Karen, sem eignaðist dóttur fyrir tveimur árum, tilkynnti um þetta á Instagram-síðu sinni í dag þar sem hamingjuóskum rignir yfir hana frá liðsfélögum í Fram og landsliðinu, ásamt fleirum. „Við bíðum spennt eftir páskunum,“ skrifar Karen.
Síðast þegar Karen var ólétt missti hún aðeins af þremur leikjum með Fram, og engum með landsliðinu, því vegna kórónuveirufaraldursins var keppni ítrekað frestað auk þess sem hún var fljót að snúa aftur á keppnisgólfið.
Tvær umferðir eru búnar af Olís-deildinni í vetur og hefur Karen ekki verið í leikmannahópi Fram í þeim leikjum.
Lið Fram er mikið breytt frá því sem vann Íslandsmeistaratitilinn síðasta vor því eftir tímabilið hættu Hildur Þorgeirsdóttir og Stella Sigurðardóttir, Emma Olsson sneri heim til Svíþjóðar og óvissa ríkir um Ragnheiði Júlíusdóttur vegna alvarlegra eftirkasta kórónuveirusmits.