Birna spilaði í 25 mínútur gegn Njarðvík í kvöld og gerði alls sjö stig í 23 stiga sigri Keflavíkur, 95-72. „Mér líður rosalega vel, þetta var mjög skemmtilegur leikur frá A-Ö,“ sagði Birna áður en hún bætti við. „Liðsheild var góð. Við fengum framlag frá öllum í dag eins og sést þegar stigataflan er skoðuð þá vorum við flestar sem skoruðum. Það var þvílík barátta í vörninni hjá okkur allan tíman og við gjörsamlega keyrðum okkur út.“ Næsti leikur Keflavíkur er á útivelli gegn Breiðablik næsta miðvikudag. Birna segir Keflvíkinga ekkert búnar að skoða Breiðablik en næsta vika verður undirlögð í undirbúning. „Núna er bara að nústilla sig og einbeita okkur að Blikum. Við erum bara búnar að einbeita okkur að Njarðvík undanfarið en núna munum við einblína á þær,“ sagði Birna Valgerður Benónýsdóttir, leikmaður Keflavíkur. Keflavík ÍF Subway-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Samkvæmt ýmsum heimildum Vísis þá voru flest lið á Íslandi á eftir Birnu og þ.m.t. Njarðvík. Birna staðfesti í samtali við Vísi, eftir sigur Keflavík á Njarðvík, að hún var nálægt því að semja Njarðvík fyrr í sumar. „Hvað má maður segja, ég veit það eiginlega ekki. Jú jú, það er vissulega rétt en hjartað á alltaf heima í Keflavík,“ svaraði Birna með stórt bros á vör. Birna er að koma til Keflavíkur frá Binghamton skólanum í Bandaríkjunum en Birna hefur búið í Bandaríkjunum frá árinu 2019. „Það tekur smá stund [að aðlagast aftur]. Ég er að koma frá Bandaríkjunum en boltinn er aðeins öðruvísi þar. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt aðlögunarferli en það tekur smá tíma að komast aftur inn í menninguna. Þetta er samt allt að koma.“ Birna spilaði í 25 mínútur gegn Njarðvík í kvöld og gerði alls sjö stig í 23 stiga sigri Keflavíkur, 95-72. „Mér líður rosalega vel, þetta var mjög skemmtilegur leikur frá A-Ö,“ sagði Birna áður en hún bætti við. „Liðsheild var góð. Við fengum framlag frá öllum í dag eins og sést þegar stigataflan er skoðuð þá vorum við flestar sem skoruðum. Það var þvílík barátta í vörninni hjá okkur allan tíman og við gjörsamlega keyrðum okkur út.“ Næsti leikur Keflavíkur er á útivelli gegn Breiðablik næsta miðvikudag. Birna segir Keflvíkinga ekkert búnar að skoða Breiðablik en næsta vika verður undirlögð í undirbúning. „Núna er bara að nústilla sig og einbeita okkur að Blikum. Við erum bara búnar að einbeita okkur að Njarðvík undanfarið en núna munum við einblína á þær,“ sagði Birna Valgerður Benónýsdóttir, leikmaður Keflavíkur.
Keflavík ÍF Subway-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira