Í hrekknum hringdi hann í Hamborgarafabrikkuna að panta borð og furða sig á því hvers vegna það væri ekki til hamborgari undir sínu nafni.
„Finnst þér ekki vanta Pál Óskar? Mér finnst vanta svona alvöru dívu borgara. Ekki Svölu borgara, meira svona Pál Óskar borgara. Geturðu búið til bara Pál Óskar borgara, sem væri með svona pallíettu fána og pallíettu skrauti, bara glimmer all the way?“ Spurði hann starfsmanninn.
Starfsmaður Hamborgarafabrikkunnar lét þó ekki blekkjast og sagðist þurfa að ræða málið við Pál Óskar sjálfan.
Klippuna má heyra hér að neðan:
Hér má heyra þáttinn í heild sinni.