Hinsegin fólk óttast um hag sinn undir róttækri hægristjórn Kjartan Kjartansson skrifar 27. september 2022 14:01 Frá gleðigöngu hinsegin fólks í Róm í sumar. Gleði sumra er tekin að kárna eftir að hægrijaðarflokkar unnu sigur í þingkosningum um helgina. Vísir/EPA Orðræða og stefnuskrár tveggja róttækra hægriflokka sem unnu sigur í ítölsku þingkosningunum um helgina vekja ugg á meðal hinsegin fólks í landinu. Líklegasta forsætirsáðherraefnið hefur sagst óvinur „LGBT-þrýstihópsins“ og „kynjaðrar hugmyndafræði“. Kosningabandalag þriggja hægri flokka unnu sigur í þingkosningunum á Ítalíu um helgina. Útlit er því fyrir að tveir hægrijaðarflokkar, Bræðralag Ítalíu og Bandalagið, myndi ríkisstjórn með hægriflokki Silvios Berlusconi, Áfram Ítalíu, undir forsæti Giorgiu Meloni, leiðtoga Bræðralagsins. Meloni hefur lýst sjálfri sér sem varðhundi kristinna gilda og andstæðingi þess að samkynhneigð pör fái að ættleiða börn. Hún hefur þó neitað því að hún muni grafa undan eða afnema réttindi eins og til þungunarrofs eða hjónabanda samkynhneigðra sem er þegar kveðið á um í ítölskum lögum. Það hefur þó ekki dugað til þess að sefa áhyggjur hinsegin fólks, ekki síst í ljósi ummæla talsmanns Bræðralagsins í menningarmálum. Federico Mollicone sagðist meðal annars telja að samkynhneigð pör væru ekki lögleg í síðustu viku. Hann sagðist síðar aðeins hafa átt við samkynhneigð pör sem ættleiða börn. Fullyrðir hann að flokkurinn styðji rétt samkynhneigðra til að ganga í hjónaband þrátt fyrir að hann hafi greitt atkvæði gegn frumvarpi um það árið 2016. Hann stendur enn við kröfu um að þáttur um teiknimyndapersónuna Gurru grís sem er vinsæl á meðal barna verði ritskoðaður vegna þess að í honum á ein persónan tvær mæður. Mollicone telur ekki rétt að sýna börnum samkynhneigða foreldra eins og það sé „náttúruleg staðreynd“. Erfiðara að vinna gegn mismunun gegn hinsegin fólki Fabrizio Marrazzo frá samtökunum Samkynhneigða flokknum segir að hinsegin samfélagið hafi raunverulegar áhyggjur af borgaralegum réttindum undir nýrri ríkisstjórn. „Bandalagið og Bræðralag Ítalíu að hluta til hafa hluti í stefnuskrám sínum sem eru frekar neikvæðir fyrir samfélag okkar, eins og að leggja áherslu á að vernda aðeins hefðbundið fjölskyldumynstur,“ segir Marazzo við Reuters-fréttastofuna. Mestar áhyggjur segist hann þó hafa af þeim skilaboðum sem hægriflokkarnir sendi út í samfélagið. Hann telur að erfiðari gæti reynst að halda úti verkefnum til að berjast gegn mismunun hinsegin fólks í skólum. Þá hafi árásum á hinsegin fólks fjölgað í borgum og héruðum þar sem hægrimenn fara með stjórn. Ítalía Kosningar á Ítalíu Hinsegin Tengdar fréttir Talaði við rétta fólkið og sagði réttu hlutina Ítalir vildu breytingar og Giorgia Meloni varð niðurstaðan. Þetta segir ítalskur doktorsnemi sem hefur ekki þungar áhyggjur af uppgangi þjóðernispopúlisma í heimalandi sínu. 26. september 2022 21:18 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira
Kosningabandalag þriggja hægri flokka unnu sigur í þingkosningunum á Ítalíu um helgina. Útlit er því fyrir að tveir hægrijaðarflokkar, Bræðralag Ítalíu og Bandalagið, myndi ríkisstjórn með hægriflokki Silvios Berlusconi, Áfram Ítalíu, undir forsæti Giorgiu Meloni, leiðtoga Bræðralagsins. Meloni hefur lýst sjálfri sér sem varðhundi kristinna gilda og andstæðingi þess að samkynhneigð pör fái að ættleiða börn. Hún hefur þó neitað því að hún muni grafa undan eða afnema réttindi eins og til þungunarrofs eða hjónabanda samkynhneigðra sem er þegar kveðið á um í ítölskum lögum. Það hefur þó ekki dugað til þess að sefa áhyggjur hinsegin fólks, ekki síst í ljósi ummæla talsmanns Bræðralagsins í menningarmálum. Federico Mollicone sagðist meðal annars telja að samkynhneigð pör væru ekki lögleg í síðustu viku. Hann sagðist síðar aðeins hafa átt við samkynhneigð pör sem ættleiða börn. Fullyrðir hann að flokkurinn styðji rétt samkynhneigðra til að ganga í hjónaband þrátt fyrir að hann hafi greitt atkvæði gegn frumvarpi um það árið 2016. Hann stendur enn við kröfu um að þáttur um teiknimyndapersónuna Gurru grís sem er vinsæl á meðal barna verði ritskoðaður vegna þess að í honum á ein persónan tvær mæður. Mollicone telur ekki rétt að sýna börnum samkynhneigða foreldra eins og það sé „náttúruleg staðreynd“. Erfiðara að vinna gegn mismunun gegn hinsegin fólki Fabrizio Marrazzo frá samtökunum Samkynhneigða flokknum segir að hinsegin samfélagið hafi raunverulegar áhyggjur af borgaralegum réttindum undir nýrri ríkisstjórn. „Bandalagið og Bræðralag Ítalíu að hluta til hafa hluti í stefnuskrám sínum sem eru frekar neikvæðir fyrir samfélag okkar, eins og að leggja áherslu á að vernda aðeins hefðbundið fjölskyldumynstur,“ segir Marazzo við Reuters-fréttastofuna. Mestar áhyggjur segist hann þó hafa af þeim skilaboðum sem hægriflokkarnir sendi út í samfélagið. Hann telur að erfiðari gæti reynst að halda úti verkefnum til að berjast gegn mismunun hinsegin fólks í skólum. Þá hafi árásum á hinsegin fólks fjölgað í borgum og héruðum þar sem hægrimenn fara með stjórn.
Ítalía Kosningar á Ítalíu Hinsegin Tengdar fréttir Talaði við rétta fólkið og sagði réttu hlutina Ítalir vildu breytingar og Giorgia Meloni varð niðurstaðan. Þetta segir ítalskur doktorsnemi sem hefur ekki þungar áhyggjur af uppgangi þjóðernispopúlisma í heimalandi sínu. 26. september 2022 21:18 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira
Talaði við rétta fólkið og sagði réttu hlutina Ítalir vildu breytingar og Giorgia Meloni varð niðurstaðan. Þetta segir ítalskur doktorsnemi sem hefur ekki þungar áhyggjur af uppgangi þjóðernispopúlisma í heimalandi sínu. 26. september 2022 21:18