Blásið í lúðra Meistaramánaðar Nettó 30. september 2022 15:08 „Við erum ákaflega ánægð með að vera stærsti bakhjarl Meistaramánaðar," segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóra mannauðs-og samskiptasviðs Samkaupa. Meistaramánuður hefur verið haldinn í yfir 10 ár og fer nú aftur af stað. Öll geta verið á eigin forsendum og fólk hvatt til að setja sér fjölbreytt markmið. Meistaramánuður hefst næstkomandi laugardag, þann 1.október og verður í hávegum hafður allan mánuðinn reglum samkvæmt. Megin inntak Meistaramánaðar er að hvetja almenning til að setja sér markmið á eigin forsendum og geta þau snúið að öllu mögulegu, svo sem að auka samverustundir með fjölskyldunni, bæta mataræðið, huga betur að svefninum eða draga úr skjátíma svo nokkuð sé nefnt. Markmiðin geta verið eins mörg og fjölbreytt og þátttakendur eru margir en einn stærsti kostur Meistaramánaðar er að öll geta verið með - á eigin forsendum. Stóri tilgangur Meistaramánaðar er svo vitanlega að leggja grunn að varanlegum breytingum til hins betra í lífi fólks og bæta þar með lífsgæði landans til langframa. Heimasíðan meistaramanudur.is hefur verið opnuð og gefst fólki kostur á að skrá sig til leiks og jafnvel skora á aðra til að taka þátt sömuleiðis. Þátttakendur eru jafnframt hvattir til að deila myndum og sögum á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #meistari og hvetja þannig enn fleiri til að taka af skarið og vera með. Meistaramánuð þekkja íslendingar orðið ansi vel en fjölmargir hafa sett sér ýmis konar markmið sem miða að því að bæta lífsgæðin með einhverjum hætti undanfarinn áratug og er hugmyndin upphaflega komin frá félögunum Magnúsi Berg Magnússyni og Þorsteini Kára Jónssyni, sem á þeim tíma voru háskólanemar í Kaupmannahöfn. Þá langaði til að verða besta útgáfan af sjálfum sér og reyna það í heilan mánuð. Úr varð að Magnús og Þorsteinn höfðu slík áhrif á umhverfi sitt að æ fleiri fóru að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni og rúmum tíu árum síðar lifir verkefnið enn góðu lífi, nú með aðstoð Samkaupa, sem kom inn sem bakhjarl Meistaramánaðar í fyrra og hefur því blásið lífi á ný í þetta verðuga verkefni. Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóra mannauðs- og samskiptasviðs, „við erum ákaflega ánægð með að vera stærsti bakhjarl Meistaramánaðar enda samræmist verkefnið okkar áherslum einstaklega vel. Samkaup hefur verið leiðandi í að bjóða bæði viðskiptavinum og starfsfólki upp á margskonar heilsueflandi kosti. Við endurvöktum þetta frábæra átak í fyrra og það féll svo vel í kramið að við getum ekki verið annað en spennt að sjá hvernig Íslendingar koma til með að toppa sig í ár. Það er okkur mikilvægt að fá að hvetja fólk áfram í bættum lífsgæðum og hvetjum öll til að taka þátt og vera með okkur í þessu.” Samkaup rekur 65 verslanir víðsvegar um landið undir vörumerkjunum Nettó, Krambúðin, Kjörbúðin og Iceland. Heilsa Meistaramánuður Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Meistaramánuður hefst næstkomandi laugardag, þann 1.október og verður í hávegum hafður allan mánuðinn reglum samkvæmt. Megin inntak Meistaramánaðar er að hvetja almenning til að setja sér markmið á eigin forsendum og geta þau snúið að öllu mögulegu, svo sem að auka samverustundir með fjölskyldunni, bæta mataræðið, huga betur að svefninum eða draga úr skjátíma svo nokkuð sé nefnt. Markmiðin geta verið eins mörg og fjölbreytt og þátttakendur eru margir en einn stærsti kostur Meistaramánaðar er að öll geta verið með - á eigin forsendum. Stóri tilgangur Meistaramánaðar er svo vitanlega að leggja grunn að varanlegum breytingum til hins betra í lífi fólks og bæta þar með lífsgæði landans til langframa. Heimasíðan meistaramanudur.is hefur verið opnuð og gefst fólki kostur á að skrá sig til leiks og jafnvel skora á aðra til að taka þátt sömuleiðis. Þátttakendur eru jafnframt hvattir til að deila myndum og sögum á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #meistari og hvetja þannig enn fleiri til að taka af skarið og vera með. Meistaramánuð þekkja íslendingar orðið ansi vel en fjölmargir hafa sett sér ýmis konar markmið sem miða að því að bæta lífsgæðin með einhverjum hætti undanfarinn áratug og er hugmyndin upphaflega komin frá félögunum Magnúsi Berg Magnússyni og Þorsteini Kára Jónssyni, sem á þeim tíma voru háskólanemar í Kaupmannahöfn. Þá langaði til að verða besta útgáfan af sjálfum sér og reyna það í heilan mánuð. Úr varð að Magnús og Þorsteinn höfðu slík áhrif á umhverfi sitt að æ fleiri fóru að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni og rúmum tíu árum síðar lifir verkefnið enn góðu lífi, nú með aðstoð Samkaupa, sem kom inn sem bakhjarl Meistaramánaðar í fyrra og hefur því blásið lífi á ný í þetta verðuga verkefni. Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóra mannauðs- og samskiptasviðs, „við erum ákaflega ánægð með að vera stærsti bakhjarl Meistaramánaðar enda samræmist verkefnið okkar áherslum einstaklega vel. Samkaup hefur verið leiðandi í að bjóða bæði viðskiptavinum og starfsfólki upp á margskonar heilsueflandi kosti. Við endurvöktum þetta frábæra átak í fyrra og það féll svo vel í kramið að við getum ekki verið annað en spennt að sjá hvernig Íslendingar koma til með að toppa sig í ár. Það er okkur mikilvægt að fá að hvetja fólk áfram í bættum lífsgæðum og hvetjum öll til að taka þátt og vera með okkur í þessu.” Samkaup rekur 65 verslanir víðsvegar um landið undir vörumerkjunum Nettó, Krambúðin, Kjörbúðin og Iceland.
Heilsa Meistaramánuður Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira