Óttar skoraði fyrra mark heimamanna þegar hann jafnaði metin í 1-1 á 24. mínútu eftir að Enzo Martinez hafði komið gestunum yfir þremur mínútum áður.
Það var svo Juan Azocar sem skoraði sigurmark Oakland Roots stuttu fyrir leikslok og niðurstaðan því 2-1 sigur Óttars og félaga.
Óttar hefur verið iðinn við markaskorun á tímabilinu og eins og áður segir var þetta hans átjánda mark á tímabilinu. Hann er þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar á eftir þeim Milan Iloski, sem hefur skorað 21 mark, og Phillip Goodrum, sem hefur skorað 19.
Oakland Roots situr í sjöunda sæti Vesturdeildarinnar með 52 stig eftir 32 leiki.
Show out for the people that show love. What a night, fam. What a season. The push for a playoff spot continues.
— Oakland Roots (@oaklandrootssc) October 2, 2022
Presented by @AnthemBC_News.#OAKvBHM | #OaklandFirstAlways pic.twitter.com/IYA88978er