Stökkið: „Það sakar aldrei að sækja bara um“ Elísabet Hanna skrifar 3. október 2022 07:02 Ásthildur stundar bachelor nám í klassískum kontrabassaleik við Konunglega tónlistarháskólann í Stokkhólmi. Aðsend Ásthildur Helga Jónsdóttir stundar bachelor nám í klassískum kontrabassaleik við Konunglega tónlistarháskólann í Stokkhólmi. Hún kláraði framhaldspróf í kontrabassaleik frá MÍT áður en hún flutti úr landi fyrir rúmu ári síðan. Hvar ertu búsett?Ég er búsett í Stokkhólmi. Ég hafði í raun bara áhuga á því að búa í Svíþjóð þegar ég sótti um framhaldsnám. Ástæðan fyrir því er sú að það er frítt að fara í nám Norðurlöndunum og ég hef alltaf heillast af Svíþjóð, tungumálinu og fólkinu. Ásthildur sótti um nám í tveimur skólum og komst inn í báða. Aðsend Það er líka ekki of ólíkt Íslandi og stutt að fara í heimsókn til Íslands. Ég sótti í rauninni bara um tvo skóla, í Gautaborg og Stokkhólmi, og komst inn í báða. Með hverjum býrðu úti?Ég bý ein úti en hér hef ég tvær frænkur sem eru í sama skóla. Að búa ein er ný upplifun og spennandi að vera sjálfstæð og hella sér alveg í námið. View this post on Instagram A post shared by Ásthildur Helga Jónsdóttir (@asthildur.helga) Langaði þig alltaf til þess að flytja út?Eftir að ég byrjaði á læra á kontrabassa átján ára gömul þá var alltaf draumur að komast í nám erlendis. Með því að flytja erlendis getur maður fengið meira út úr náminu þar sem skólarnir eru stærri og hafa fleiri nemendur. Einnig hefur mig alltaf langað að prófa að búa erlendis og víkka sjóndeildarhringinn. Alltaf draumur að komast í nám erlendis.Aðsend Hvernig hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á flutningana?Heimsfaraldurinn hefur ekki haft nein áhrif á flutningana. Þegar ég flutti út í fyrra var hann í niðursveiflu en kom þó aðeins aftur upp í nokkrar vikur en þá voru fyrirlestrarnir á zoom. View this post on Instagram A post shared by Ásthildur Helga Jónsdóttir (@asthildur.helga) Hvernig byrjaðir þú að undirbúa ferlið að flytja? Þetta gerðist allt svo hratt. Ég sótti um að gamni mínu rétt fyrir umsóknarfrestinn haustinu áður, eftir að kennarinn minn heima á Íslandi hvatti mig til þess. Mér fannst ég ekki tilbúin og þótti ólíklegt að ég kæmist inn. Þegar ég fékk inn þá var ekkert annað í stöðunni en bara að kýla á tækifærið. Ég er lifandi dæmi um að það sakar aldrei að sækja bara um. Áður en ég fór út var ég dugleg að auglýsa eftir íbúð bæði á Facebook og Blocket sem er eins og „Bland” hér í Svíþjóð. Þar var haft samband við mig og ég fékk mjög fína íbúð á hagstæðu verði. Annars er mjög sniðugt að skrá sig sem allra fyrst í nemendafélagið og Stúdentaíbúðarfélagið SSSB. Þar safnar maður dögum og gæti fengið eitthvað húsnæði þegar skólinn byrjar. Það gerðist allt mjög hratt eftir að Ásthildur sótti um námið.Aðsend Annars, eins og margir þekkja sem hafa búið í Svíþjóð, gengur allt fremur hægt fyrir sig. Að fá sænska kennitölu, bankareikning og símanúmer. Kerfið getur verið svolítið þunglamalegt og þess vegna er gott að rækta þolinmæðina fyrstu mánuðina. Hvað þarf að hafa í huga ef maður ætlar að flytja til útlanda?Ég hugsa að það skiptir miklu máli að vera ekki að stressa sig of mikið, það tekur tíma að koma sér fyrir, ná tungumálinu og kynnast fólki sem verður vinir manns. Margt er ruglingslegt og jafnvel erfitt í byrjun en með tímanum verður allt auðveldara og manni fer að líða vel í umhverfinu og í samfélaginu sem maður hefur myndað sér. Hún er alsæl með skólann sinn.Aðsend Hvernig komstu í kynni við námið sem þú ert í?