Íslenski hesturinn á forsíðu New York Times Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. september 2022 20:35 Katrín Ólína Sigurðardóttir á Skeiðvöllum, ásamt Stormi, sem er á forsíðu New York Times Magazine blaðsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hesturinn Stormur, sem er blesóttur, níu vetra verður heimsfrægur á morgun, því hann prýðir forsíðu New York Times Magazine blaðsins, sem kemur þá út. 150 milljónir manna eru áskrifendur af blaðinu á netinu, og blaðið verður líka gefið út í milljónum prentaðra eintaka. Davíð Jónsson og Katrín Ólína Sigurðardóttir eiga hestabúgarðinn Skeiðvelli í Rangárþingi ytra þar sem þau eru með um hundrað hross. Þau þjónusta mikið ferðamenn, sem koma í ferðir í hestaleigunni hjá þeim og eru Bandaríkjamenn þar áberandi. Nýlega voru ljósmyndarar frá New York Times á Skeiðvöllum í tvo daga til að mynda hestana og hesturinn Stormur frá Hamrahóli er á forsíðu blaðsins. „Já, hann er bara algjör stjarna, stór og fallegur,“ segir Katrín og bætir við. „Ég var ekki alveg að trúa þessu fyrst en svo þegar það var búið að ráða True Nord líka í verkefnið þá sá ég að það var fúlasta alvara á bak við þetta og við bara tókum þátt í þessu.“ Ljósmyndastúdíói var komið fyrir í hesthúsinu þar sem 17 hestar á búinu voru myndaðir í bak og fyrir og verða þær myndir notaðar í blaðinu á nokkrum blaðsíðum, sem kynning á íslenska hestinum. „Þetta eru mjög listrænar myndir, við skulum bara segja það. Það eru miklir litir, ekkert endilega allar í fókus, þetta eru svona allt öðruvísi hestamyndir en maður hefur séð áður að minnsta kosti,“ segir Katrín og hlær. Hestarnir stóðu sig einstaklega vel í myndatökunni.Aðsend “Þetta fær mikla dreifingu því það eru um 150 milljón manns, sem eru áskrifendur af þessu blaði á netinu og einhver milljón eintaka, sem eru prentuð líka. Þetta er góð kynning fyrir íslenska hestinn, mér finnst það alveg frábært,“ segir Katrín. En af hverju er íslenski hesturinn svona vinsæll í útlöndum? „Ég er búin að finna þessar vinsældir bara hérna í sumar hjá okkur, en við erum búin að fá rosalega mikið af hópum til okkar frá Bandaríkjunum á hestasýningar og þá er svolítið gaman að geta bætt þessu við kynninguna, sagt þeim frá þessu, að kíkja í þetta blað þegar það kemur út,“ segir Katrín stolt af íslenska hestinum og þeirri athygli, sem hann er að fá í New York Times og víðar. Hér er Stormur á forsíðunni en myndir af fullt af öðrum hestum frá Skeiðvöllum eru svo inn í blaðinu.Aðsend Rangárþing ytra Hestar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Sjá meira
Davíð Jónsson og Katrín Ólína Sigurðardóttir eiga hestabúgarðinn Skeiðvelli í Rangárþingi ytra þar sem þau eru með um hundrað hross. Þau þjónusta mikið ferðamenn, sem koma í ferðir í hestaleigunni hjá þeim og eru Bandaríkjamenn þar áberandi. Nýlega voru ljósmyndarar frá New York Times á Skeiðvöllum í tvo daga til að mynda hestana og hesturinn Stormur frá Hamrahóli er á forsíðu blaðsins. „Já, hann er bara algjör stjarna, stór og fallegur,“ segir Katrín og bætir við. „Ég var ekki alveg að trúa þessu fyrst en svo þegar það var búið að ráða True Nord líka í verkefnið þá sá ég að það var fúlasta alvara á bak við þetta og við bara tókum þátt í þessu.“ Ljósmyndastúdíói var komið fyrir í hesthúsinu þar sem 17 hestar á búinu voru myndaðir í bak og fyrir og verða þær myndir notaðar í blaðinu á nokkrum blaðsíðum, sem kynning á íslenska hestinum. „Þetta eru mjög listrænar myndir, við skulum bara segja það. Það eru miklir litir, ekkert endilega allar í fókus, þetta eru svona allt öðruvísi hestamyndir en maður hefur séð áður að minnsta kosti,“ segir Katrín og hlær. Hestarnir stóðu sig einstaklega vel í myndatökunni.Aðsend “Þetta fær mikla dreifingu því það eru um 150 milljón manns, sem eru áskrifendur af þessu blaði á netinu og einhver milljón eintaka, sem eru prentuð líka. Þetta er góð kynning fyrir íslenska hestinn, mér finnst það alveg frábært,“ segir Katrín. En af hverju er íslenski hesturinn svona vinsæll í útlöndum? „Ég er búin að finna þessar vinsældir bara hérna í sumar hjá okkur, en við erum búin að fá rosalega mikið af hópum til okkar frá Bandaríkjunum á hestasýningar og þá er svolítið gaman að geta bætt þessu við kynninguna, sagt þeim frá þessu, að kíkja í þetta blað þegar það kemur út,“ segir Katrín stolt af íslenska hestinum og þeirri athygli, sem hann er að fá í New York Times og víðar. Hér er Stormur á forsíðunni en myndir af fullt af öðrum hestum frá Skeiðvöllum eru svo inn í blaðinu.Aðsend
Rangárþing ytra Hestar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Sjá meira