Mjög stoltur en vill enda með bræðrunum á Húsavík Sindri Sverrisson skrifar 26. september 2022 11:00 Hallgrímur Mar Steingrímsson í viðtali á nýja vellinum sem KA hóf að spila heimaleiki sína á í sumar. Stöð 2 Hallgrímur Mar Steingrímsson bætti met Erlings Kristjánssonar á dögunum sem leikjahæsti leikmaður KA í efstu deild í fótbolta. Hann á nú öll helstu leikja- og markamet KA í fótbolta karla. „Ég kom inn í KA 2009 sem óþroskaður krakki í rauninni, og gerði mér enga grein fyrir því að ég ætti möguleika á að ná þessum áföngum hjá eins stóru félagi og KA er. Ég er því mjög stoltur af að hafa náð þessum áföngum,“ segir Hallgrímur. Hann hefur nú leikið 128 leiki í efstu deild, einum fleiri en Erlingur sem reyndar er áfram leikjahæsti leikmaður í sögu handknattleiksdeildar KA með 577 leiki. „Ekkert að pæla í mörkum þegar ég var yngri“ Hallgrímur hefur alls leikið 277 knattspyrnuleiki fyrir KA, sem er félagsmet, og skorað 85 mörk sem er einnig félagsmet. Þar af eru 43 mörk í efstu deild sem er enn eitt félagsmetið. „Ég var svo sem ekkert að pæla í mörkum þegar ég var yngri. Meira að pæla í að leggja upp. Ég var í raun aldrei markaskorari og tel mig ekkert vera markaskorara, þó að mörkin hafi orðið fleiri og fleiri síðustu ár. Það er bara gaman en leikjametið finnst mér skemmtilegra,“ segir Hallgrímur en viðtal við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Hallgrímur um KA-metin Hallgrímur á sinn þátt í uppgangi KA síðustu ár og frábæru tímabili liðsins til þessa en það er í harðri baráttu um Evrópusæti í Bestu deildinni. Hver er galdurinn? „Við erum með drullugott lið. Þetta er held ég besta lið sem ég hef verið partur af frá því að ég kom í KA. Þetta er betri hópur og það hafa geggjaðir strákar verið að koma upp undanfarin ár. Svo er það umgjörðin í kringum KA í heild sinni, frá því að við stefndum að því að komast upp 2016,“ segir Hallgrímur sem er einnig afar ánægður með nýja heimavöllinn og gervigrasið sem KA spilar á, á sínu félagssvæði. Draumurinn að ljúka ferlinum á Húsavík Hallgrímur, sem verður 32 ára á sunnudaginn, er frá Húsavík og hóf ferilinn með Völsungi. Þar vill hann líka ljúka ferlinum, helst með bræðrum sínum en Hrannar yngri bróðir Hallgríms spilar með honum hjá KA. „Draumurinn minn er auðvitað að spila að minnsta kosti eitt tímabil á Húsavík, þá helst með yngsta bróður mínum, Andra, og vonandi fleirum. Ég veit að Hrannar bróður minn kitlar í að spila einhver ár á Húsavík. En ég vil samt spila eins lengi og ég get í efstu deild. Við gefum þessu 4-5 ár áður en ég fer að leita eitthvað annað,“ segir Hallgrímur. Besta deild karla KA Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
„Ég kom inn í KA 2009 sem óþroskaður krakki í rauninni, og gerði mér enga grein fyrir því að ég ætti möguleika á að ná þessum áföngum hjá eins stóru félagi og KA er. Ég er því mjög stoltur af að hafa náð þessum áföngum,“ segir Hallgrímur. Hann hefur nú leikið 128 leiki í efstu deild, einum fleiri en Erlingur sem reyndar er áfram leikjahæsti leikmaður í sögu handknattleiksdeildar KA með 577 leiki. „Ekkert að pæla í mörkum þegar ég var yngri“ Hallgrímur hefur alls leikið 277 knattspyrnuleiki fyrir KA, sem er félagsmet, og skorað 85 mörk sem er einnig félagsmet. Þar af eru 43 mörk í efstu deild sem er enn eitt félagsmetið. „Ég var svo sem ekkert að pæla í mörkum þegar ég var yngri. Meira að pæla í að leggja upp. Ég var í raun aldrei markaskorari og tel mig ekkert vera markaskorara, þó að mörkin hafi orðið fleiri og fleiri síðustu ár. Það er bara gaman en leikjametið finnst mér skemmtilegra,“ segir Hallgrímur en viðtal við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Hallgrímur um KA-metin Hallgrímur á sinn þátt í uppgangi KA síðustu ár og frábæru tímabili liðsins til þessa en það er í harðri baráttu um Evrópusæti í Bestu deildinni. Hver er galdurinn? „Við erum með drullugott lið. Þetta er held ég besta lið sem ég hef verið partur af frá því að ég kom í KA. Þetta er betri hópur og það hafa geggjaðir strákar verið að koma upp undanfarin ár. Svo er það umgjörðin í kringum KA í heild sinni, frá því að við stefndum að því að komast upp 2016,“ segir Hallgrímur sem er einnig afar ánægður með nýja heimavöllinn og gervigrasið sem KA spilar á, á sínu félagssvæði. Draumurinn að ljúka ferlinum á Húsavík Hallgrímur, sem verður 32 ára á sunnudaginn, er frá Húsavík og hóf ferilinn með Völsungi. Þar vill hann líka ljúka ferlinum, helst með bræðrum sínum en Hrannar yngri bróðir Hallgríms spilar með honum hjá KA. „Draumurinn minn er auðvitað að spila að minnsta kosti eitt tímabil á Húsavík, þá helst með yngsta bróður mínum, Andra, og vonandi fleirum. Ég veit að Hrannar bróður minn kitlar í að spila einhver ár á Húsavík. En ég vil samt spila eins lengi og ég get í efstu deild. Við gefum þessu 4-5 ár áður en ég fer að leita eitthvað annað,“ segir Hallgrímur.
Besta deild karla KA Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti