Íslenski hesturinn á forsíðu New York Times Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. september 2022 20:35 Katrín Ólína Sigurðardóttir á Skeiðvöllum, ásamt Stormi, sem er á forsíðu New York Times Magazine blaðsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hesturinn Stormur, sem er blesóttur, níu vetra verður heimsfrægur á morgun, því hann prýðir forsíðu New York Times Magazine blaðsins, sem kemur þá út. 150 milljónir manna eru áskrifendur af blaðinu á netinu, og blaðið verður líka gefið út í milljónum prentaðra eintaka. Davíð Jónsson og Katrín Ólína Sigurðardóttir eiga hestabúgarðinn Skeiðvelli í Rangárþingi ytra þar sem þau eru með um hundrað hross. Þau þjónusta mikið ferðamenn, sem koma í ferðir í hestaleigunni hjá þeim og eru Bandaríkjamenn þar áberandi. Nýlega voru ljósmyndarar frá New York Times á Skeiðvöllum í tvo daga til að mynda hestana og hesturinn Stormur frá Hamrahóli er á forsíðu blaðsins. „Já, hann er bara algjör stjarna, stór og fallegur,“ segir Katrín og bætir við. „Ég var ekki alveg að trúa þessu fyrst en svo þegar það var búið að ráða True Nord líka í verkefnið þá sá ég að það var fúlasta alvara á bak við þetta og við bara tókum þátt í þessu.“ Ljósmyndastúdíói var komið fyrir í hesthúsinu þar sem 17 hestar á búinu voru myndaðir í bak og fyrir og verða þær myndir notaðar í blaðinu á nokkrum blaðsíðum, sem kynning á íslenska hestinum. „Þetta eru mjög listrænar myndir, við skulum bara segja það. Það eru miklir litir, ekkert endilega allar í fókus, þetta eru svona allt öðruvísi hestamyndir en maður hefur séð áður að minnsta kosti,“ segir Katrín og hlær. Hestarnir stóðu sig einstaklega vel í myndatökunni.Aðsend “Þetta fær mikla dreifingu því það eru um 150 milljón manns, sem eru áskrifendur af þessu blaði á netinu og einhver milljón eintaka, sem eru prentuð líka. Þetta er góð kynning fyrir íslenska hestinn, mér finnst það alveg frábært,“ segir Katrín. En af hverju er íslenski hesturinn svona vinsæll í útlöndum? „Ég er búin að finna þessar vinsældir bara hérna í sumar hjá okkur, en við erum búin að fá rosalega mikið af hópum til okkar frá Bandaríkjunum á hestasýningar og þá er svolítið gaman að geta bætt þessu við kynninguna, sagt þeim frá þessu, að kíkja í þetta blað þegar það kemur út,“ segir Katrín stolt af íslenska hestinum og þeirri athygli, sem hann er að fá í New York Times og víðar. Hér er Stormur á forsíðunni en myndir af fullt af öðrum hestum frá Skeiðvöllum eru svo inn í blaðinu.Aðsend Rangárþing ytra Hestar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Davíð Jónsson og Katrín Ólína Sigurðardóttir eiga hestabúgarðinn Skeiðvelli í Rangárþingi ytra þar sem þau eru með um hundrað hross. Þau þjónusta mikið ferðamenn, sem koma í ferðir í hestaleigunni hjá þeim og eru Bandaríkjamenn þar áberandi. Nýlega voru ljósmyndarar frá New York Times á Skeiðvöllum í tvo daga til að mynda hestana og hesturinn Stormur frá Hamrahóli er á forsíðu blaðsins. „Já, hann er bara algjör stjarna, stór og fallegur,“ segir Katrín og bætir við. „Ég var ekki alveg að trúa þessu fyrst en svo þegar það var búið að ráða True Nord líka í verkefnið þá sá ég að það var fúlasta alvara á bak við þetta og við bara tókum þátt í þessu.“ Ljósmyndastúdíói var komið fyrir í hesthúsinu þar sem 17 hestar á búinu voru myndaðir í bak og fyrir og verða þær myndir notaðar í blaðinu á nokkrum blaðsíðum, sem kynning á íslenska hestinum. „Þetta eru mjög listrænar myndir, við skulum bara segja það. Það eru miklir litir, ekkert endilega allar í fókus, þetta eru svona allt öðruvísi hestamyndir en maður hefur séð áður að minnsta kosti,“ segir Katrín og hlær. Hestarnir stóðu sig einstaklega vel í myndatökunni.Aðsend “Þetta fær mikla dreifingu því það eru um 150 milljón manns, sem eru áskrifendur af þessu blaði á netinu og einhver milljón eintaka, sem eru prentuð líka. Þetta er góð kynning fyrir íslenska hestinn, mér finnst það alveg frábært,“ segir Katrín. En af hverju er íslenski hesturinn svona vinsæll í útlöndum? „Ég er búin að finna þessar vinsældir bara hérna í sumar hjá okkur, en við erum búin að fá rosalega mikið af hópum til okkar frá Bandaríkjunum á hestasýningar og þá er svolítið gaman að geta bætt þessu við kynninguna, sagt þeim frá þessu, að kíkja í þetta blað þegar það kemur út,“ segir Katrín stolt af íslenska hestinum og þeirri athygli, sem hann er að fá í New York Times og víðar. Hér er Stormur á forsíðunni en myndir af fullt af öðrum hestum frá Skeiðvöllum eru svo inn í blaðinu.Aðsend
Rangárþing ytra Hestar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira