„Erum með íslensku þjóðina á bakvið okkur hérna“ Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2022 09:32 Orri Steinn Óskarsson með hárið í lagi fyrir æfingu U21-landsliðsins í gær. vísir/Arnar „Við erum með mjög gott lið og höfum fulla trú á okkur sjálfum. Við vitum hvað við getum gert sem lið, keyrum á þá og gerum okkar allra besta til að ná í úrslit,“ segir framherjinn ungi Orri Óskarsson fyrir einvígið við Tékkland sem hefst í dag. Ísland og Tékkland eigast við á Víkingsvelli klukkan 16 í fyrri umspilsleik liðanna um sæti á EM U21-landsliða í fótbolta. Seinni leikurinn er svo í Tékklandi næsta þriðjudag. Sigurliðið verður í hópi þeirra sextán liða sem spila í sjálfri lokakeppninni næsta sumar. „Við þurfum að njóta þess að spila svona stóra leiki. Þetta eru liðin sem við viljum keppast við. Við þurfum að njóta þess og þannig komumst við í gegnum þetta. Við erum með íslensku þjóðina á bakvið okkur hérna í Víkinni og það hjálpar mjög mikið. Það koma allir hingað til að styðja og það er mjög mikilvægt fyrir okkur,“ segir Orri en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Orri um umspilið í dag og breytingar hjá FCK Þrátt fyrir að vera aðeins nýorðinn 18 ára er Orri farinn að gera sig gildandi hjá danska stórveldinu FC Kaupmannahöfn, og þegar búinn að spila sínar fyrstu mínútur með aðalliði félagsins. Þær mínútur spilaði hann undir stjórn Jess Thorup sem var rekinn í þessari viku og Orri segir söknuð af honum. Mjög leiðinlegt að sjá hann fara „Hann er mjög góður maður og góður þjálfari, og hafði mikla trú á ungum leikmönnum. Hann gaf mér sénsinn; fyrsta leikinn minn [með aðalliði FCK], svo það var auðvitað mjög leiðinlegt að sjá hann fara. En síðan er að sjálfsögðu frábært að fá [Jacob] Neestrup inn. Hann er flottur þjálfari sem gerði vel sem bæði aðstoðar- og aðalþjálfari hjá Viborg. Þetta er flott tækifæri fyrir hann og við ætlum að gera okkar besta með honum.“ Orri segist ekki óttast að með nýjum þjálfara fylgi stefnubreyting varðandi það að nota unga leikmenn: „Það er í kúltúrnum hjá FCK síðustu tvö ár að gefa ungum leikmönnum séns og það á stóran part í því hvernig FCK hefur þróast fram á við. Við komumst í Meistaradeildina og unnum dönsku deildina, og ungu leikmennirnir stigu upp og spiluðu mjög stóran part í því, eins og til dæmis Hákon [Arnar Haraldsson], Ísak [Bergmann Jóhannesson] og margir ungir, danskir leikmenn. Núna er komið að okkur sem erum að koma upp í ár að sýna að við getum líka gert þetta,“ segir Orri sem var í leikmannahópi FCK gegn Sevilla í Meistaradeildinni á dögunum: „Það er svolítið súrrealískt að hugsa til þess að fyrir þremur árum var maður í Inkasso-deildinni [með Gróttu] og svo er maður mættur á fullan Parken í Meistaradeildinni. En þetta er það sem maður stefnir að og vill gera sem leikmaður. Ég nýt þess bara og þegar ég kem inn á þarf ég að sýna hvað ég er góður.“ EM U21 í fótbolta 2023 Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Sjá meira
Ísland og Tékkland eigast við á Víkingsvelli klukkan 16 í fyrri umspilsleik liðanna um sæti á EM U21-landsliða í fótbolta. Seinni leikurinn er svo í Tékklandi næsta þriðjudag. Sigurliðið verður í hópi þeirra sextán liða sem spila í sjálfri lokakeppninni næsta sumar. „Við þurfum að njóta þess að spila svona stóra leiki. Þetta eru liðin sem við viljum keppast við. Við þurfum að njóta þess og þannig komumst við í gegnum þetta. Við erum með íslensku þjóðina á bakvið okkur hérna í Víkinni og það hjálpar mjög mikið. Það koma allir hingað til að styðja og það er mjög mikilvægt fyrir okkur,“ segir Orri en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Orri um umspilið í dag og breytingar hjá FCK Þrátt fyrir að vera aðeins nýorðinn 18 ára er Orri farinn að gera sig gildandi hjá danska stórveldinu FC Kaupmannahöfn, og þegar búinn að spila sínar fyrstu mínútur með aðalliði félagsins. Þær mínútur spilaði hann undir stjórn Jess Thorup sem var rekinn í þessari viku og Orri segir söknuð af honum. Mjög leiðinlegt að sjá hann fara „Hann er mjög góður maður og góður þjálfari, og hafði mikla trú á ungum leikmönnum. Hann gaf mér sénsinn; fyrsta leikinn minn [með aðalliði FCK], svo það var auðvitað mjög leiðinlegt að sjá hann fara. En síðan er að sjálfsögðu frábært að fá [Jacob] Neestrup inn. Hann er flottur þjálfari sem gerði vel sem bæði aðstoðar- og aðalþjálfari hjá Viborg. Þetta er flott tækifæri fyrir hann og við ætlum að gera okkar besta með honum.“ Orri segist ekki óttast að með nýjum þjálfara fylgi stefnubreyting varðandi það að nota unga leikmenn: „Það er í kúltúrnum hjá FCK síðustu tvö ár að gefa ungum leikmönnum séns og það á stóran part í því hvernig FCK hefur þróast fram á við. Við komumst í Meistaradeildina og unnum dönsku deildina, og ungu leikmennirnir stigu upp og spiluðu mjög stóran part í því, eins og til dæmis Hákon [Arnar Haraldsson], Ísak [Bergmann Jóhannesson] og margir ungir, danskir leikmenn. Núna er komið að okkur sem erum að koma upp í ár að sýna að við getum líka gert þetta,“ segir Orri sem var í leikmannahópi FCK gegn Sevilla í Meistaradeildinni á dögunum: „Það er svolítið súrrealískt að hugsa til þess að fyrir þremur árum var maður í Inkasso-deildinni [með Gróttu] og svo er maður mættur á fullan Parken í Meistaradeildinni. En þetta er það sem maður stefnir að og vill gera sem leikmaður. Ég nýt þess bara og þegar ég kem inn á þarf ég að sýna hvað ég er góður.“
EM U21 í fótbolta 2023 Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Sjá meira