Ég vissi í rauninni ekkert hvað ég var að gera þegar ég var að leita mér að skóla til að fara í. Ég niðurnjörvaði hvar ég vildi búa, sem skipti mig miklu máli. Ég vildi frítt nám og auðvitað líka vel við skólann. Ég hefði sótt um fleiri skóla ef ég hefði haft áhuga á öðrum stöðum en svo var ekki. Ég tók allavega rétta ákvörðun því ég gæti ekki verið á betri stað. Hvers saknar þú mest við Ísland?Ég sakna auðvitað mest fjölskyldunnar en líka sundlauganna og íslensku náttúrunnar. View this post on Instagram A post shared by Ásthildur Helga Jónsdóttir (@asthildur.helga) Hvers saknar þú minnst við Ísland?Hvað samgöngurnar eru lélegar og að þurfa að keyra bíl hvert sem ég fer, með bassann minn. Hvernig er veðrið?Hér eru árstíðir. Haustið er lengra, það verður dimmt á veturna eins og á Íslandi og töluvert kaldara. Vorið er fallegt og hlýtt, næstum eins og íslenskt sumar og sumarið mátulega heitt. Hér rignir ekki mikið og hér er lítill vindur. Ásthildur er ánægð með sterku árstíðirnar.Aðsend Hvaða ferðamáta notast þú við?Ég nota fyrst og fremst lestar, svo geng ég eða tek strætó. Hér er auðvelt að nota samgöngukerfið sem er mjög gott. Kemur þú oft til Íslands?Ég hef komið heim þrisvar eða fjórum sinnum á síðast liðnu ári. Einu sinni um haustið, svo auðvitað yfir jólin en það var erfitt að koma heim um vorið því þá er svo mikið að gera í skólanum. View this post on Instagram A post shared by Ásthildur Helga Jónsdóttir (@asthildur.helga) Annars fór ég heim seinasta sumar í byrjun júní þegar skólinn kláraðist. Ég vann á Íslandi um sumarið og eyddi góðum tíma með vinum og fjölskyldunni minni. Upplifir þú það sem kostnaðarsamara eða ódýrara að búa þarna?Mér finnst þetta vera svo svipað og heima nema matarkarfan er aðeins ódýrari og áfengi líka. Annars er svolítið dýrt að fara í klippingu. Hún segir matarkörfuna á áfengið ódýrara í Stokkhólmi en á Íslandi.Aðsend Hefurðu verið að fá mikið af heimsóknum út?Ekki ennþá en ég á von á fleiri heimsóknum á þessu skólaári. Pabbi minn kíkti á mig í vor en hann er sjálfur áhuga tónlistarmaður og naut sín vel í skólaumhverfinu. Hann fékk túr um skólann í minni leiðsögn, kíkti með mér í bassatíma og fór á tónleika sem ég spilaði á. Við fórum svo á Óperu og löbbuðum um í gamla bænum sem er auðvitað þekktur fyrir fegurð sína, það var mjög kósí. View this post on Instagram A post shared by Ásthildur Helga Jónsdóttir (@asthildur.helga) Er sterkt Íslendingasamfélag þar sem þú ert?Það er nokkrir Íslendingar í skólanum og það er voða góður andi í þeim hóp. Annars er félag sem heitir FÍNS sem stendur fyrir Félag íslenskra námsmanna í Stokkhólmi en ég hef ekki enn haft tök á því að kíkja á hittinga. Áttu þér uppáhaldsstað?Ég eyði mesta tímanum mínum í skólanum og á mismunandi tónleikum. Mæli með að kíkja á Óperuhúsið en það er staðsett í ótrúlega fallegri byggingu miðsvæðis nálægt gamla bænum. Ég hef líka farið Bergwaldhallen og Konserthuset á ýmsa tónleika. Svo eru fullt af krúttlegum kaffihúsum í gamla bænum, en ég mæli sérstaklega með að smakka kardimommusnúða. View this post on Instagram A post shared by Ásthildur Helga Jónsdóttir (@asthildur.helga) Hvaða matsölustöðum myndir þú mæla með?Ég er ekki sú besta til að spyrja út í veitingastaði þar sem ég lifi kannski þessu týpíska stúdentalífi þar sem fjármagn ræður för frekar en gæði. Við vinirnir kíkjum á veitingastað sem við sjáum eða fáum okkur pizzu eftir bjórhitting. Það er ekki erfitt að finna ódýran mat hér í Svíþjóð, hér er aragrúi af taílenskum stöðum, sushi- , pizza- og kebabstöðum en gæðin eru misjöfn. Svo er reyndar ótrúlega góður veitingastaður í skólanum sem heitir Oktav og mikill metnaður lagður í matinn þar. Fiskur dagsins þar, kjötréttirnir, vegan réttirnir og súpa dagsins eru öll afbragðsgóð. Ásthildur lumar á nokkrum góðum stöðum í Stokkhólmi.Aðsend Maður þarf samt að passa sig þar að eyða ekki öllum peningunum sínum í tilbúinn mat, þó svo hann sé þess virði. Greasy Spoon á Odenplan er nice staður með bæði góðan og Instagram vænan mat ef maður vill hoppa í Sunnudagsbrunch með vinum. Það er einnig gaman að kíkja á kaffihúsið Pascal á sama svæði. Annars erum við vinirnir mestmegnis að elda saman heima, það er lang skemmtilegast Hvað er eitthvað sem allir verða að gera á þessum stað?Skella sér í sjósund og sánu eða „bastu” eins og það kallast á sænsku. Hún mælir með sjósundi og sánu.Aðsend Hvernig er týpískur dagur hjá þér úti?Þegar ég flutti hingað út þurfti ég að endurhugsa rútínuna mína og aðeins að step up my game. Hingað er ég komin til að verða atvinnutónlistarmaður og ég ætlaði að nýta aðstöðuna og námið í botn. Týpískur dagur hjá mér byrjar á því að ég vakna klukkan átta, er mætt í skólann um níuleytið og æfi mig til hádegis. Stundum eru morguntímar og þá æfi ég mig eftir hádegi í staðinn. Allir í skólanum fara í hádegismat stundvíslega klukkan 12:15-13 næstum eins og í verksmiðju. Mjög fáir kaupa sér mat en sennilega taka um 90% af nemendum með sér afgang af kvöldmatnum frá kvöldinu áður í nesti sem þau stinga svo inn í einn af 20 örbylgjuofnum skólans. Ásthildur segir það lang skemmtilegast að elda saman heima.Aðsend Í Svíþjóð eru örbylgjuofnar alls staðar og ekki er óalgengt að lítill vinnustaður sé með milli 5-10 örbylgjuofna. Eftir hádegismatinn æfi ég mig aftur í æfingaraðstöðu skólans, sem er gríðarlega góð, og fer svo í kennslutíma. Seinnipartinn kíki ég líka alltaf í „Fika” með vinum, það sem Svíarnir kalla seinnipartskaffið. Ég er yfirleitt í skólanum til 18:00 en fer þá í ræktina og heim að elda. Á fimmtudögum fer ég stundum á tónleika og á föstudögum er alltaf mikil stemning í skólanum og fer þá oft eitthvað út með vinum. View this post on Instagram A post shared by Ásthildur Helga Jónsdóttir (@asthildur.helga) Hvað er það besta við staðinn þinn?Það sem er best við skólann minn er hvað allir standa saman og styðja hvorn annan. Það er mikill kærleikur í skólanum og í kringum mig. Mér finnst ég hafa aldrei átt jafn mikið af vinum og er ótrúlega þakklát fyrir það. Mér finnst líka gott að vera í skólaumhverfi það er að segja allir eru að gera svipaða hluti og eru í sömu rútínu. Ég eyði langmestum tíma í skólanum og þá skiptir svo miklu máli að þar sé gott umhverfi sem svo sannarlega er raunin. Hvað er það versta við staðinn þinn?Versta við Svíþjóð er hvað það er mikið skrifræði og allt gengur hægt fyrir sig. View this post on Instagram A post shared by Ásthildur Helga Jónsdóttir (@asthildur.helga) Sérðu fyrir þér að flytja aftur til Íslands?Já, kannski í framtíðinni en ég stefni á að fara í mastersnám eftir bachelor námið hvort sem það er hér í Svíþjóð eða í öðru landi. Svo er alltaf spurning hvar maður fær vinnu í framtíðinni. Stökkið er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við Íslendinga sem hafa tekið stökkið og flutt utan til skamms eða lengri tíma. Endilega sendið ábendingar um einstaklinga sem gætu átt heima í Stökkinu á elisabethm@stod2.is. Stökkið Svíþjóð Íslendingar erlendis Tónlist Tengdar fréttir Stökkið: „Eins og er bý ég með einhverjum tveim gaurum, held ég“ Heiða Vigdís Sigfúsdóttir er rithöfundur, ritlistarnemi og bloggari. Hún gaf nýverið út sína fyrstu skáldsögu, Getnaður, hjá Forlaginu. Í beinu framhaldi af útgáfunni flutti hún af landi brott, beint til Buenos Aires í Argentínu. 19. september 2022 07:01 Stökkið: Flutti til Úganda í starfsnám hjá sendiráðinu Vaka Lind Birkisdóttir er starfsnemi í íslenska sendiráðinu í Kampala, Úganda. Áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri hjá Stúdentaráði Háskóla Íslands. Hún lærði félagsfræði og hagfræði á Íslandi áður en hún flutti til Dublin þar sem hún útskrifaðist með MSc í alþjóðlegum stjórnmálum frá Trinity College. 12. september 2022 08:05 Stökkið: „Því lengur sem ég bý hérna því meira fell ég fyrir þessari borg“ Hildur Anissa býr í Kaupmannahöfn ásamt kærastanum sínum Sebastian og starfar sem svæðissölustjóri hjá Paper Collective, sem er danskt hönnunarfyrirtæki. Einnig starfar hún við samfélagsmiðla þar sem hún aðstoðar áhrifavalda að móta efnið sitt. 5. september 2022 07:00 Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
Hvar ertu búsett?Ég er búsett í Stokkhólmi. Ég hafði í raun bara áhuga á því að búa í Svíþjóð þegar ég sótti um framhaldsnám. Ástæðan fyrir því er sú að það er frítt að fara í nám Norðurlöndunum og ég hef alltaf heillast af Svíþjóð, tungumálinu og fólkinu. Ásthildur sótti um nám í tveimur skólum og komst inn í báða. Aðsend Það er líka ekki of ólíkt Íslandi og stutt að fara í heimsókn til Íslands. Ég sótti í rauninni bara um tvo skóla, í Gautaborg og Stokkhólmi, og komst inn í báða. Með hverjum býrðu úti?Ég bý ein úti en hér hef ég tvær frænkur sem eru í sama skóla. Að búa ein er ný upplifun og spennandi að vera sjálfstæð og hella sér alveg í námið. View this post on Instagram A post shared by Ásthildur Helga Jónsdóttir (@asthildur.helga) Langaði þig alltaf til þess að flytja út?Eftir að ég byrjaði á læra á kontrabassa átján ára gömul þá var alltaf draumur að komast í nám erlendis. Með því að flytja erlendis getur maður fengið meira út úr náminu þar sem skólarnir eru stærri og hafa fleiri nemendur. Einnig hefur mig alltaf langað að prófa að búa erlendis og víkka sjóndeildarhringinn. Alltaf draumur að komast í nám erlendis.Aðsend Hvernig hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á flutningana?Heimsfaraldurinn hefur ekki haft nein áhrif á flutningana. Þegar ég flutti út í fyrra var hann í niðursveiflu en kom þó aðeins aftur upp í nokkrar vikur en þá voru fyrirlestrarnir á zoom. View this post on Instagram A post shared by Ásthildur Helga Jónsdóttir (@asthildur.helga) Hvernig byrjaðir þú að undirbúa ferlið að flytja? Þetta gerðist allt svo hratt. Ég sótti um að gamni mínu rétt fyrir umsóknarfrestinn haustinu áður, eftir að kennarinn minn heima á Íslandi hvatti mig til þess. Mér fannst ég ekki tilbúin og þótti ólíklegt að ég kæmist inn. Þegar ég fékk inn þá var ekkert annað í stöðunni en bara að kýla á tækifærið. Ég er lifandi dæmi um að það sakar aldrei að sækja bara um. Áður en ég fór út var ég dugleg að auglýsa eftir íbúð bæði á Facebook og Blocket sem er eins og „Bland” hér í Svíþjóð. Þar var haft samband við mig og ég fékk mjög fína íbúð á hagstæðu verði. Annars er mjög sniðugt að skrá sig sem allra fyrst í nemendafélagið og Stúdentaíbúðarfélagið SSSB. Þar safnar maður dögum og gæti fengið eitthvað húsnæði þegar skólinn byrjar. Það gerðist allt mjög hratt eftir að Ásthildur sótti um námið.Aðsend Annars, eins og margir þekkja sem hafa búið í Svíþjóð, gengur allt fremur hægt fyrir sig. Að fá sænska kennitölu, bankareikning og símanúmer. Kerfið getur verið svolítið þunglamalegt og þess vegna er gott að rækta þolinmæðina fyrstu mánuðina. Hvað þarf að hafa í huga ef maður ætlar að flytja til útlanda?Ég hugsa að það skiptir miklu máli að vera ekki að stressa sig of mikið, það tekur tíma að koma sér fyrir, ná tungumálinu og kynnast fólki sem verður vinir manns. Margt er ruglingslegt og jafnvel erfitt í byrjun en með tímanum verður allt auðveldara og manni fer að líða vel í umhverfinu og í samfélaginu sem maður hefur myndað sér. Hún er alsæl með skólann sinn.Aðsend Hvernig komstu í kynni við námið sem þú ert í?Ég vissi í rauninni ekkert hvað ég var að gera þegar ég var að leita mér að skóla til að fara í. Ég niðurnjörvaði hvar ég vildi búa, sem skipti mig miklu máli. Ég vildi frítt nám og auðvitað líka vel við skólann. Ég hefði sótt um fleiri skóla ef ég hefði haft áhuga á öðrum stöðum en svo var ekki. Ég tók allavega rétta ákvörðun því ég gæti ekki verið á betri stað. Hvers saknar þú mest við Ísland?Ég sakna auðvitað mest fjölskyldunnar en líka sundlauganna og íslensku náttúrunnar. View this post on Instagram A post shared by Ásthildur Helga Jónsdóttir (@asthildur.helga) Hvers saknar þú minnst við Ísland?Hvað samgöngurnar eru lélegar og að þurfa að keyra bíl hvert sem ég fer, með bassann minn. Hvernig er veðrið?Hér eru árstíðir. Haustið er lengra, það verður dimmt á veturna eins og á Íslandi og töluvert kaldara. Vorið er fallegt og hlýtt, næstum eins og íslenskt sumar og sumarið mátulega heitt. Hér rignir ekki mikið og hér er lítill vindur. Ásthildur er ánægð með sterku árstíðirnar.Aðsend Hvaða ferðamáta notast þú við?Ég nota fyrst og fremst lestar, svo geng ég eða tek strætó. Hér er auðvelt að nota samgöngukerfið sem er mjög gott. Kemur þú oft til Íslands?Ég hef komið heim þrisvar eða fjórum sinnum á síðast liðnu ári. Einu sinni um haustið, svo auðvitað yfir jólin en það var erfitt að koma heim um vorið því þá er svo mikið að gera í skólanum. View this post on Instagram A post shared by Ásthildur Helga Jónsdóttir (@asthildur.helga) Annars fór ég heim seinasta sumar í byrjun júní þegar skólinn kláraðist. Ég vann á Íslandi um sumarið og eyddi góðum tíma með vinum og fjölskyldunni minni. Upplifir þú það sem kostnaðarsamara eða ódýrara að búa þarna?Mér finnst þetta vera svo svipað og heima nema matarkarfan er aðeins ódýrari og áfengi líka. Annars er svolítið dýrt að fara í klippingu. Hún segir matarkörfuna á áfengið ódýrara í Stokkhólmi en á Íslandi.Aðsend Hefurðu verið að fá mikið af heimsóknum út?Ekki ennþá en ég á von á fleiri heimsóknum á þessu skólaári. Pabbi minn kíkti á mig í vor en hann er sjálfur áhuga tónlistarmaður og naut sín vel í skólaumhverfinu. Hann fékk túr um skólann í minni leiðsögn, kíkti með mér í bassatíma og fór á tónleika sem ég spilaði á. Við fórum svo á Óperu og löbbuðum um í gamla bænum sem er auðvitað þekktur fyrir fegurð sína, það var mjög kósí. View this post on Instagram A post shared by Ásthildur Helga Jónsdóttir (@asthildur.helga) Er sterkt Íslendingasamfélag þar sem þú ert?Það er nokkrir Íslendingar í skólanum og það er voða góður andi í þeim hóp. Annars er félag sem heitir FÍNS sem stendur fyrir Félag íslenskra námsmanna í Stokkhólmi en ég hef ekki enn haft tök á því að kíkja á hittinga. Áttu þér uppáhaldsstað?Ég eyði mesta tímanum mínum í skólanum og á mismunandi tónleikum. Mæli með að kíkja á Óperuhúsið en það er staðsett í ótrúlega fallegri byggingu miðsvæðis nálægt gamla bænum. Ég hef líka farið Bergwaldhallen og Konserthuset á ýmsa tónleika. Svo eru fullt af krúttlegum kaffihúsum í gamla bænum, en ég mæli sérstaklega með að smakka kardimommusnúða. View this post on Instagram A post shared by Ásthildur Helga Jónsdóttir (@asthildur.helga) Hvaða matsölustöðum myndir þú mæla með?Ég er ekki sú besta til að spyrja út í veitingastaði þar sem ég lifi kannski þessu týpíska stúdentalífi þar sem fjármagn ræður för frekar en gæði. Við vinirnir kíkjum á veitingastað sem við sjáum eða fáum okkur pizzu eftir bjórhitting. Það er ekki erfitt að finna ódýran mat hér í Svíþjóð, hér er aragrúi af taílenskum stöðum, sushi- , pizza- og kebabstöðum en gæðin eru misjöfn. Svo er reyndar ótrúlega góður veitingastaður í skólanum sem heitir Oktav og mikill metnaður lagður í matinn þar. Fiskur dagsins þar, kjötréttirnir, vegan réttirnir og súpa dagsins eru öll afbragðsgóð. Ásthildur lumar á nokkrum góðum stöðum í Stokkhólmi.Aðsend Maður þarf samt að passa sig þar að eyða ekki öllum peningunum sínum í tilbúinn mat, þó svo hann sé þess virði. Greasy Spoon á Odenplan er nice staður með bæði góðan og Instagram vænan mat ef maður vill hoppa í Sunnudagsbrunch með vinum. Það er einnig gaman að kíkja á kaffihúsið Pascal á sama svæði. Annars erum við vinirnir mestmegnis að elda saman heima, það er lang skemmtilegast Hvað er eitthvað sem allir verða að gera á þessum stað?Skella sér í sjósund og sánu eða „bastu” eins og það kallast á sænsku. Hún mælir með sjósundi og sánu.Aðsend Hvernig er týpískur dagur hjá þér úti?Þegar ég flutti hingað út þurfti ég að endurhugsa rútínuna mína og aðeins að step up my game. Hingað er ég komin til að verða atvinnutónlistarmaður og ég ætlaði að nýta aðstöðuna og námið í botn. Týpískur dagur hjá mér byrjar á því að ég vakna klukkan átta, er mætt í skólann um níuleytið og æfi mig til hádegis. Stundum eru morguntímar og þá æfi ég mig eftir hádegi í staðinn. Allir í skólanum fara í hádegismat stundvíslega klukkan 12:15-13 næstum eins og í verksmiðju. Mjög fáir kaupa sér mat en sennilega taka um 90% af nemendum með sér afgang af kvöldmatnum frá kvöldinu áður í nesti sem þau stinga svo inn í einn af 20 örbylgjuofnum skólans. Ásthildur segir það lang skemmtilegast að elda saman heima.Aðsend Í Svíþjóð eru örbylgjuofnar alls staðar og ekki er óalgengt að lítill vinnustaður sé með milli 5-10 örbylgjuofna. Eftir hádegismatinn æfi ég mig aftur í æfingaraðstöðu skólans, sem er gríðarlega góð, og fer svo í kennslutíma. Seinnipartinn kíki ég líka alltaf í „Fika” með vinum, það sem Svíarnir kalla seinnipartskaffið. Ég er yfirleitt í skólanum til 18:00 en fer þá í ræktina og heim að elda. Á fimmtudögum fer ég stundum á tónleika og á föstudögum er alltaf mikil stemning í skólanum og fer þá oft eitthvað út með vinum. View this post on Instagram A post shared by Ásthildur Helga Jónsdóttir (@asthildur.helga) Hvað er það besta við staðinn þinn?Það sem er best við skólann minn er hvað allir standa saman og styðja hvorn annan. Það er mikill kærleikur í skólanum og í kringum mig. Mér finnst ég hafa aldrei átt jafn mikið af vinum og er ótrúlega þakklát fyrir það. Mér finnst líka gott að vera í skólaumhverfi það er að segja allir eru að gera svipaða hluti og eru í sömu rútínu. Ég eyði langmestum tíma í skólanum og þá skiptir svo miklu máli að þar sé gott umhverfi sem svo sannarlega er raunin. Hvað er það versta við staðinn þinn?Versta við Svíþjóð er hvað það er mikið skrifræði og allt gengur hægt fyrir sig. View this post on Instagram A post shared by Ásthildur Helga Jónsdóttir (@asthildur.helga) Sérðu fyrir þér að flytja aftur til Íslands?Já, kannski í framtíðinni en ég stefni á að fara í mastersnám eftir bachelor námið hvort sem það er hér í Svíþjóð eða í öðru landi. Svo er alltaf spurning hvar maður fær vinnu í framtíðinni. Stökkið er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við Íslendinga sem hafa tekið stökkið og flutt utan til skamms eða lengri tíma. Endilega sendið ábendingar um einstaklinga sem gætu átt heima í Stökkinu á elisabethm@stod2.is.
