Tugir segja sig úr Ferðafélaginu á „ákaflega sorglegum degi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. september 2022 19:31 Sigrún Valbergsdóttir, varaforseti Ferðafélags Íslands. Vísir/Egill Stjórn Ferðafélags Íslands hafnar alfarið ásökunum fráfarandi forseta félagsins, sem sakar stjórnina meðal annars um að hafa þaggað niður kynferðisofbeldismál. Varaforseti segir vantraustsyfirlýsingu gegn forsetanum hafa verið í undirbúningi. 61 hefur sagt sig úr Ferðafélaginu vegna málsins í dag. Anna Dóra Sæþórsdóttir hafði ekki verið forseti Ferðafélags Íslands nema í rétt rúmt ár þegar hún tilkynnti afsögn sína í morgun. Þar vísaði hún til þess að stjórn félagsins hefði virt ásakanir um áreitni og kynferðisofbeldi innan félagsins að vettugi. Þegar hún hefði beitt sér fyrir úrbótum hafi stjórnarfólk sýnt henni óvild og dónaskap. Sigrún Valbergsdóttir varaforseti Ferðafélagsins harmar atburðarásina. „Þetta er ákaflega sorglegur dagur og sorglegt að þetta skuli hafa þurft að enda svona. Anna Dóra Sæþórsdóttir algjörlega frábær kona og lengi efst á óskalistanum í þetta embætti,“ segir Sigrún. En svo hafi farið að bera á miklum samskiptavanda, sem Sigrún segir hafa stafað af stjórnarháttum Önnu Dóru sjálfrar. Sú síðarnefnda megi þó eiga það að hafa bætt ferla í áreitnimálum. „Á fimm árum hafa komið upp sex áreitnis- og ofbeldismál. Sex málum of mikið. En á öllum þeim málum hefur verið tekið og þau farið í ferli og verið unnin samkvæmt verkferlum félagsins.“ Vantraustsyfirlýsing yfirvofandi Ferðafélag Íslands er mjög fjölmennur félagsskapur, telur um ellefu þúsund félagsmenn. Hinar hatrömmu deilur innan stjórnarinnar snerta því ákaflega marga. Og ljóst er að margir félagsmenn styðja Önnu Dóru, ef marga má athugasemdir við afsögn hennar í dag. Klukkan fjögur í dag hafði 61 meðlimur sagt sig úr félaginu í dag og leiða má að því líkum að slíkar úrsagnir séu til stuðnings Önnu Dóru. Sigrún kveðst skilja þá afstöðu vel. „Þetta afsagnarbréf kemur náttúrulega hræðilega út fyrir ferðafélagið. En ég segi bara: hvernig væri að kynna sér hina hlið málanna, hún skiptir líka máli. Það kemur til dæmis ekki fram að það hafi legið í loftinu að það kæmi fram vantraustsyfirlýsing á forseta,“ segir Sigrún. Nýr forseti verður kosinn á aðalfundi Ferðafélagsins í mars. Sigrún mun gegna embætti forseta þangað til en hyggst ekki gefa kost á sér í embættið á aðalfundinum. Ekki náðist í Önnu Dóru við vinnslu fréttarinnar í dag. Ólga innan Ferðafélags Íslands Ferðamennska á Íslandi Ferðalög MeToo Kynferðisofbeldi Félagasamtök Tengdar fréttir Tómas vísar ásökunum Önnu Dóru á bug og segir öllu á haus snúið Tómas Guðbjartsson, læknir og útivistarmaður, stjórnarmaður í Ferðafélagi Íslands, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann mótmælir harðlega því sem hann vill meina að séu alvarlegar ásakanir í sinn garð af hálfu fráfarandi forseta FÍ; Önnu Dóru Sæþórsdóttur. 27. september 2022 13:23 Stjórn FÍ vísar á bug ásökunum og lýsingum forsetans Stjórn Ferðafélags Íslands lýsir yfir vonbrigðum og furðu með hvernig Anna Dóra Sæþórsdóttir, fráfarandi forseti félagsins, lýsir viðskilnaði sínum við félagið. Stjórnin vísar algjörlega á bug þeim ásökunum og lýsingum sem hún setur fram í yfirlýsingu sinni. 27. september 2022 12:07 Hættir sem forseti FÍ: Segir Tómas hafa barist fyrir endurkomu Helga Anna Dóra Sæþórsdóttir hefur sagt af sér sem forseti Ferðafélags Íslands (FÍ) sem og úr félaginu sjálfu. Hún segir stjórnarhætti ganga þvert á hennar gildi. Stjórnarmaður hafi barist hart fyrir því að koma vini sínum aftur til starfa sem hafði sagt sig úr stjórn félagsins vegna ásakana um kynferðisofbeldi. 27. september 2022 09:30 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Anna Dóra Sæþórsdóttir hafði ekki verið forseti Ferðafélags Íslands nema í rétt rúmt ár þegar hún tilkynnti afsögn sína í morgun. Þar vísaði hún til þess að stjórn félagsins hefði virt ásakanir um áreitni og kynferðisofbeldi innan félagsins að vettugi. Þegar hún hefði beitt sér fyrir úrbótum hafi stjórnarfólk sýnt henni óvild og dónaskap. Sigrún Valbergsdóttir varaforseti Ferðafélagsins harmar atburðarásina. „Þetta er ákaflega sorglegur dagur og sorglegt að þetta skuli hafa þurft að enda svona. Anna Dóra Sæþórsdóttir algjörlega frábær kona og lengi efst á óskalistanum í þetta embætti,“ segir Sigrún. En svo hafi farið að bera á miklum samskiptavanda, sem Sigrún segir hafa stafað af stjórnarháttum Önnu Dóru sjálfrar. Sú síðarnefnda megi þó eiga það að hafa bætt ferla í áreitnimálum. „Á fimm árum hafa komið upp sex áreitnis- og ofbeldismál. Sex málum of mikið. En á öllum þeim málum hefur verið tekið og þau farið í ferli og verið unnin samkvæmt verkferlum félagsins.“ Vantraustsyfirlýsing yfirvofandi Ferðafélag Íslands er mjög fjölmennur félagsskapur, telur um ellefu þúsund félagsmenn. Hinar hatrömmu deilur innan stjórnarinnar snerta því ákaflega marga. Og ljóst er að margir félagsmenn styðja Önnu Dóru, ef marga má athugasemdir við afsögn hennar í dag. Klukkan fjögur í dag hafði 61 meðlimur sagt sig úr félaginu í dag og leiða má að því líkum að slíkar úrsagnir séu til stuðnings Önnu Dóru. Sigrún kveðst skilja þá afstöðu vel. „Þetta afsagnarbréf kemur náttúrulega hræðilega út fyrir ferðafélagið. En ég segi bara: hvernig væri að kynna sér hina hlið málanna, hún skiptir líka máli. Það kemur til dæmis ekki fram að það hafi legið í loftinu að það kæmi fram vantraustsyfirlýsing á forseta,“ segir Sigrún. Nýr forseti verður kosinn á aðalfundi Ferðafélagsins í mars. Sigrún mun gegna embætti forseta þangað til en hyggst ekki gefa kost á sér í embættið á aðalfundinum. Ekki náðist í Önnu Dóru við vinnslu fréttarinnar í dag.
Ólga innan Ferðafélags Íslands Ferðamennska á Íslandi Ferðalög MeToo Kynferðisofbeldi Félagasamtök Tengdar fréttir Tómas vísar ásökunum Önnu Dóru á bug og segir öllu á haus snúið Tómas Guðbjartsson, læknir og útivistarmaður, stjórnarmaður í Ferðafélagi Íslands, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann mótmælir harðlega því sem hann vill meina að séu alvarlegar ásakanir í sinn garð af hálfu fráfarandi forseta FÍ; Önnu Dóru Sæþórsdóttur. 27. september 2022 13:23 Stjórn FÍ vísar á bug ásökunum og lýsingum forsetans Stjórn Ferðafélags Íslands lýsir yfir vonbrigðum og furðu með hvernig Anna Dóra Sæþórsdóttir, fráfarandi forseti félagsins, lýsir viðskilnaði sínum við félagið. Stjórnin vísar algjörlega á bug þeim ásökunum og lýsingum sem hún setur fram í yfirlýsingu sinni. 27. september 2022 12:07 Hættir sem forseti FÍ: Segir Tómas hafa barist fyrir endurkomu Helga Anna Dóra Sæþórsdóttir hefur sagt af sér sem forseti Ferðafélags Íslands (FÍ) sem og úr félaginu sjálfu. Hún segir stjórnarhætti ganga þvert á hennar gildi. Stjórnarmaður hafi barist hart fyrir því að koma vini sínum aftur til starfa sem hafði sagt sig úr stjórn félagsins vegna ásakana um kynferðisofbeldi. 27. september 2022 09:30 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Tómas vísar ásökunum Önnu Dóru á bug og segir öllu á haus snúið Tómas Guðbjartsson, læknir og útivistarmaður, stjórnarmaður í Ferðafélagi Íslands, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann mótmælir harðlega því sem hann vill meina að séu alvarlegar ásakanir í sinn garð af hálfu fráfarandi forseta FÍ; Önnu Dóru Sæþórsdóttur. 27. september 2022 13:23
Stjórn FÍ vísar á bug ásökunum og lýsingum forsetans Stjórn Ferðafélags Íslands lýsir yfir vonbrigðum og furðu með hvernig Anna Dóra Sæþórsdóttir, fráfarandi forseti félagsins, lýsir viðskilnaði sínum við félagið. Stjórnin vísar algjörlega á bug þeim ásökunum og lýsingum sem hún setur fram í yfirlýsingu sinni. 27. september 2022 12:07
Hættir sem forseti FÍ: Segir Tómas hafa barist fyrir endurkomu Helga Anna Dóra Sæþórsdóttir hefur sagt af sér sem forseti Ferðafélags Íslands (FÍ) sem og úr félaginu sjálfu. Hún segir stjórnarhætti ganga þvert á hennar gildi. Stjórnarmaður hafi barist hart fyrir því að koma vini sínum aftur til starfa sem hafði sagt sig úr stjórn félagsins vegna ásakana um kynferðisofbeldi. 27. september 2022 09:30