Eigendur Jets segja „skyldu sína“ að hjálpa fólki frá Úkraínu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. september 2022 07:01 Joe Flacco er leikstjórnandi Jets. Cooper Neill/Getty Images Annar af eigendum NFL-liðsins New York Jets hafa gefið eina milljón Bandaríkjadala [145 milljónir íslenskra króna] til góðgerðarmála tengdum Úkraínu og stríðinu þar í landi. Suzanne Johnson, eiginkona Woody Johnson - annars af eigendum New York Jets, kemur upprunalega frá Úkraínu. Faðir hennar flúði til Bandaríkjanan eftir síðari heimsstyrjöldina. Hann var með fimm dali í vasanum og kunni ekki stakt orð í ensku. Suzanne ólst upp í „Litlu Úkraínu“ á Manhattan í New York. Hún hefur veri gift hinum vellauðuga Robert Wood Johnson IV [Woody] síðan árið 2009. Hann keypti Jets árið 2000 og er nú starfandi framkvæmdastjóri félagsins. Suzanne varð að leggja sitt á vogarskálarnar eftir innrás Rússa í Úkraínu. Ásamt því að gefa eina milljón Bandaríkjadala þá fór hún með eiginmani sínum og báðum sonum þeirra til Póllands í júlí síðastliðnum. Þangað hefur fólk flúið í hrönnum síðan stríðið hófst. Af þeim sjö og hálfri milljón sem hafa flúið Úkraínu þá hafa 1,4 milljón farið til Póllands. Heimsótti fjölskyldan Dom Wczasowy munaðarleysingjahælið og Bursa Miedzyszkolna heimavistina sem hefur verið notuð sem miðstöð fyrir flóttamenn. Fjölskyldan árið 2017.Getty Images „Það var reynsla sem opnaði augu okkar. Í Bursa Miedzyszkolna var fullt af fólki sem fékk aðeins hálftíma til að grípa það sem gat áður en það þurfti að flýja heimili sín. Konurnar þarna grétu þegar ég talaði við þær, þær eru svo stoltar og hata að hafa verið settar í aðstæður þar sem þær þurfa að treysta á aðra.“ „Það er skylda mín sem dóttir hans og sona minna sem barnabörn hans, að gera það sem við getum. Við verðum að hjálpa,“ sagði Suzanne en faðir hennar lést fyrir þremur árum síðan. Undanfarna tíu mánuði hafa hjónin gefið 100 þúsund Bandaríkjadali. Hvern mánuð hafa þau valið samtök sem þurfa hvað mest á fjármagninu að halda. Ásamt því hafa þau notað stöðu sína, sem eigendur Jets, til að vekja athygli á ástandinu í Úkraínu heima fyrir. Úkraínski fáninn hefur verið sýnilegur á MetLife-vellinum í New Jersey. Hjálmar leikmanna Jets hafa verið skreyttir með úkraínska fánanum og þá var myndband sýnt á heimaleik liðsins nýverið til að vekja athygli á stríðinu. Úkraínski og bandaríski fáninn hlið við hlið á heimavelli Jets.Rich Graessle/Getty Images Jets hafa ekkert farið neitt sérstaklega vel af stað í NFL deildinni í vetur. Liðið beið afhroð í fyrsta leik gegn Baltimore Ravens [9-24], tókst á einhvern hátt að vinna Cleveland Browns [31-30] áður en liðið steinlá gegn Cincinnati Bengals um síðustu helgi [12-27]. NFL Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Sjá meira
Suzanne Johnson, eiginkona Woody Johnson - annars af eigendum New York Jets, kemur upprunalega frá Úkraínu. Faðir hennar flúði til Bandaríkjanan eftir síðari heimsstyrjöldina. Hann var með fimm dali í vasanum og kunni ekki stakt orð í ensku. Suzanne ólst upp í „Litlu Úkraínu“ á Manhattan í New York. Hún hefur veri gift hinum vellauðuga Robert Wood Johnson IV [Woody] síðan árið 2009. Hann keypti Jets árið 2000 og er nú starfandi framkvæmdastjóri félagsins. Suzanne varð að leggja sitt á vogarskálarnar eftir innrás Rússa í Úkraínu. Ásamt því að gefa eina milljón Bandaríkjadala þá fór hún með eiginmani sínum og báðum sonum þeirra til Póllands í júlí síðastliðnum. Þangað hefur fólk flúið í hrönnum síðan stríðið hófst. Af þeim sjö og hálfri milljón sem hafa flúið Úkraínu þá hafa 1,4 milljón farið til Póllands. Heimsótti fjölskyldan Dom Wczasowy munaðarleysingjahælið og Bursa Miedzyszkolna heimavistina sem hefur verið notuð sem miðstöð fyrir flóttamenn. Fjölskyldan árið 2017.Getty Images „Það var reynsla sem opnaði augu okkar. Í Bursa Miedzyszkolna var fullt af fólki sem fékk aðeins hálftíma til að grípa það sem gat áður en það þurfti að flýja heimili sín. Konurnar þarna grétu þegar ég talaði við þær, þær eru svo stoltar og hata að hafa verið settar í aðstæður þar sem þær þurfa að treysta á aðra.“ „Það er skylda mín sem dóttir hans og sona minna sem barnabörn hans, að gera það sem við getum. Við verðum að hjálpa,“ sagði Suzanne en faðir hennar lést fyrir þremur árum síðan. Undanfarna tíu mánuði hafa hjónin gefið 100 þúsund Bandaríkjadali. Hvern mánuð hafa þau valið samtök sem þurfa hvað mest á fjármagninu að halda. Ásamt því hafa þau notað stöðu sína, sem eigendur Jets, til að vekja athygli á ástandinu í Úkraínu heima fyrir. Úkraínski fáninn hefur verið sýnilegur á MetLife-vellinum í New Jersey. Hjálmar leikmanna Jets hafa verið skreyttir með úkraínska fánanum og þá var myndband sýnt á heimaleik liðsins nýverið til að vekja athygli á stríðinu. Úkraínski og bandaríski fáninn hlið við hlið á heimavelli Jets.Rich Graessle/Getty Images Jets hafa ekkert farið neitt sérstaklega vel af stað í NFL deildinni í vetur. Liðið beið afhroð í fyrsta leik gegn Baltimore Ravens [9-24], tókst á einhvern hátt að vinna Cleveland Browns [31-30] áður en liðið steinlá gegn Cincinnati Bengals um síðustu helgi [12-27].
NFL Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Sjá meira