Munu reisa Angró á nýjum stað í bænum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 27. september 2022 07:35 Húsið, sem sjá má neðst í vinstra horni myndarinnar, stóð af sér skriðuföllin árið 2020 en skemmdist þó að hluta. Vísir/Arnar Til stendur að reisa sögufræga húsið Angró á Seyðisfirði á nýjum stað í bænum eftir að það féll saman í óveðrinu um helgina. Múlaþing vinnur nú að því í samvinnu við Minjastofnun að undirbúa aðgerðir á svæðinu en það hefur lengi staðið til að flytja húsið á nýjan stað. Austurfrétt greinir frá því að þegar hafi verið tekin ákvörðun um að flytja húsið á nýjan stað en Björn Ingimarsson, sveitastjóri Múlaþings og eigandi hússins, segir í samtali við miðilinn að atburðir helgarinnar flýti aðeins fyrir því ferli frekar en annað. Húsið stóð af sér skriðuföllin á Seyðisfirði árið 2020 en burðavirkið er talið hafa gefið sig um helgina og því hafi það trúlega verið í verra ástandi en upprunalega var talið eftir skriðurnar. Múlaþing og Minjastofnun funduðu saman í gær og stendur til að fjarlægja húsið sem fyrst. Húsið hafi verið í friðunarferli og ljóst að aðeins hluti þess yrði nýttur í endurbygginguna en greina þurfi og flokka þá hluti sem Minjavernd vilji halda í. Pétur H. Ármannsson, sviðsstjóri hjá Minjastofnun, segir í samtali við Morgunblaðið að húsið verði tekið niður en heillegt efni sett í gáma og geymt þar til húsið verður endurbyggt á ný. Ljóst sé að hafa þurfi hraðar hendur þar sem foktjón geti orðið í millitíðinni. Húsið var byggt árið 1880 af Ottó Wathne, sem oft er kallaður faðir Seyðisfjarðar, en á sínum tíma var húsið notað undir síldarverkun, verslun og íbúð. Frá þeim tíma hefur það þjónað ýmsum hlutverkum, þar á meðal sem geymslu- og sýningarhúsnæði fyrir Tækniminjasafn Austurlands, sem var tæmt eftir skriðurnar árið 2020. Mikið tjón víða Rauð veðurviðvörun var í gildi á Austfjörðum á laugardag og appelsínugul viðvörun í gær en ljóst er að mikið tjón hafi þar orðið. Morgunblaðið hefur það eftir forstöðumanni hjá Sjóvá að ljóst sé að tjónið nemi tugum milljóna. Veðurofsinn var víða, þar á meðal á Norðurlandi eystra. Sjór gekk á land á Eyrinni á Akureyri með tilheyrandi tjóni og tré rifnuðu upp með rótum og rúður brotnuðu á Austurlandi. Þá komu björgunarsveitir erlendum ferðamönnum til bjargar í Möðrudalsöræfum. Karen Ósk Lárusdóttir, verkefnastjóri aðgerðarmála hjá Landsbjörg, segir verkefnin á landinu öllu hafa verið yfir tvö hundruð talsins yfir helgina þar sem um 350 björgunarsveitarmenn hafi verið að störfum. Múlaþing Veður Menning Húsavernd Óveður 25. september 2022 Tengdar fréttir Rólegt veður í dag og á morgun eftir illviðri síðustu daga Haglætis veður verður á landinu í dag og á morgun eftir illviðri síðustu daga og hefur vindur gengið niður á Austurhluta landsins. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar. 27. september 2022 06:42 „Ég var skelfingu lostinn“ Bandarískur ferðamaður sem setið hefur fastur á Möðrudalsöræfum í tæpan sólarhring varð skelfingu lostinn þegar rúður í bílnum hans sprungu í óveðrinu í gær. Hann segist heppinn að hafa ekki stórslasast í látunum. Rúmlega sjötíu ferðamenn leituðu skjóls hjá Ferðaþjónustunni Fjalladýrð í Möðrudal eftir að þeir urðu strand vegna veðurs. 26. september 2022 19:35 Röð óheppilegra atvika leiddi til rafmagnsleysis á hálfu landinu Gríðarlegt eignatjón varð í fyrstu haustlægð þessa árs sérstaklega austanlands þar sem veðrið var verst. Tré rifnuðu upp með rótum, rúður sprungu og heilu þökin fuku af. Þá varð rafmagnslaust á hálfu landinu eftir röð óheppilegra atvika. 26. september 2022 11:54 Fyrsta haustlægðin skall með krafti á landið Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast í dag við að bjarga ferðamönnum sem sátu fastir í bílum sínum í veðurofsanum. Rúður hafa brotnað í bílum og tré rifnað upp frá rótum. Það flæddi yfir götur og inn í hús á Akureyri og á stórum hluta landsins varð rafmagnslaust í dag. 25. september 2022 19:28 „Það er allt í skrúfunni“ „Það er allt í skrúfunni, það er bara svoleiðis,“ segir formaður aðgerðastjórnar björgunarsveita á Austurlandi. Veðrið sé mjög slæmt á Austfjörðum og spár virðast ætla að ganga eftir. 25. september 2022 15:35 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira
Austurfrétt greinir frá því að þegar hafi verið tekin ákvörðun um að flytja húsið á nýjan stað en Björn Ingimarsson, sveitastjóri Múlaþings og eigandi hússins, segir í samtali við miðilinn að atburðir helgarinnar flýti aðeins fyrir því ferli frekar en annað. Húsið stóð af sér skriðuföllin á Seyðisfirði árið 2020 en burðavirkið er talið hafa gefið sig um helgina og því hafi það trúlega verið í verra ástandi en upprunalega var talið eftir skriðurnar. Múlaþing og Minjastofnun funduðu saman í gær og stendur til að fjarlægja húsið sem fyrst. Húsið hafi verið í friðunarferli og ljóst að aðeins hluti þess yrði nýttur í endurbygginguna en greina þurfi og flokka þá hluti sem Minjavernd vilji halda í. Pétur H. Ármannsson, sviðsstjóri hjá Minjastofnun, segir í samtali við Morgunblaðið að húsið verði tekið niður en heillegt efni sett í gáma og geymt þar til húsið verður endurbyggt á ný. Ljóst sé að hafa þurfi hraðar hendur þar sem foktjón geti orðið í millitíðinni. Húsið var byggt árið 1880 af Ottó Wathne, sem oft er kallaður faðir Seyðisfjarðar, en á sínum tíma var húsið notað undir síldarverkun, verslun og íbúð. Frá þeim tíma hefur það þjónað ýmsum hlutverkum, þar á meðal sem geymslu- og sýningarhúsnæði fyrir Tækniminjasafn Austurlands, sem var tæmt eftir skriðurnar árið 2020. Mikið tjón víða Rauð veðurviðvörun var í gildi á Austfjörðum á laugardag og appelsínugul viðvörun í gær en ljóst er að mikið tjón hafi þar orðið. Morgunblaðið hefur það eftir forstöðumanni hjá Sjóvá að ljóst sé að tjónið nemi tugum milljóna. Veðurofsinn var víða, þar á meðal á Norðurlandi eystra. Sjór gekk á land á Eyrinni á Akureyri með tilheyrandi tjóni og tré rifnuðu upp með rótum og rúður brotnuðu á Austurlandi. Þá komu björgunarsveitir erlendum ferðamönnum til bjargar í Möðrudalsöræfum. Karen Ósk Lárusdóttir, verkefnastjóri aðgerðarmála hjá Landsbjörg, segir verkefnin á landinu öllu hafa verið yfir tvö hundruð talsins yfir helgina þar sem um 350 björgunarsveitarmenn hafi verið að störfum.
Múlaþing Veður Menning Húsavernd Óveður 25. september 2022 Tengdar fréttir Rólegt veður í dag og á morgun eftir illviðri síðustu daga Haglætis veður verður á landinu í dag og á morgun eftir illviðri síðustu daga og hefur vindur gengið niður á Austurhluta landsins. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar. 27. september 2022 06:42 „Ég var skelfingu lostinn“ Bandarískur ferðamaður sem setið hefur fastur á Möðrudalsöræfum í tæpan sólarhring varð skelfingu lostinn þegar rúður í bílnum hans sprungu í óveðrinu í gær. Hann segist heppinn að hafa ekki stórslasast í látunum. Rúmlega sjötíu ferðamenn leituðu skjóls hjá Ferðaþjónustunni Fjalladýrð í Möðrudal eftir að þeir urðu strand vegna veðurs. 26. september 2022 19:35 Röð óheppilegra atvika leiddi til rafmagnsleysis á hálfu landinu Gríðarlegt eignatjón varð í fyrstu haustlægð þessa árs sérstaklega austanlands þar sem veðrið var verst. Tré rifnuðu upp með rótum, rúður sprungu og heilu þökin fuku af. Þá varð rafmagnslaust á hálfu landinu eftir röð óheppilegra atvika. 26. september 2022 11:54 Fyrsta haustlægðin skall með krafti á landið Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast í dag við að bjarga ferðamönnum sem sátu fastir í bílum sínum í veðurofsanum. Rúður hafa brotnað í bílum og tré rifnað upp frá rótum. Það flæddi yfir götur og inn í hús á Akureyri og á stórum hluta landsins varð rafmagnslaust í dag. 25. september 2022 19:28 „Það er allt í skrúfunni“ „Það er allt í skrúfunni, það er bara svoleiðis,“ segir formaður aðgerðastjórnar björgunarsveita á Austurlandi. Veðrið sé mjög slæmt á Austfjörðum og spár virðast ætla að ganga eftir. 25. september 2022 15:35 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira
Rólegt veður í dag og á morgun eftir illviðri síðustu daga Haglætis veður verður á landinu í dag og á morgun eftir illviðri síðustu daga og hefur vindur gengið niður á Austurhluta landsins. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar. 27. september 2022 06:42
„Ég var skelfingu lostinn“ Bandarískur ferðamaður sem setið hefur fastur á Möðrudalsöræfum í tæpan sólarhring varð skelfingu lostinn þegar rúður í bílnum hans sprungu í óveðrinu í gær. Hann segist heppinn að hafa ekki stórslasast í látunum. Rúmlega sjötíu ferðamenn leituðu skjóls hjá Ferðaþjónustunni Fjalladýrð í Möðrudal eftir að þeir urðu strand vegna veðurs. 26. september 2022 19:35
Röð óheppilegra atvika leiddi til rafmagnsleysis á hálfu landinu Gríðarlegt eignatjón varð í fyrstu haustlægð þessa árs sérstaklega austanlands þar sem veðrið var verst. Tré rifnuðu upp með rótum, rúður sprungu og heilu þökin fuku af. Þá varð rafmagnslaust á hálfu landinu eftir röð óheppilegra atvika. 26. september 2022 11:54
Fyrsta haustlægðin skall með krafti á landið Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast í dag við að bjarga ferðamönnum sem sátu fastir í bílum sínum í veðurofsanum. Rúður hafa brotnað í bílum og tré rifnað upp frá rótum. Það flæddi yfir götur og inn í hús á Akureyri og á stórum hluta landsins varð rafmagnslaust í dag. 25. september 2022 19:28
„Það er allt í skrúfunni“ „Það er allt í skrúfunni, það er bara svoleiðis,“ segir formaður aðgerðastjórnar björgunarsveita á Austurlandi. Veðrið sé mjög slæmt á Austfjörðum og spár virðast ætla að ganga eftir. 25. september 2022 15:35