Leita heimsþekkts göngugarps eftir slys í Nepal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. september 2022 10:42 Hilaree Nelson á göngu nærri þorpinu Samdo á leið sinni að Manaslu. Facebook/Hilaree Nelson Fjallgöngukonunnar Hilaree Nelson er saknað eftir að hafa toppað Manaslu í Nepal, áttunda hæsta fjall í heimi, á mánudag. Nelson var á leiðinni niður á skíðum þegar slysið varð. Talið er að hún hafi fallið í sprungu. Nelson, sem er afar reynslumikill göngukappi, sagði í færslu á Instagram á dögunum að líðan hennar væri öðruvísi en í fyrri göngum. Hún væri ekki jafn örugg og venjulega. Slysið varð sama dag og nepalskur göngumaður fórst og fjölmargir slösuðust í snjóflóði á svipuðum slóðum. Skipuleggjandi ferðarinnar tjáir AFP að enn sé óljóst hvers lags slysið varð. Manaslu er 8163 metra hátt fjall. Snjóflóð féll í fjallinu á kaflanum á milli grunnbúða þrjú og fjögur. Nepalskur göngugarpur fórst og tólf særðust. Um er að ræða fyrsta staðfesta dauðsfallið í haustvertíðinni í fjallgörðum Nepal í ár. Mikil rigning og snjókoma hafa gert göngufólki erfitt fyrir í fjöllunum í Nepal undanfarna daga. Veðrið gerir leitarfólki sömuleiðis erfitt fyrir. „Mér hefur ekki liðið jafn öruggri á Manaslu eins og mér hefur liðið í fyrri ferðum mínum í þunnt andrúmsloftið í Himalaya-fjöllunum,“ sagði Nelson í færslu á Instagram á fimmtudag. Nelson er 49 ára og er eitt helsta andlit North Face fatalínunnar. Á heimasíðu fyrirtækisins er henni líst sem afkastamesta skíðakappa sinnar kynslóðar. Árið 2012 varð hún fyrsta konan til að toppa bæði Everest og Lhotse á innan við sólarhring. Sex árum síðar var hún fyrst til að skíða niður af Lhotse. Fyrir það var hún verðlaunuð af National Geographic. Átta af fjórtán hæstu tindum í heimi eru í Nepal. Erlendir göngukappar fjölmenna á hverju ári til landsins sem hefur töluverðar tekjur af starfseminni. Göngur lágu því sem næst niðri í heimsfaraldrinum en opnað var á ný fyrir göngufólk í fyrra. Fjallamennska Nepal Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi Sjá meira
Nelson, sem er afar reynslumikill göngukappi, sagði í færslu á Instagram á dögunum að líðan hennar væri öðruvísi en í fyrri göngum. Hún væri ekki jafn örugg og venjulega. Slysið varð sama dag og nepalskur göngumaður fórst og fjölmargir slösuðust í snjóflóði á svipuðum slóðum. Skipuleggjandi ferðarinnar tjáir AFP að enn sé óljóst hvers lags slysið varð. Manaslu er 8163 metra hátt fjall. Snjóflóð féll í fjallinu á kaflanum á milli grunnbúða þrjú og fjögur. Nepalskur göngugarpur fórst og tólf særðust. Um er að ræða fyrsta staðfesta dauðsfallið í haustvertíðinni í fjallgörðum Nepal í ár. Mikil rigning og snjókoma hafa gert göngufólki erfitt fyrir í fjöllunum í Nepal undanfarna daga. Veðrið gerir leitarfólki sömuleiðis erfitt fyrir. „Mér hefur ekki liðið jafn öruggri á Manaslu eins og mér hefur liðið í fyrri ferðum mínum í þunnt andrúmsloftið í Himalaya-fjöllunum,“ sagði Nelson í færslu á Instagram á fimmtudag. Nelson er 49 ára og er eitt helsta andlit North Face fatalínunnar. Á heimasíðu fyrirtækisins er henni líst sem afkastamesta skíðakappa sinnar kynslóðar. Árið 2012 varð hún fyrsta konan til að toppa bæði Everest og Lhotse á innan við sólarhring. Sex árum síðar var hún fyrst til að skíða niður af Lhotse. Fyrir það var hún verðlaunuð af National Geographic. Átta af fjórtán hæstu tindum í heimi eru í Nepal. Erlendir göngukappar fjölmenna á hverju ári til landsins sem hefur töluverðar tekjur af starfseminni. Göngur lágu því sem næst niðri í heimsfaraldrinum en opnað var á ný fyrir göngufólk í fyrra.
Fjallamennska Nepal Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi Sjá meira