„Fengum á okkur tvö ódýr mörk og það skildi liðin að“ Andri Már Eggertsson skrifar 23. september 2022 19:45 Brynjólfur Andersen Willumsson í leik kvöldsins. Hann var frekar einangraður upp á topp hjá íslenska liðinu. Vísir/Diego „Þetta var eiginlega bara stál í stál en þeir refsuðu okkur betur, tóku þau færi sem þeir fengu,“ sagði fyrirliðinn Brynjólfur Andersen Willumsson eftir súrt 2-1 tap Ú-21 árs landslið Íslands gegn Tékklandi í fyrri leik liðanna um sæti á Evrópumótinu sem fram fer á næsta ári. „Voru svo sem engin rosaleg færi, fengum tvo ódýr mörk á okkur og það skildi liðin að,“ bætti Brynjólfur við um leik kvöldsins sem fram fór í Víkinni. „Fyrri hálfleikurinn var fínn en við vorum ekki að ná að skapa nein færi. Vorum að komast í ágætar stöður en komum boltanum aldrei inn í vítateig. Við náðum að komast í gegnum fyrstu pressuna þeirra en náðum aldrei að komast í gegnum hinn pakkann. Þurfum að skoða hvað er hægt að laga og tökum það með okkur út,“ sagði fyrirliðinn einnig. Síðari leikur liðanna fer fram í Tékklandi á þriðjudaginn kemur. „Eins og ég segi, þetta var fyrirgjöf langt utan af kanti og við eigum að vera sterkir þar. Þeir bara refsa ef þú gefur þeim svona sénsa og þannig eru úrslitaleikir,“ sagði Brynjólfur um seinna mark Tékklands en hann var mjög einangraður á löngum köflum sem fremsti maður Íslands. „Maður er vanur því, hægt að enda einangraður upp á topp og það er erfitt en maður verður bara að taka slaginn. Þeir eru líkamlega sterkir en hefðum við náð að dæla fleiri boltum inn á teig hefði ég kannski getað fengið fleiri sénsa. Stundum verður bara að taka slaginn, þetta var svolítið einangrað hjá okkur öllum sem voru ofarlega á vellinum.“ „Menn finna hvernig er að tapa hérna og það hvetur menn áfram. Held það þurfi ekki að segja neitt, menn verða vel mótíveraðir fyrir leikinn úti,“ sagði Brynjólfur Andersen Willumsson, fyrirliði íslenska U-21 árs landsliðsins að endingu. Fótbolti EM U21 í fótbolta 2023 Landslið karla í fótbolta Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
„Voru svo sem engin rosaleg færi, fengum tvo ódýr mörk á okkur og það skildi liðin að,“ bætti Brynjólfur við um leik kvöldsins sem fram fór í Víkinni. „Fyrri hálfleikurinn var fínn en við vorum ekki að ná að skapa nein færi. Vorum að komast í ágætar stöður en komum boltanum aldrei inn í vítateig. Við náðum að komast í gegnum fyrstu pressuna þeirra en náðum aldrei að komast í gegnum hinn pakkann. Þurfum að skoða hvað er hægt að laga og tökum það með okkur út,“ sagði fyrirliðinn einnig. Síðari leikur liðanna fer fram í Tékklandi á þriðjudaginn kemur. „Eins og ég segi, þetta var fyrirgjöf langt utan af kanti og við eigum að vera sterkir þar. Þeir bara refsa ef þú gefur þeim svona sénsa og þannig eru úrslitaleikir,“ sagði Brynjólfur um seinna mark Tékklands en hann var mjög einangraður á löngum köflum sem fremsti maður Íslands. „Maður er vanur því, hægt að enda einangraður upp á topp og það er erfitt en maður verður bara að taka slaginn. Þeir eru líkamlega sterkir en hefðum við náð að dæla fleiri boltum inn á teig hefði ég kannski getað fengið fleiri sénsa. Stundum verður bara að taka slaginn, þetta var svolítið einangrað hjá okkur öllum sem voru ofarlega á vellinum.“ „Menn finna hvernig er að tapa hérna og það hvetur menn áfram. Held það þurfi ekki að segja neitt, menn verða vel mótíveraðir fyrir leikinn úti,“ sagði Brynjólfur Andersen Willumsson, fyrirliði íslenska U-21 árs landsliðsins að endingu.
Fótbolti EM U21 í fótbolta 2023 Landslið karla í fótbolta Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira