Lekinn í Eystrasalti lítill hluti af losun manna á metani Kjartan Kjartansson skrifar 30. september 2022 09:35 Brennsluturnar fyrir jarðgas í olíu- og gaslind í Texas. Umframmetansgasi er oft brennt en í mörgum tilfellum eru turnarnir bilaðir eða slökkt á þeim þannig að metan sleppur beint út í andrúmsloftið. Metan er margfalt öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringurinn sem myndast þegar metani er brennt. AP/David Goldman Þrátt fyrir að þúsundir tonna af jarðgasi velli út um göt á Nord Stream-gasleiðslunum tveimur er lekinn lítill í samanburði við aðra losun manna á metani. Áætlað er að ef allt gasið í leiðslunum læki út í andrúmsloftið næmi það um 0,1% af heildarlosun á metani í heiminum. Lekar komu á Nord Stream 1 og 2, gasleiðslur sem flytja jarðgas frá Rússlandi til meginlands Evrópu, á mánudag. Dramatískar loftmyndir hafa sést af gasinu vella upp úr sjónum og út í andrúmsloftið í gasbólu allt að einn kílómetri að þvermáli. Vestræn ríki telja að um vísvitandi spellvirki hafi verið að ræða. Hvorug leiðslan var í notkun þegar lekarnir komu á þær en gas var enn í þeim. Metangasið er öflug gróðurhúsalofttegund, um tuttugu sinnum máttugra en koltvísýringur yfir hundrað ára tímabil. Í versta falli hefur verið áætlað að lekinn frá leiðslunum jafnist á við losun um einnar milljónar bifreiða á einu ári. Til samanburðar aka um 250 milljónir bíla um stræti Evrópu, að sögn Washington Post. „Þetta er ekki smávægilegt en á stærð við meðalstóra bandaríska borg, eitthvað af þeirri stærðargráðu. Það eru svo margar uppsprettur um allan heim. Hver einstakur atburður er yfirleitt lítill. Ég held að þessi falli í þann flokk,“ segir Drew Shindell, prófessor í jarðvísindum við Duke-háskóla við bandaríska blaðið. David Archer, prófessor í jarðvísindum við Háskólann í Chicago í Bandaríkjunum, segist telja að stór hluti metansins frá Nord Stream-leiðslunum hafi leyst upp í sjónum. Þó að lekinn virðist stór blikni hann í samanburði við daglega losun vegna landbúnaðar. Losun frá olíulindum og nautgripum sé mun meiri en erfiðari að sjá fyrir sér. „Ef sprengingin í Eystrasaltinu virðist stór þá er það vegna þess að hún er öll á einum stað,“ segir hann við AP-fréttastofuna. Tvöfalt til þrefalt meiri losun en olíu- og gasfyrirtækin segja Metangaslekar eru einnig algengir um allan heim. Þannig sýna gervihnattaathuganir að metanlosun frá olíu- og gasiðnaðinum er mun meiri en fyrirtækin halda sjálf fram. Gasið sleppur frá gaslindum, leiðslum og þrýstistöðvum og útflutningsmiðstöðvum fyrir fljótandi gas. Thomas Lauvaux frá Háskólanum í Reims í Frakklandi segir AP-fréttastofunni að metanlosun frá olíu- og gasvinnslu sé vanalega að minnsta kosti tvöfalt meiri en fyrirtækin gefa upp. Hann og samstarfsmenn hans hafa fylgst með fleiri en 1.500 stórum metangaslekum um allan heim með hjálp gervihnatta. Í Permdældinni í Texas, stærsta olíu- og gasvinnslusvæði Bandaríkjanna, hefur metanlosunin verið tvöfalt til þrefalt meiri. Lekarnir eru oft síður en svo óhöpp. Gasvinnslufyrirtæki láta þannig flest metan leka út í andrúmsloftið þegar þau þurfa að tæma leiðslur fyrir viðhald. Í sumum tilfellum reyna olíu- og gasfyrirtæki að minnka metanlosun með því að brenna umframgas. Við brunann verður til koltvísýringur. Rannsókn sem vísindamenn frá Háskólanum í Michigan birtu í gær bendir til þess að metanlosun vegna bruna af þessu tagi sé allt að fimmfalt meiri en talið var. Í mörgum tilfellum virkar logarnir sem eiga að brenna gasið ekki eða þá að ekki er kveikt á þeim þannig að metanið sleppur beint út í andrúmsloftið. Stærstur hluti metanlosunarinnar er hins vegar ekki frá jarðefnaeldsneyti heldur frá uppsprettum eins og landbúnaði, rotnandi úrgangi og jafnvel rotnandi plöntum í uppistöðulónum. Áætlað er að metan vegna jarðefnaeldsneytis sé tæpur þriðjungur losunarinnar. Mikill styrkur metans yfir Skandinavíu Athuganastöðvar í Svíþjóð hafa mælt allt að 20-25 prósent hærri styrk metans í lofti en vanalega frá því að leiðslurnar rofnuðu á mánudag. Gasið er þrátt fyrir það ekki hættulegt heilsu manna í þeim styrk. Í Noregi og Finnlandi hefur styrkur metans einnig mælst óvenjuhár. „Við höfum aldrei séð neitt þessu líkt á athuganastöðvum okkar,“ segir Cathrine Lund Myhre frá Loftrannsóknastofnun Noregs. Norska ríkisútvarpið NRK segir að út frá styrk metans sem mælist nú í Skandinavíu hafi sérfræðingar reiknað út að um 80.000 tonn metans hafi losnað út í andrúmsloftið. Það sé um fjórfalt meira en árleg metanlosun frá olíu- og gasframleiðslu Noregs. Spálíkan á vefsíðu NRK sýnir að leifar gasskýsins gæti náð að norðurströnd Íslands síðdegis í dag. Jasmine Cooper, rannsakandi við hugveituna Sjálfbæru gasstofnunina, segir Washington Post að ólíklegt sé að lekinn í Eystrasalti ógni sjávarlífverum á sama hátt og olíuleki. „Umhverfisáhrifin verða á hnattræna hlýnun,“ segir hún. Enginn hefur nákvæmar upplýsingar um umfang lekans en dönsk yfirvöld áætla þó að þeir gætu stöðvast á sunnudag. Þegar það gerist verður loks hægt að byrja að meta skemmdirnar og rannsaka hvað olli því að leiðslurnar rofnuðu. Loftslagsmál Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Tengdar fréttir Sást til rússneskra herskipa nærri lekastaðnum í vikunni Evrópskar öryggisstofnanir eru sagðar hafa fylgst með ferðum rússneskra herskipa nærri staðnum þar sem lekar komu á Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti í vikunni. Atlantshafsbandalagið telur að um skemmdarverk hafi verið að ræða. 29. september 2022 14:04 Svíar fundu fjórða lekann og Rússar benda á Bandaríkjamenn Sænska landhelgisgæslan hefur fundið fjórða gaslekann á Nord Stream gasleiðslunum, samkvæmt Svenska Dagbladet. Blaðið hefur eftir talsmanni landhelgisgæslunnar að tveir af lekunum fjórum séu í sænskri lögsögu en hinir tveir eru í danskri lögsögu. 29. september 2022 07:30 Danir telja sprengingarnar hafa verið skemmdarverk Forsætisráðherra Danmerkur sagði á blaðamannafundi fyrr í kvöld að dönsk yfirvöld telji að sprengingarnar tvær, sem ollu leka á Nord stream gasleiðslunum í gær, hafi verið skemmdarverk. Hún sagðist þó ekkert geta gefið upp um hverjir eru taldir standa að baki skemmdarverkum. 27. september 2022 19:52 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Sjá meira
Lekar komu á Nord Stream 1 og 2, gasleiðslur sem flytja jarðgas frá Rússlandi til meginlands Evrópu, á mánudag. Dramatískar loftmyndir hafa sést af gasinu vella upp úr sjónum og út í andrúmsloftið í gasbólu allt að einn kílómetri að þvermáli. Vestræn ríki telja að um vísvitandi spellvirki hafi verið að ræða. Hvorug leiðslan var í notkun þegar lekarnir komu á þær en gas var enn í þeim. Metangasið er öflug gróðurhúsalofttegund, um tuttugu sinnum máttugra en koltvísýringur yfir hundrað ára tímabil. Í versta falli hefur verið áætlað að lekinn frá leiðslunum jafnist á við losun um einnar milljónar bifreiða á einu ári. Til samanburðar aka um 250 milljónir bíla um stræti Evrópu, að sögn Washington Post. „Þetta er ekki smávægilegt en á stærð við meðalstóra bandaríska borg, eitthvað af þeirri stærðargráðu. Það eru svo margar uppsprettur um allan heim. Hver einstakur atburður er yfirleitt lítill. Ég held að þessi falli í þann flokk,“ segir Drew Shindell, prófessor í jarðvísindum við Duke-háskóla við bandaríska blaðið. David Archer, prófessor í jarðvísindum við Háskólann í Chicago í Bandaríkjunum, segist telja að stór hluti metansins frá Nord Stream-leiðslunum hafi leyst upp í sjónum. Þó að lekinn virðist stór blikni hann í samanburði við daglega losun vegna landbúnaðar. Losun frá olíulindum og nautgripum sé mun meiri en erfiðari að sjá fyrir sér. „Ef sprengingin í Eystrasaltinu virðist stór þá er það vegna þess að hún er öll á einum stað,“ segir hann við AP-fréttastofuna. Tvöfalt til þrefalt meiri losun en olíu- og gasfyrirtækin segja Metangaslekar eru einnig algengir um allan heim. Þannig sýna gervihnattaathuganir að metanlosun frá olíu- og gasiðnaðinum er mun meiri en fyrirtækin halda sjálf fram. Gasið sleppur frá gaslindum, leiðslum og þrýstistöðvum og útflutningsmiðstöðvum fyrir fljótandi gas. Thomas Lauvaux frá Háskólanum í Reims í Frakklandi segir AP-fréttastofunni að metanlosun frá olíu- og gasvinnslu sé vanalega að minnsta kosti tvöfalt meiri en fyrirtækin gefa upp. Hann og samstarfsmenn hans hafa fylgst með fleiri en 1.500 stórum metangaslekum um allan heim með hjálp gervihnatta. Í Permdældinni í Texas, stærsta olíu- og gasvinnslusvæði Bandaríkjanna, hefur metanlosunin verið tvöfalt til þrefalt meiri. Lekarnir eru oft síður en svo óhöpp. Gasvinnslufyrirtæki láta þannig flest metan leka út í andrúmsloftið þegar þau þurfa að tæma leiðslur fyrir viðhald. Í sumum tilfellum reyna olíu- og gasfyrirtæki að minnka metanlosun með því að brenna umframgas. Við brunann verður til koltvísýringur. Rannsókn sem vísindamenn frá Háskólanum í Michigan birtu í gær bendir til þess að metanlosun vegna bruna af þessu tagi sé allt að fimmfalt meiri en talið var. Í mörgum tilfellum virkar logarnir sem eiga að brenna gasið ekki eða þá að ekki er kveikt á þeim þannig að metanið sleppur beint út í andrúmsloftið. Stærstur hluti metanlosunarinnar er hins vegar ekki frá jarðefnaeldsneyti heldur frá uppsprettum eins og landbúnaði, rotnandi úrgangi og jafnvel rotnandi plöntum í uppistöðulónum. Áætlað er að metan vegna jarðefnaeldsneytis sé tæpur þriðjungur losunarinnar. Mikill styrkur metans yfir Skandinavíu Athuganastöðvar í Svíþjóð hafa mælt allt að 20-25 prósent hærri styrk metans í lofti en vanalega frá því að leiðslurnar rofnuðu á mánudag. Gasið er þrátt fyrir það ekki hættulegt heilsu manna í þeim styrk. Í Noregi og Finnlandi hefur styrkur metans einnig mælst óvenjuhár. „Við höfum aldrei séð neitt þessu líkt á athuganastöðvum okkar,“ segir Cathrine Lund Myhre frá Loftrannsóknastofnun Noregs. Norska ríkisútvarpið NRK segir að út frá styrk metans sem mælist nú í Skandinavíu hafi sérfræðingar reiknað út að um 80.000 tonn metans hafi losnað út í andrúmsloftið. Það sé um fjórfalt meira en árleg metanlosun frá olíu- og gasframleiðslu Noregs. Spálíkan á vefsíðu NRK sýnir að leifar gasskýsins gæti náð að norðurströnd Íslands síðdegis í dag. Jasmine Cooper, rannsakandi við hugveituna Sjálfbæru gasstofnunina, segir Washington Post að ólíklegt sé að lekinn í Eystrasalti ógni sjávarlífverum á sama hátt og olíuleki. „Umhverfisáhrifin verða á hnattræna hlýnun,“ segir hún. Enginn hefur nákvæmar upplýsingar um umfang lekans en dönsk yfirvöld áætla þó að þeir gætu stöðvast á sunnudag. Þegar það gerist verður loks hægt að byrja að meta skemmdirnar og rannsaka hvað olli því að leiðslurnar rofnuðu.
Loftslagsmál Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Tengdar fréttir Sást til rússneskra herskipa nærri lekastaðnum í vikunni Evrópskar öryggisstofnanir eru sagðar hafa fylgst með ferðum rússneskra herskipa nærri staðnum þar sem lekar komu á Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti í vikunni. Atlantshafsbandalagið telur að um skemmdarverk hafi verið að ræða. 29. september 2022 14:04 Svíar fundu fjórða lekann og Rússar benda á Bandaríkjamenn Sænska landhelgisgæslan hefur fundið fjórða gaslekann á Nord Stream gasleiðslunum, samkvæmt Svenska Dagbladet. Blaðið hefur eftir talsmanni landhelgisgæslunnar að tveir af lekunum fjórum séu í sænskri lögsögu en hinir tveir eru í danskri lögsögu. 29. september 2022 07:30 Danir telja sprengingarnar hafa verið skemmdarverk Forsætisráðherra Danmerkur sagði á blaðamannafundi fyrr í kvöld að dönsk yfirvöld telji að sprengingarnar tvær, sem ollu leka á Nord stream gasleiðslunum í gær, hafi verið skemmdarverk. Hún sagðist þó ekkert geta gefið upp um hverjir eru taldir standa að baki skemmdarverkum. 27. september 2022 19:52 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Sjá meira
Sást til rússneskra herskipa nærri lekastaðnum í vikunni Evrópskar öryggisstofnanir eru sagðar hafa fylgst með ferðum rússneskra herskipa nærri staðnum þar sem lekar komu á Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti í vikunni. Atlantshafsbandalagið telur að um skemmdarverk hafi verið að ræða. 29. september 2022 14:04
Svíar fundu fjórða lekann og Rússar benda á Bandaríkjamenn Sænska landhelgisgæslan hefur fundið fjórða gaslekann á Nord Stream gasleiðslunum, samkvæmt Svenska Dagbladet. Blaðið hefur eftir talsmanni landhelgisgæslunnar að tveir af lekunum fjórum séu í sænskri lögsögu en hinir tveir eru í danskri lögsögu. 29. september 2022 07:30
Danir telja sprengingarnar hafa verið skemmdarverk Forsætisráðherra Danmerkur sagði á blaðamannafundi fyrr í kvöld að dönsk yfirvöld telji að sprengingarnar tvær, sem ollu leka á Nord stream gasleiðslunum í gær, hafi verið skemmdarverk. Hún sagðist þó ekkert geta gefið upp um hverjir eru taldir standa að baki skemmdarverkum. 27. september 2022 19:52