Áfram gríðarlegt álag á heilsugæslunni þó sumrinu sé að ljúka Fanndís Birna Logadóttir skrifar 23. september 2022 19:31 Sigríður Dóra Magnúsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Sigurjón Gríðarlegt álag er á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins um þessar mundir. Mönnun er að komast í eðlilegt horf eftir sumarið en nú tekur við uppsöfnuð þörf eftir síðustu tvö ár. Framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir nokkra bið eftir tímum og býst við að róðurinn verði áfram þungur. Mikið álag var á heilsugæslustöðvum landsins í sumar en þó að sumrinu sé nú lokið er ekkert að draga úr álaginu, að sögn Sigríðar Dóru Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Nú eru menn bara að reyna að taka uppsöfnuð námsleyfi og sumarfrí sem ekki gafst tími til að taka þessi síðustu tvö ár,“ segir hún. „Mönnunin er alveg að komast í venjulegt horf en hins vegar er uppsöfnuð þörf eftir þjónustu eftir allan þennan Covid tíma sem við erum mikið að finna fyrir.“ Þá hjálpi haustpestirnar ekki til og er mikil bið eftir tímum. Á einhverjum stöðvum var ekki tekið við tímabókunum í sumar en þær eru nú byrjaðar aftur. Einhverra vikna bið er þó til staðar ef að ekki er um bráð tilfelli að ræða og jafnvel þá er einhver bið utan dagvinnutíma. „Við verðum bara að hvetja fólk, ef það þarf bráðaþjónustu, að hafa þá samband við dagvaktirnar, þar er alltaf hægt að fá þjónustu á öllum stöðvum en líka að hugsa sig um hvort það geti notað eigin ráð áður en það mætir,“ segir Sigríður. Aðrar heilbrigðisstofnanir glími einnig við mikið álag og líklega verði staðan áfram erfið fram á vetur. „Ég er nú voða hrædd um það af því að það vantar náttúrulega bara fleira starfsfólk inn á heilsugæslustöðvarnar almennt, okkur vantar lækna og hjúkrunarfræðinga og flestar starfsstéttir. Þó að við reynum allt sem við getum að koma málum í réttan farveg þá vantar í grunninn starfsfólk,“ segir Sigríður. Um langvinnan vanda sé að ræða enda vanti starfsfólk alls staðar auk þess sem þeir læknar og hjúkrunarfræðingar sem verið er að mennta núna svari ekki eftirspurninni. „Varðandi sérnámslækna til dæmis þá er eitt til tvö ár í að það útskrifist nógu margir til að taka við af öllum þeim fjölda sem er að fara að nálgast eftirlaun af heimilislæknum, þannig þetta verður áfram þungt í heildina,“ segir Sigríður. Heilsugæsla Heilbrigðismál Tengdar fréttir Heilsugæslan hvetur fólk til að æla heima: „Þetta er að gefnu tilefni“ Heilsugæslan biðlar til landsmanna að æla heima og bendir réttilega á að það sé hvimleitt að fá niðurgang í bílnum í nýrri auglýsingaherferð. En hvers vegna þykja þessi skilaboð nauðsynleg? 11. september 2022 21:15 Óttast að missa unga og ferska lækna annað vegna mikils álags Skortur er á heimilislæknum víða á landinu og er viðbúið að staðan versni. Fjöldi lækna er á leið á eftirlaun og sérnámslæknar ná ekki að fylla í skarðið jafn hratt. Formaður félags íslenskra heimilislækna óttast að aukið álag fæli yngra fólk frá starfinu þar sem þeir upplifi strax kulnun. Þörf sé á heildrænni endurskoðun í kerfinu öllu þar sem ljóst sé að sami vandi leynist víða. 4. ágúst 2022 21:01 Símatímar falla niður vegna manneklu Símatímar heilsugæslulækna Heilbrigðisstofnun Vesturlands falla niður í dag vegna manneklu. Í símsvara Heilbrigðisstofnunarinnar er beðist velvirðingar á því að símatímarnir falli niður. 27. júlí 2022 11:44 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira
Mikið álag var á heilsugæslustöðvum landsins í sumar en þó að sumrinu sé nú lokið er ekkert að draga úr álaginu, að sögn Sigríðar Dóru Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Nú eru menn bara að reyna að taka uppsöfnuð námsleyfi og sumarfrí sem ekki gafst tími til að taka þessi síðustu tvö ár,“ segir hún. „Mönnunin er alveg að komast í venjulegt horf en hins vegar er uppsöfnuð þörf eftir þjónustu eftir allan þennan Covid tíma sem við erum mikið að finna fyrir.“ Þá hjálpi haustpestirnar ekki til og er mikil bið eftir tímum. Á einhverjum stöðvum var ekki tekið við tímabókunum í sumar en þær eru nú byrjaðar aftur. Einhverra vikna bið er þó til staðar ef að ekki er um bráð tilfelli að ræða og jafnvel þá er einhver bið utan dagvinnutíma. „Við verðum bara að hvetja fólk, ef það þarf bráðaþjónustu, að hafa þá samband við dagvaktirnar, þar er alltaf hægt að fá þjónustu á öllum stöðvum en líka að hugsa sig um hvort það geti notað eigin ráð áður en það mætir,“ segir Sigríður. Aðrar heilbrigðisstofnanir glími einnig við mikið álag og líklega verði staðan áfram erfið fram á vetur. „Ég er nú voða hrædd um það af því að það vantar náttúrulega bara fleira starfsfólk inn á heilsugæslustöðvarnar almennt, okkur vantar lækna og hjúkrunarfræðinga og flestar starfsstéttir. Þó að við reynum allt sem við getum að koma málum í réttan farveg þá vantar í grunninn starfsfólk,“ segir Sigríður. Um langvinnan vanda sé að ræða enda vanti starfsfólk alls staðar auk þess sem þeir læknar og hjúkrunarfræðingar sem verið er að mennta núna svari ekki eftirspurninni. „Varðandi sérnámslækna til dæmis þá er eitt til tvö ár í að það útskrifist nógu margir til að taka við af öllum þeim fjölda sem er að fara að nálgast eftirlaun af heimilislæknum, þannig þetta verður áfram þungt í heildina,“ segir Sigríður.
Heilsugæsla Heilbrigðismál Tengdar fréttir Heilsugæslan hvetur fólk til að æla heima: „Þetta er að gefnu tilefni“ Heilsugæslan biðlar til landsmanna að æla heima og bendir réttilega á að það sé hvimleitt að fá niðurgang í bílnum í nýrri auglýsingaherferð. En hvers vegna þykja þessi skilaboð nauðsynleg? 11. september 2022 21:15 Óttast að missa unga og ferska lækna annað vegna mikils álags Skortur er á heimilislæknum víða á landinu og er viðbúið að staðan versni. Fjöldi lækna er á leið á eftirlaun og sérnámslæknar ná ekki að fylla í skarðið jafn hratt. Formaður félags íslenskra heimilislækna óttast að aukið álag fæli yngra fólk frá starfinu þar sem þeir upplifi strax kulnun. Þörf sé á heildrænni endurskoðun í kerfinu öllu þar sem ljóst sé að sami vandi leynist víða. 4. ágúst 2022 21:01 Símatímar falla niður vegna manneklu Símatímar heilsugæslulækna Heilbrigðisstofnun Vesturlands falla niður í dag vegna manneklu. Í símsvara Heilbrigðisstofnunarinnar er beðist velvirðingar á því að símatímarnir falli niður. 27. júlí 2022 11:44 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira
Heilsugæslan hvetur fólk til að æla heima: „Þetta er að gefnu tilefni“ Heilsugæslan biðlar til landsmanna að æla heima og bendir réttilega á að það sé hvimleitt að fá niðurgang í bílnum í nýrri auglýsingaherferð. En hvers vegna þykja þessi skilaboð nauðsynleg? 11. september 2022 21:15
Óttast að missa unga og ferska lækna annað vegna mikils álags Skortur er á heimilislæknum víða á landinu og er viðbúið að staðan versni. Fjöldi lækna er á leið á eftirlaun og sérnámslæknar ná ekki að fylla í skarðið jafn hratt. Formaður félags íslenskra heimilislækna óttast að aukið álag fæli yngra fólk frá starfinu þar sem þeir upplifi strax kulnun. Þörf sé á heildrænni endurskoðun í kerfinu öllu þar sem ljóst sé að sami vandi leynist víða. 4. ágúst 2022 21:01
Símatímar falla niður vegna manneklu Símatímar heilsugæslulækna Heilbrigðisstofnun Vesturlands falla niður í dag vegna manneklu. Í símsvara Heilbrigðisstofnunarinnar er beðist velvirðingar á því að símatímarnir falli niður. 27. júlí 2022 11:44