Þar eigum við heima Logi Einarsson skrifar 28. september 2022 11:14 Valdhafar í Rússlandi misreiknuðu sig illa þegar þeir ákváðu að ráðast inn í Úkraínu. Þeir vanmátu viðnámsþrótt Úkraínumanna og viðbrögð Vesturlanda. Ætlunin var að taka landið með leiftursókn og þeir virtust halda að þeim yrði tekið fagnandi sem frelsurum. Sú varð aldeilis ekki raunin heldur þjappaði innrásin fólki saman í Úkraínu. Þunglamaleg og gamaldags herstjórnarlist hefur líka haft sitt að segja og vondur andi í rússneska hernum, þar sem hermenn skilja eðlilega ekki hvers vegna þeir eru látnir standa í þessu. Örvæntingarfull herkvaðning hefur opnað augu rússnesks almennings fyrir fánýti þessa stríðs og margir karlmenn flýja land frekar en að gerast fallbyssufóður fyrir stórveldisdrauma Pútíns. Nánast daglega berast nýjar fréttir af ógnvænlegum atburðum í tengslum við þetta stríð sem ekki sér fyrir endann á, nú síðast úr Eystrasalti. Rússar ofmátu þann hljómgrunn sem þeir héldu að þeim myndu fá á Vesturlöndum, þar sem fáir hafa orðið til þess að taka undir áróður þeirra. Pútín og hans menn gerðu sömu mistök og alræðisssinnar allra tíma hafa jafnan gert. Þeir vanmátu frelsisást almennings og þann mikla kraft sem býr í mannréttindabaráttu, sem verður sýnileg í samfélögum þar sem gagnrýnin umræða þrífst. Þeir vanmátu þau gríðarlegu lífsgæði sem felast í því að búa í opnu samfélagi og hversu mikils fólk metur það að geta um frjálst höfuð strokið. Í slíkum samfélögum eru reknir öflugir og sjálfstæðir fjölmiðlar sem sjá til þess að við séum upplýst án þess að hagsmunahópar hafi erindi sem erfiði við að hafa áhrif á þau. Í opnum samfélögum getum við viðrað skoðanir okkar óhrædd um að það leiði til fangelsisvistar, atvinnumissis eða annarra ofsókna. Þar hafa ólíkir hópar raddir sem hafa möguleika á því að heyrast, ekki bara þeir sem með völdin fara heldur líka hópir sem hafa verið jaðarsettir vegna kyns eða fötlunar, uppruna eða kynhneigðar. Við teljum þessi lífsgæði jafn sjálfsögð og loftið sem við öndum að okkur en um þau er engu að síður tekist út um allan heim. Konur rísa upp í Íran og heimta sinn rétt og ef til vill á sú bylgja eftir að rísa hærra í löndum sem búa við eitraða blöndu feðraveldis og trúræðis. Í Evrópu er líka tekist á um mannréttindi, við höfum að undanförnu fylgst með uppgangi hægri afla sem nærast á andúð á hinsegin fólki og innflytjendum. Í opnum samfélögum hljóta slík sjónarmið að heyrast og við þurfum að takast á við þau af festu og vernda viðkvæma hópa fyrir hatursfullri orðræðu en fyrst og fremst þurfum við að standa vörð um mannréttindi allra. Evrópusambandið er myndað kringum þessi gildi. Þjóðirnar þar hafa þar sett sér sameiginlegar leikreglur á markaði og stjórnsýslu sem þær verða allar að hlíta, burtséð frá hernaðarstyrk einstakra þjóða. Hernaðarstyrkinn hafa svo þessar þjóðir leitast við að leiða saman á vettvangi NATÓ, sem stofnað var sem varnarbandalag. Við Íslendingar getum ekki staðið utan við heiminn, jafnvel þótt okkur langaði til. Átök heimsins birtast með margvíslegu móti í lífskjörum okkar. Bensínverðið hækkar og hveitið líka. Íslensk fyrirtæki fá hærra verð fyrir fiskinn sinn. Loftslagsmálin eru sameiginlegt verkefni alls mannkyns og má út öll landamæri, allir verða að leggja þar sitt af mörkum, einstaklingar, þjóðir, þjóðabandalög, allir menn. Við Íslendingar eigum að hafa rödd á vettvangi þjóðanna og tala hátt og skýrt fyrir þeim gildum sem við trúum á og aðhyllumst: virðingu fyrir mannréttindum, jafnrétti og lýðræði. Við eigum að skipa okkur í flokk með þeim þjóðum sem bæði tala fyrir þessum gildum og starfa í anda þeirra og taka skýra afstöðu gegn þeim öflum sem ógna þeim. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Logi Einarsson Evrópusambandið Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Valdhafar í Rússlandi misreiknuðu sig illa þegar þeir ákváðu að ráðast inn í Úkraínu. Þeir vanmátu viðnámsþrótt Úkraínumanna og viðbrögð Vesturlanda. Ætlunin var að taka landið með leiftursókn og þeir virtust halda að þeim yrði tekið fagnandi sem frelsurum. Sú varð aldeilis ekki raunin heldur þjappaði innrásin fólki saman í Úkraínu. Þunglamaleg og gamaldags herstjórnarlist hefur líka haft sitt að segja og vondur andi í rússneska hernum, þar sem hermenn skilja eðlilega ekki hvers vegna þeir eru látnir standa í þessu. Örvæntingarfull herkvaðning hefur opnað augu rússnesks almennings fyrir fánýti þessa stríðs og margir karlmenn flýja land frekar en að gerast fallbyssufóður fyrir stórveldisdrauma Pútíns. Nánast daglega berast nýjar fréttir af ógnvænlegum atburðum í tengslum við þetta stríð sem ekki sér fyrir endann á, nú síðast úr Eystrasalti. Rússar ofmátu þann hljómgrunn sem þeir héldu að þeim myndu fá á Vesturlöndum, þar sem fáir hafa orðið til þess að taka undir áróður þeirra. Pútín og hans menn gerðu sömu mistök og alræðisssinnar allra tíma hafa jafnan gert. Þeir vanmátu frelsisást almennings og þann mikla kraft sem býr í mannréttindabaráttu, sem verður sýnileg í samfélögum þar sem gagnrýnin umræða þrífst. Þeir vanmátu þau gríðarlegu lífsgæði sem felast í því að búa í opnu samfélagi og hversu mikils fólk metur það að geta um frjálst höfuð strokið. Í slíkum samfélögum eru reknir öflugir og sjálfstæðir fjölmiðlar sem sjá til þess að við séum upplýst án þess að hagsmunahópar hafi erindi sem erfiði við að hafa áhrif á þau. Í opnum samfélögum getum við viðrað skoðanir okkar óhrædd um að það leiði til fangelsisvistar, atvinnumissis eða annarra ofsókna. Þar hafa ólíkir hópar raddir sem hafa möguleika á því að heyrast, ekki bara þeir sem með völdin fara heldur líka hópir sem hafa verið jaðarsettir vegna kyns eða fötlunar, uppruna eða kynhneigðar. Við teljum þessi lífsgæði jafn sjálfsögð og loftið sem við öndum að okkur en um þau er engu að síður tekist út um allan heim. Konur rísa upp í Íran og heimta sinn rétt og ef til vill á sú bylgja eftir að rísa hærra í löndum sem búa við eitraða blöndu feðraveldis og trúræðis. Í Evrópu er líka tekist á um mannréttindi, við höfum að undanförnu fylgst með uppgangi hægri afla sem nærast á andúð á hinsegin fólki og innflytjendum. Í opnum samfélögum hljóta slík sjónarmið að heyrast og við þurfum að takast á við þau af festu og vernda viðkvæma hópa fyrir hatursfullri orðræðu en fyrst og fremst þurfum við að standa vörð um mannréttindi allra. Evrópusambandið er myndað kringum þessi gildi. Þjóðirnar þar hafa þar sett sér sameiginlegar leikreglur á markaði og stjórnsýslu sem þær verða allar að hlíta, burtséð frá hernaðarstyrk einstakra þjóða. Hernaðarstyrkinn hafa svo þessar þjóðir leitast við að leiða saman á vettvangi NATÓ, sem stofnað var sem varnarbandalag. Við Íslendingar getum ekki staðið utan við heiminn, jafnvel þótt okkur langaði til. Átök heimsins birtast með margvíslegu móti í lífskjörum okkar. Bensínverðið hækkar og hveitið líka. Íslensk fyrirtæki fá hærra verð fyrir fiskinn sinn. Loftslagsmálin eru sameiginlegt verkefni alls mannkyns og má út öll landamæri, allir verða að leggja þar sitt af mörkum, einstaklingar, þjóðir, þjóðabandalög, allir menn. Við Íslendingar eigum að hafa rödd á vettvangi þjóðanna og tala hátt og skýrt fyrir þeim gildum sem við trúum á og aðhyllumst: virðingu fyrir mannréttindum, jafnrétti og lýðræði. Við eigum að skipa okkur í flokk með þeim þjóðum sem bæði tala fyrir þessum gildum og starfa í anda þeirra og taka skýra afstöðu gegn þeim öflum sem ógna þeim. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun