Josef Martínez hlóð í eitt slíkt í bandarísku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar hann gerði eina mark Atlanta United í 2-1 tapi gegn New England Revolution.
Sjón er sögu ríkari en myndband af markinu má sjá hér fyrir neðan.
JOSEF MARTINEZ HIT THE BICYCLE KICK.
— B/R Football (@brfootball) October 1, 2022
(via @MLS)pic.twitter.com/5wOz0buYan
Martinez þessi er 29 ára gamall Venesúela maður en hann lék síðustu fjórtán mínúturnar í vináttuleik Venesúela og Íslands á dögunum.
Hann er þekktur fyrir að skora glæsileg mörk en hann hefur gert 110 mörk fyrir Atlanta United í 156 leikjum.