Meðlimir sértrúarsafnaðar flúðu úr haldi í Mexíkó Kjartan Kjartansson skrifar 30. september 2022 15:38 Félagar úr söfnuðinum Lev Tahor brutu sér leið fram hjá fulltrúum mexíkóskra innflytjendayfirvalda í Chiapas-ríki. Um tuttugu meðlimir gyðinglegs sértrúarsafnaðar í Mexíkó flúðu úr haldi lögreglu. Húsleit var gerð í búðum safnaðarins fyrir helgi vegna gruns og mansal og alvarleg kynferðisbrot. Karlmenn, konur og börn voru á meðal þeirra sem flúðu úr húsnæði innflytjendayfirvalda þar sem þeim hefur verið haldið frá því að húsleitin var gerð á föstudag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Húsleitin var samstarfsverkefni mexíkósku lögreglunnar og sveitar sjálfboðaliða frá Ísrael, þar á meðal fyrrverandi leyniþjónustumanna, sem hafa fylgst með söfnuðinum. Fólkið tilheyrir Lev Tahor, umdeildum söfnuði sem var stofnaður í Ísrael. Hann er þekktur fyrir öfgakenndar reglur og barnabrúðkaup. Stúlkur allt niður í fjögurra ára gamlar eru látnar hylja líkama sinn frá toppi til táar með kufli. Tveir félagar í söfnuðinum, einn Kanadamaður og annar Ísraeli, voru handteknir í húsleitinni og eru þeir grunaðir um mansal og kynferðisbrot. Tveggja annarra sem flúðu búðir fyrir húsleitina er enn leitað. Þá eru fimm aðrir grunaðir um brot á mexíkóskri innflytjendalöggjöf. Fjölmiðlar í Mexíkó segja að hópurinn sem var í haldi hafi mótmælt varðhaldinu frá upphafi, ráðist á fangaverði og efnt til uppþota. Ekki er ljóst hvert fólkið fór eftir flóttann. AP-fréttastofan segir að flutningabíll hafi flutt fólkið að landamærum Gvatemala þar sem söfnuðurinn er einnig með bækistöðvar. Trúmál Mexíkó Tengdar fréttir Fjarlægðu börn og ungmenni úr gyðinglegum sértrúarsöfnuði Lögregla í Mexíkó fjarlægði börn og ungmenni úr búðum gyðinglegs sértrúarsafnaðar í frumskógi í sunnanverðu landinu á föstudag. Söfnuðurinn er þekktur fyrir barnabrúðkaup og harðar refsingar við jafnvel minnstu brotum. 27. september 2022 10:47 Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Karlmenn, konur og börn voru á meðal þeirra sem flúðu úr húsnæði innflytjendayfirvalda þar sem þeim hefur verið haldið frá því að húsleitin var gerð á föstudag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Húsleitin var samstarfsverkefni mexíkósku lögreglunnar og sveitar sjálfboðaliða frá Ísrael, þar á meðal fyrrverandi leyniþjónustumanna, sem hafa fylgst með söfnuðinum. Fólkið tilheyrir Lev Tahor, umdeildum söfnuði sem var stofnaður í Ísrael. Hann er þekktur fyrir öfgakenndar reglur og barnabrúðkaup. Stúlkur allt niður í fjögurra ára gamlar eru látnar hylja líkama sinn frá toppi til táar með kufli. Tveir félagar í söfnuðinum, einn Kanadamaður og annar Ísraeli, voru handteknir í húsleitinni og eru þeir grunaðir um mansal og kynferðisbrot. Tveggja annarra sem flúðu búðir fyrir húsleitina er enn leitað. Þá eru fimm aðrir grunaðir um brot á mexíkóskri innflytjendalöggjöf. Fjölmiðlar í Mexíkó segja að hópurinn sem var í haldi hafi mótmælt varðhaldinu frá upphafi, ráðist á fangaverði og efnt til uppþota. Ekki er ljóst hvert fólkið fór eftir flóttann. AP-fréttastofan segir að flutningabíll hafi flutt fólkið að landamærum Gvatemala þar sem söfnuðurinn er einnig með bækistöðvar.
Trúmál Mexíkó Tengdar fréttir Fjarlægðu börn og ungmenni úr gyðinglegum sértrúarsöfnuði Lögregla í Mexíkó fjarlægði börn og ungmenni úr búðum gyðinglegs sértrúarsafnaðar í frumskógi í sunnanverðu landinu á föstudag. Söfnuðurinn er þekktur fyrir barnabrúðkaup og harðar refsingar við jafnvel minnstu brotum. 27. september 2022 10:47 Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Fjarlægðu börn og ungmenni úr gyðinglegum sértrúarsöfnuði Lögregla í Mexíkó fjarlægði börn og ungmenni úr búðum gyðinglegs sértrúarsafnaðar í frumskógi í sunnanverðu landinu á föstudag. Söfnuðurinn er þekktur fyrir barnabrúðkaup og harðar refsingar við jafnvel minnstu brotum. 27. september 2022 10:47