Stökkið er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við Íslendinga sem hafa tekið stökkið og flutt utan til skamms eða lengri tíma. Endilega sendið ábendingar um einstaklinga sem gætu átt heima í Stökkinu á elisabethm@stod2.is.
Stökkið Svíþjóð Íslendingar erlendis Tónlist Tengdar fréttir Stökkið: „Eins og er bý ég með einhverjum tveim gaurum, held ég“ Heiða Vigdís Sigfúsdóttir er rithöfundur, ritlistarnemi og bloggari. Hún gaf nýverið út sína fyrstu skáldsögu, Getnaður, hjá Forlaginu. Í beinu framhaldi af útgáfunni flutti hún af landi brott, beint til Buenos Aires í Argentínu. 19. september 2022 07:01 Stökkið: Flutti til Úganda í starfsnám hjá sendiráðinu Vaka Lind Birkisdóttir er starfsnemi í íslenska sendiráðinu í Kampala, Úganda. Áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri hjá Stúdentaráði Háskóla Íslands. Hún lærði félagsfræði og hagfræði á Íslandi áður en hún flutti til Dublin þar sem hún útskrifaðist með MSc í alþjóðlegum stjórnmálum frá Trinity College. 12. september 2022 08:05 Stökkið: „Því lengur sem ég bý hérna því meira fell ég fyrir þessari borg“ Hildur Anissa býr í Kaupmannahöfn ásamt kærastanum sínum Sebastian og starfar sem svæðissölustjóri hjá Paper Collective, sem er danskt hönnunarfyrirtæki. Einnig starfar hún við samfélagsmiðla þar sem hún aðstoðar áhrifavalda að móta efnið sitt. 5. september 2022 07:00 Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
Stökkið: „Eins og er bý ég með einhverjum tveim gaurum, held ég“ Heiða Vigdís Sigfúsdóttir er rithöfundur, ritlistarnemi og bloggari. Hún gaf nýverið út sína fyrstu skáldsögu, Getnaður, hjá Forlaginu. Í beinu framhaldi af útgáfunni flutti hún af landi brott, beint til Buenos Aires í Argentínu. 19. september 2022 07:01
Stökkið: Flutti til Úganda í starfsnám hjá sendiráðinu Vaka Lind Birkisdóttir er starfsnemi í íslenska sendiráðinu í Kampala, Úganda. Áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri hjá Stúdentaráði Háskóla Íslands. Hún lærði félagsfræði og hagfræði á Íslandi áður en hún flutti til Dublin þar sem hún útskrifaðist með MSc í alþjóðlegum stjórnmálum frá Trinity College. 12. september 2022 08:05
Stökkið: „Því lengur sem ég bý hérna því meira fell ég fyrir þessari borg“ Hildur Anissa býr í Kaupmannahöfn ásamt kærastanum sínum Sebastian og starfar sem svæðissölustjóri hjá Paper Collective, sem er danskt hönnunarfyrirtæki. Einnig starfar hún við samfélagsmiðla þar sem hún aðstoðar áhrifavalda að móta efnið sitt. 5. september 2022 07:00