Enginn blaðamannafundur í dag vegna meintrar hryðjuverkaógnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. september 2022 10:57 Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra stýrði blaðamannafundi embættisins vegna málsins í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Ekkert verður af blaðamannafundi ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag vegna rannsóknar þar sem grunur leikur á um skipulagningu hryðjuverka. Stefnt var að því að halda fundinn í dag en nú sé unnið út frá því að fundurinn verði á morgun samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra. Tveir karlmenn á þrítugsaldri sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Varðhald yfir öðrum þeirra rennur út á morgun og óvíst hvort lögregla fari fram á áframhaldandi varðhald yfir manninum. Það var á fimmtudaginn í síðustu viku sem að lögreglan boðaði til blaðamannafundar til að greina frá málinu. Deginum áður hafði hún handtekið fjóra karlmenn eftir umfangsmiklar aðgerðir. Húsleitir voru þá gerðar á níu stöðum og voru mennirnir handteknir annars vegar í iðnaðarhúsnæði í Mosfellsbæ og hins vegar Kópavogi. Hald var lagt á tugi skotvopna og þrívíddar prentara sem notaðir eru til að framleið vopn. Gunur leikur á að mennirnir hafi verið að framleiða vopn og haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi sem áttu að beinast gegn borgurum og stofnunum ríkisins. Tveir þeirra voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald annar í viku en hinn í tvær vikur. Málið vakti nokkurn óhug og þá er mörgum spurningum enn ósvarað um áform mannanna. Lögregla hefur lítið viljað tjá sig um gang rannsóknarinnar síðan á blaðamannafundinum en boðað frekari upplýsingagjöf á reglulegum blaðamannafundum. Búist var við því að blaðamannafundur yrði haldinn í dag en svo verður ekki. Unnið er út frá því að fundurinn verði á morgun. Gæsluvarðhald yfir öðrum mannanna rennur út á morgun. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort að farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum. Von er á tilkynningu frá lögreglu vegna málsins. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Tengdar fréttir Segir skjólstæðing sinn samvinnufúsan og neita allri sök Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður annars tveggja manna sem nú sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að leggja á ráðin um hryðjuverk, segir skjólstæðing sinn neita allri sök. 26. september 2022 07:06 Stefna á að veita upplýsingar á blaðamannafundi á miðvikudag Ríkislögreglustjóri stefnir á að halda blaðamannnafund á miðvikudaginn vegna sakamáls þar sem tveir karlmenn á þrítugsaldri eru grunaðir um að hafa ætlað að skipuleggja hryðjuverk. Lögregla horfir frekar til upplýsingafunda til að veita fjölmiðlum upplýsingar heldur en að svara fyrirspurnum fjölmiðla daglega. 26. september 2022 14:23 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Sjá meira
Tveir karlmenn á þrítugsaldri sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Varðhald yfir öðrum þeirra rennur út á morgun og óvíst hvort lögregla fari fram á áframhaldandi varðhald yfir manninum. Það var á fimmtudaginn í síðustu viku sem að lögreglan boðaði til blaðamannafundar til að greina frá málinu. Deginum áður hafði hún handtekið fjóra karlmenn eftir umfangsmiklar aðgerðir. Húsleitir voru þá gerðar á níu stöðum og voru mennirnir handteknir annars vegar í iðnaðarhúsnæði í Mosfellsbæ og hins vegar Kópavogi. Hald var lagt á tugi skotvopna og þrívíddar prentara sem notaðir eru til að framleið vopn. Gunur leikur á að mennirnir hafi verið að framleiða vopn og haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi sem áttu að beinast gegn borgurum og stofnunum ríkisins. Tveir þeirra voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald annar í viku en hinn í tvær vikur. Málið vakti nokkurn óhug og þá er mörgum spurningum enn ósvarað um áform mannanna. Lögregla hefur lítið viljað tjá sig um gang rannsóknarinnar síðan á blaðamannafundinum en boðað frekari upplýsingagjöf á reglulegum blaðamannafundum. Búist var við því að blaðamannafundur yrði haldinn í dag en svo verður ekki. Unnið er út frá því að fundurinn verði á morgun. Gæsluvarðhald yfir öðrum mannanna rennur út á morgun. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort að farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum. Von er á tilkynningu frá lögreglu vegna málsins.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Tengdar fréttir Segir skjólstæðing sinn samvinnufúsan og neita allri sök Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður annars tveggja manna sem nú sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að leggja á ráðin um hryðjuverk, segir skjólstæðing sinn neita allri sök. 26. september 2022 07:06 Stefna á að veita upplýsingar á blaðamannafundi á miðvikudag Ríkislögreglustjóri stefnir á að halda blaðamannnafund á miðvikudaginn vegna sakamáls þar sem tveir karlmenn á þrítugsaldri eru grunaðir um að hafa ætlað að skipuleggja hryðjuverk. Lögregla horfir frekar til upplýsingafunda til að veita fjölmiðlum upplýsingar heldur en að svara fyrirspurnum fjölmiðla daglega. 26. september 2022 14:23 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Sjá meira
Segir skjólstæðing sinn samvinnufúsan og neita allri sök Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður annars tveggja manna sem nú sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að leggja á ráðin um hryðjuverk, segir skjólstæðing sinn neita allri sök. 26. september 2022 07:06
Stefna á að veita upplýsingar á blaðamannafundi á miðvikudag Ríkislögreglustjóri stefnir á að halda blaðamannnafund á miðvikudaginn vegna sakamáls þar sem tveir karlmenn á þrítugsaldri eru grunaðir um að hafa ætlað að skipuleggja hryðjuverk. Lögregla horfir frekar til upplýsingafunda til að veita fjölmiðlum upplýsingar heldur en að svara fyrirspurnum fjölmiðla daglega. 26. september 2022 14:23