Leppstjórar biðja Pútín um innlimun Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2022 14:46 Denis Pushilin, leiðtogi hins svokallaða Donetsk-lýðveldis, er hér við hlið þeirra Sergei Kiriyenko, sem starfar í Kreml, og Leonid Pasechnik, leiðtoga Luhansk-lýðveldisins. Bæði Pushilin og Pasechnik hafa beðið Pútin um að lýðveldin verði innlimuð. AP Leppstjórar Rússlands í Luhansk- og Donetsk-héruðum hafa beðið Vladimír Pútín, forseta Rússlands, um að lýsa yfir innlimun héraðanna og annarra í rússneska sambandsríkið. Búist er við því að Pútín muni lýsa yfir innlimuninni á komandi dögum. Leppstjórar Rússa í Saporisjía og Kherson lýstu yfir sjálfstæði frá Úkraínu í dag. Rússar lýstu því yfir í síðustu viku að haldnar yrðu atkvæðagreiðslur í fjórum héruðum Úkraínu um innlimun og voru þær framkvæmdar í miklu snatri. Samkvæmt niðurstöðum Rússa kusu nánast allir íbúar innlimun. Þessi meinta atkvæðagreiðsla og væntanleg innlimun Rússlands á héruðunum er brot á alþjóðalögum og mun líklegast hafa lítið gildi fyrir aðra en Rússa. Aðgerðunum er í raun ætlað að gefa yfirlýstri innlimun lögmæti varðandi rússnesk lög og ákvæði stjórnarskrár Rússlands. Still not clear when Russia could annex territories but (Moscow-occupied proxy state) DNR head Denis Pushilin says he is now headed to Moscow to "finalise the legal entrance of the DNR into Russia." Head of the LNR Leonid Pasechkin is the same. So timeline may still be this week. https://t.co/jc7sbEzrOA— Andrew Roth (@Andrew__Roth) September 28, 2022 Með þessu vilja Rússar, sem eru á hælunum víðast hvar í Úkraínu, saka Úkraínumenn um að gera árásir á Rússland, öfugt við það sem raunverulega er að gerast, að Úkraínumenn séu að verjast Rússum í Úkraínu. Innlimun gæti einnig gert Rússum kleift að kveðja úkraínska menn í rússneska herinn og reyna að láta þá berjast gegn Úkraínumönnum. Ráðamenn í Rússlandi, og þar á meðal Pútín, hafa hótað notkun kjarnorkuvopna. Héruðin sem Rússar ætla sér að reyna að innlima. Rússar stjórna engu héraði að fullu og Úkraínumenn hafa á undanförnum dögum sótt fram gegn Rússum í norðurhluta Donetsk og í Luhansk. Segist ekkert hafa að ræða við Pútín Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fordæmdi hina væntanlegu innlimun í gærkvöldi og hvatti þjóðir heimsins til að einangra Rússland enn frekar vegna hennar. Úkraínumenn hafa sagt að frekari friðarviðræður, sem hafa legið í dvala frá því ódæði rússneskra hermanna í Bucha og víðar urðu ljós, komi ekki til greina reyni Rússar að innlima hluta Úkraínu og Selenskí virtist staðfesta það í gær. „Önnur tilraun til að innlima landsvæði Úkraínu þýðir að við höfum ekkert að ræða við forseta Rússlands,“ sagði forsetinn samkvæmt frétt Wall Street Journal (áskriftarvefur). Hann sagði einnig að Úkraínumenn myndu ekki láta af hernaðaraðgerðum sínum og þeir myndu reka Rússa á brott frá öllum héruðum Úkraínu og þar á meðal frá Krímskaga, sem Rússar lýstu því yfir að þeir hefðu innlimað árið 2014, eftir sambærilega atkvæðagreiðslu og í þessari viku. Þá sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, í dag að innlimunin kæmi niður á tilraunum til að endurvekja friðarviðræðurnar og binda enda á átökin. Hann sagði einnig fyrr í þessum mánuði að væntanlegt friðarsamkomulag ætti að fela í sér að Úkraínumenn fengju aftur yfirráð yfir öllum sínum héruðum og þar á meðal Krímskaga. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sló á svipaða strengi í gær. Hann sagði að ríki bandalagsins myndu ekki láta af stuðningi sínum við Úkraínumenn, burtséð frá tilraunum Rússa til að innlima hluta ríkisins. Herða refsiaðgerðir gegn Rússum Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tilkynnti í dag hertar refsiaðgerðir gegn Rússlandi, vegna stigmögnunar Rússa í Úkraínu. Þær aðgerðir fela meðal annars í sér aðgerðir gegn rússneskum ríkisborgurum og frekari takmarkanir á innflutningi frá Rússlandi. Þá á að draga frekar úr aðgengi Rússa að tæknivörum frá Evrópu, sem margar hverjar eru sagðar nauðsynlegar hergagnaframleiðslu í Rússlandi. Russia has escalated the invasion of Ukraine to a new level.And we are determined to make the Kremlin pay the price for this further escalation.Today, we are proposing a new package of biting sanctions against Russia https://t.co/MrirRm1m4l— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) September 28, 2022 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Telja gasleiðslurnar geta skemmst varanlega Óttast er að rússnesku gasleiðslurnar tvær í Eystrasalti kunni að skemmast varanlega eftir að skemmdarverk sem virðast hafa verið unnin á þeim. Þýski sjóherinn ætlar að taka þátt í rannsókn á lekanum. 28. september 2022 14:36 Óttast loftslagsstórslys vegna gaslekans Losun gróðurhúsalofttegunda frá lekanum í Nord Stream-gasleiðslunum tveimur í Eystrasalti gæti jafnast á við árslosun heillrar borgar. Vísindamenn óttast loftslagshamfarir en losun vegna lekans gæti í versta falli orðið umtalsvert meiri en árslosun Íslands. 28. september 2022 10:54 Segja 99,23 prósent hafa stutt tillögu um að heyra undir Rússland Talsmenn leppstjórna Rússa í fjórum úkranskum hérðuðum hafa lýst því yfir að yfirgnæfandi meirihluti hafi greitt atkvæði með því að heyra undir Rússland, í svokölluðum „þjóðaratkvæðagreiðslum“ sem boðað var til og haldnar í gær. 28. september 2022 06:27 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Sjá meira
Leppstjórar Rússa í Saporisjía og Kherson lýstu yfir sjálfstæði frá Úkraínu í dag. Rússar lýstu því yfir í síðustu viku að haldnar yrðu atkvæðagreiðslur í fjórum héruðum Úkraínu um innlimun og voru þær framkvæmdar í miklu snatri. Samkvæmt niðurstöðum Rússa kusu nánast allir íbúar innlimun. Þessi meinta atkvæðagreiðsla og væntanleg innlimun Rússlands á héruðunum er brot á alþjóðalögum og mun líklegast hafa lítið gildi fyrir aðra en Rússa. Aðgerðunum er í raun ætlað að gefa yfirlýstri innlimun lögmæti varðandi rússnesk lög og ákvæði stjórnarskrár Rússlands. Still not clear when Russia could annex territories but (Moscow-occupied proxy state) DNR head Denis Pushilin says he is now headed to Moscow to "finalise the legal entrance of the DNR into Russia." Head of the LNR Leonid Pasechkin is the same. So timeline may still be this week. https://t.co/jc7sbEzrOA— Andrew Roth (@Andrew__Roth) September 28, 2022 Með þessu vilja Rússar, sem eru á hælunum víðast hvar í Úkraínu, saka Úkraínumenn um að gera árásir á Rússland, öfugt við það sem raunverulega er að gerast, að Úkraínumenn séu að verjast Rússum í Úkraínu. Innlimun gæti einnig gert Rússum kleift að kveðja úkraínska menn í rússneska herinn og reyna að láta þá berjast gegn Úkraínumönnum. Ráðamenn í Rússlandi, og þar á meðal Pútín, hafa hótað notkun kjarnorkuvopna. Héruðin sem Rússar ætla sér að reyna að innlima. Rússar stjórna engu héraði að fullu og Úkraínumenn hafa á undanförnum dögum sótt fram gegn Rússum í norðurhluta Donetsk og í Luhansk. Segist ekkert hafa að ræða við Pútín Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fordæmdi hina væntanlegu innlimun í gærkvöldi og hvatti þjóðir heimsins til að einangra Rússland enn frekar vegna hennar. Úkraínumenn hafa sagt að frekari friðarviðræður, sem hafa legið í dvala frá því ódæði rússneskra hermanna í Bucha og víðar urðu ljós, komi ekki til greina reyni Rússar að innlima hluta Úkraínu og Selenskí virtist staðfesta það í gær. „Önnur tilraun til að innlima landsvæði Úkraínu þýðir að við höfum ekkert að ræða við forseta Rússlands,“ sagði forsetinn samkvæmt frétt Wall Street Journal (áskriftarvefur). Hann sagði einnig að Úkraínumenn myndu ekki láta af hernaðaraðgerðum sínum og þeir myndu reka Rússa á brott frá öllum héruðum Úkraínu og þar á meðal frá Krímskaga, sem Rússar lýstu því yfir að þeir hefðu innlimað árið 2014, eftir sambærilega atkvæðagreiðslu og í þessari viku. Þá sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, í dag að innlimunin kæmi niður á tilraunum til að endurvekja friðarviðræðurnar og binda enda á átökin. Hann sagði einnig fyrr í þessum mánuði að væntanlegt friðarsamkomulag ætti að fela í sér að Úkraínumenn fengju aftur yfirráð yfir öllum sínum héruðum og þar á meðal Krímskaga. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sló á svipaða strengi í gær. Hann sagði að ríki bandalagsins myndu ekki láta af stuðningi sínum við Úkraínumenn, burtséð frá tilraunum Rússa til að innlima hluta ríkisins. Herða refsiaðgerðir gegn Rússum Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tilkynnti í dag hertar refsiaðgerðir gegn Rússlandi, vegna stigmögnunar Rússa í Úkraínu. Þær aðgerðir fela meðal annars í sér aðgerðir gegn rússneskum ríkisborgurum og frekari takmarkanir á innflutningi frá Rússlandi. Þá á að draga frekar úr aðgengi Rússa að tæknivörum frá Evrópu, sem margar hverjar eru sagðar nauðsynlegar hergagnaframleiðslu í Rússlandi. Russia has escalated the invasion of Ukraine to a new level.And we are determined to make the Kremlin pay the price for this further escalation.Today, we are proposing a new package of biting sanctions against Russia https://t.co/MrirRm1m4l— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) September 28, 2022
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Telja gasleiðslurnar geta skemmst varanlega Óttast er að rússnesku gasleiðslurnar tvær í Eystrasalti kunni að skemmast varanlega eftir að skemmdarverk sem virðast hafa verið unnin á þeim. Þýski sjóherinn ætlar að taka þátt í rannsókn á lekanum. 28. september 2022 14:36 Óttast loftslagsstórslys vegna gaslekans Losun gróðurhúsalofttegunda frá lekanum í Nord Stream-gasleiðslunum tveimur í Eystrasalti gæti jafnast á við árslosun heillrar borgar. Vísindamenn óttast loftslagshamfarir en losun vegna lekans gæti í versta falli orðið umtalsvert meiri en árslosun Íslands. 28. september 2022 10:54 Segja 99,23 prósent hafa stutt tillögu um að heyra undir Rússland Talsmenn leppstjórna Rússa í fjórum úkranskum hérðuðum hafa lýst því yfir að yfirgnæfandi meirihluti hafi greitt atkvæði með því að heyra undir Rússland, í svokölluðum „þjóðaratkvæðagreiðslum“ sem boðað var til og haldnar í gær. 28. september 2022 06:27 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Sjá meira
Telja gasleiðslurnar geta skemmst varanlega Óttast er að rússnesku gasleiðslurnar tvær í Eystrasalti kunni að skemmast varanlega eftir að skemmdarverk sem virðast hafa verið unnin á þeim. Þýski sjóherinn ætlar að taka þátt í rannsókn á lekanum. 28. september 2022 14:36
Óttast loftslagsstórslys vegna gaslekans Losun gróðurhúsalofttegunda frá lekanum í Nord Stream-gasleiðslunum tveimur í Eystrasalti gæti jafnast á við árslosun heillrar borgar. Vísindamenn óttast loftslagshamfarir en losun vegna lekans gæti í versta falli orðið umtalsvert meiri en árslosun Íslands. 28. september 2022 10:54
Segja 99,23 prósent hafa stutt tillögu um að heyra undir Rússland Talsmenn leppstjórna Rússa í fjórum úkranskum hérðuðum hafa lýst því yfir að yfirgnæfandi meirihluti hafi greitt atkvæði með því að heyra undir Rússland, í svokölluðum „þjóðaratkvæðagreiðslum“ sem boðað var til og haldnar í gær. 28. september 2022 06:27