Meiri ævintýri Birkir Ingibjartsson skrifar 22. september 2022 07:01 Þegar ég bjó og starfaði í Stokkhólmi fyrir nokkrum árum var ferð mín til og frá vinnu bundin nokkuð föstum skorðum. Ég lagði af stað að heiman á svo til sama tíma, stóð á sama stað á brautarpallinum, beið eftir sama vagni með lestinni, skipti um lest í Gamla Stan, fór út á Medborgarplatsen hvar ég notaði alltaf sama útganginn og labbaði svo um 800m leið eftir sömu götunni í vinnuna. Þar biðu mín fjölbreyttari vinnudagar. Yfir þetta rúma ár eða svo sem ég fór þessa leið fóru fljótt að koma í ljós ákveðin mynstur. Það var svipaður hópur unglinga sem stóð á brautarpallinum dag frá degi, sama konan sat alltaf í sætinu við dyrnar í lestinni og alltaf brosti maður kumpánlega til kallsins sem spilaði á harmonikku við útganginn á lestarstöðinni. Síðasti spölurinn í vinnuna var um götu sem ber nafnið Tjärhovsgatan. Við hana standa leikskóli, grunnskóli, kaffihús, tannlæknir, hjólabrettagarður, gallerí, slökkvistöð og margt fleira. Á þessum 800m kafla frá lestarstöðinni að vinnunni var oft eins og ákveðið leikrit færi af stað, líkt og ég væri staddur í The Truman Show eða raunverulega að sami dagurinn ætti sér stað aftur og aftur og aftur. Sérstaklega grunaði ég um græsku litlu svartklæddu gömlu konuna með stafinn sem tók oft framúr mér á röltinu eða gráhærða kallinn í rauðu úlpunni sem hjólaði yfir götuna á svona skrítnu liggjandi hjóli strax í kjölfar þess að sæta stelpan með hvíta labradorinn hljóp framhjá. Þó ég hafi aldrei yrt á þetta fólk og í raun varla svo lítið sem brosað til þeirra tengdist ég þeim einhverjum skrítnum böndum. Oft í viku deildum við stuttri stund í borginni áður en dagurinn fór almennilega af stað hjá okkur öllum í sitthvoru lagi og satt að segja hugsa ég oft til þessara gömlu vina minna. Ætli þau hugsi stundum til mín? Þegar við löbbum, hjólum, tökum strætó eða nýtum hvers kyns annan virkan ferðamáta á ferðum okkar um borgina erum við þátttakendur í borgarlífinu. Við erum hluti af borginni og mannlífi þess en ekki afmörkuð við lokað rými bílsins þar sem lang flest sitja ein og bíða eftir að bíllinn fyrir framan mjakist áfram. Þar gerast fá ævíntýri en þegar við göngum eða hjólum eru þau mögulega bara handan við næsta horn. Í dag, 22. september, er bíllausi dagurinn og hvet ég ykkur að því tilefni til að skilja bílinn eftir heima og njóta borgarinnar hvert svo sem leiðin liggur. Hver veit nema þið rekist á gamlan vin á gönguljósunum yfir Miklubraut eða komist að því að þrír erlendir njósnarar séu að fylgjast með hverju skrefi ykkar. Ævintýri enn gerast. Höfundur er arkitekt, áhugamaður um bíllausan lífstíl og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birkir Ingibjartsson Samgöngur Bílar Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Þegar ég bjó og starfaði í Stokkhólmi fyrir nokkrum árum var ferð mín til og frá vinnu bundin nokkuð föstum skorðum. Ég lagði af stað að heiman á svo til sama tíma, stóð á sama stað á brautarpallinum, beið eftir sama vagni með lestinni, skipti um lest í Gamla Stan, fór út á Medborgarplatsen hvar ég notaði alltaf sama útganginn og labbaði svo um 800m leið eftir sömu götunni í vinnuna. Þar biðu mín fjölbreyttari vinnudagar. Yfir þetta rúma ár eða svo sem ég fór þessa leið fóru fljótt að koma í ljós ákveðin mynstur. Það var svipaður hópur unglinga sem stóð á brautarpallinum dag frá degi, sama konan sat alltaf í sætinu við dyrnar í lestinni og alltaf brosti maður kumpánlega til kallsins sem spilaði á harmonikku við útganginn á lestarstöðinni. Síðasti spölurinn í vinnuna var um götu sem ber nafnið Tjärhovsgatan. Við hana standa leikskóli, grunnskóli, kaffihús, tannlæknir, hjólabrettagarður, gallerí, slökkvistöð og margt fleira. Á þessum 800m kafla frá lestarstöðinni að vinnunni var oft eins og ákveðið leikrit færi af stað, líkt og ég væri staddur í The Truman Show eða raunverulega að sami dagurinn ætti sér stað aftur og aftur og aftur. Sérstaklega grunaði ég um græsku litlu svartklæddu gömlu konuna með stafinn sem tók oft framúr mér á röltinu eða gráhærða kallinn í rauðu úlpunni sem hjólaði yfir götuna á svona skrítnu liggjandi hjóli strax í kjölfar þess að sæta stelpan með hvíta labradorinn hljóp framhjá. Þó ég hafi aldrei yrt á þetta fólk og í raun varla svo lítið sem brosað til þeirra tengdist ég þeim einhverjum skrítnum böndum. Oft í viku deildum við stuttri stund í borginni áður en dagurinn fór almennilega af stað hjá okkur öllum í sitthvoru lagi og satt að segja hugsa ég oft til þessara gömlu vina minna. Ætli þau hugsi stundum til mín? Þegar við löbbum, hjólum, tökum strætó eða nýtum hvers kyns annan virkan ferðamáta á ferðum okkar um borgina erum við þátttakendur í borgarlífinu. Við erum hluti af borginni og mannlífi þess en ekki afmörkuð við lokað rými bílsins þar sem lang flest sitja ein og bíða eftir að bíllinn fyrir framan mjakist áfram. Þar gerast fá ævíntýri en þegar við göngum eða hjólum eru þau mögulega bara handan við næsta horn. Í dag, 22. september, er bíllausi dagurinn og hvet ég ykkur að því tilefni til að skilja bílinn eftir heima og njóta borgarinnar hvert svo sem leiðin liggur. Hver veit nema þið rekist á gamlan vin á gönguljósunum yfir Miklubraut eða komist að því að þrír erlendir njósnarar séu að fylgjast með hverju skrefi ykkar. Ævintýri enn gerast. Höfundur er arkitekt, áhugamaður um bíllausan lífstíl og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun