Beittu íbúa Izyum kerfisbundnum pyntingum Samúel Karl Ólason skrifar 2. október 2022 18:00 Úkraínskur hermaður skoðar leikskóla í Izyum þar sem Rússar héldu föngum og pyntuðu fólk. AP/Evgeniy Maloletka Rússneskir hermenn eru sagðir hafa ítrekað pyntað íbúa Izyum í Úkraínu í þá sjö mánuði sem þeir stjórnuðu borginni. Sameinuðu þjóðirnar hafa skráð markvissa beitingu ofbeldis gegn óbreyttum borgurum og að pyntingar hafi verið beitt með kerfisbundnum hætti. Izyum var mikilvæg birgðastöð rússneska hersins og fóru fjölmargir hermenn þar í gegn. Úkraínskir hermenn ráku Rússa þó á brott frá héraðinu í skyndisókn í síðasta mánuði. Í kjölfarið fundu blaðamenn AP fréttaveitunnar tíu staði í Izyum þar sem Rússar pyntuðu fólk. Þeir staðfestu einnig að minnst átta hefðu verið myrtir við pyntingar og þar af voru sjö óbreyttir borgarar. Menn sem tengdust úkraínska hernum á einhvern hátt eru sagðir hafa ítrekað verið pyntaðir en hver sem er hefði getað verið tekinn til hliðar og pyntaður. Blaðamenn AP ræddu meðal annars við fólk sem var pyntað og lögregluþjóna í Izyum til að ná utan um umfang pyntinga þar. Læknir sem rætt var við sagðist hafa hlúð að hundruðum sem komu til hans með augljós sár eftir pyntingar. Þar á meðal brotin bein, skotsár og brunasár. Í flestum tilfellum vildi fólkið ekki segja hvernig það hefði særst. Fangaklefi sem blaðamenn AP fundu í Izyum.AP/Evgeniy Maloletka Meðal þeirra sem ræddu við blaðamenn AP voru tveir úkraínskir hermenn sem lentu í höndum Rússa eftir innrás þeirra í Úkraínu. Þeir voru báðir pyntaðir grimmilega og svo sleppt, eingöngu til þess að vera handsamaðir aftur og pyntaðir aftur. Þetta gerðist nokkrum sinnum. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt AP þar sem rætt er við nokkra sem voru pyntaðir. Vert er að vara lesendur við því að myndefnið getur vakið óhug. Meðal þeirra staða sem fólk var pyntað var heilsugæslustöð. Föngum Rússa var haldið í tveimur bílskúrum þar og voru þau færð inn í heilsugæslustöðina þar sem þau voru pyntuð. Viðmælendur fréttaveitunnar segja það hafa farið eftir hvaða herbergi um var að ræða hvernig þau voru pyntuð. Í einu hafi þau til að mynda verið pyntuð með raflosti og í öðru hafi þú verið beitt pyntingu sem á ensku kallast „waterboarding“. Það felst í því að setja tusku yfir andlit fólks og hella yfir það vatni og líkir pyntingaraðferðin eftir drukknun. Viðmælendur AP segja að konum hafi verið haldið í bílskúr nærri híbýlum rússneskra hermanna við heilsugæslustöðina og þeim hafi ítrekað verið nauðgað. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Izyum var mikilvæg birgðastöð rússneska hersins og fóru fjölmargir hermenn þar í gegn. Úkraínskir hermenn ráku Rússa þó á brott frá héraðinu í skyndisókn í síðasta mánuði. Í kjölfarið fundu blaðamenn AP fréttaveitunnar tíu staði í Izyum þar sem Rússar pyntuðu fólk. Þeir staðfestu einnig að minnst átta hefðu verið myrtir við pyntingar og þar af voru sjö óbreyttir borgarar. Menn sem tengdust úkraínska hernum á einhvern hátt eru sagðir hafa ítrekað verið pyntaðir en hver sem er hefði getað verið tekinn til hliðar og pyntaður. Blaðamenn AP ræddu meðal annars við fólk sem var pyntað og lögregluþjóna í Izyum til að ná utan um umfang pyntinga þar. Læknir sem rætt var við sagðist hafa hlúð að hundruðum sem komu til hans með augljós sár eftir pyntingar. Þar á meðal brotin bein, skotsár og brunasár. Í flestum tilfellum vildi fólkið ekki segja hvernig það hefði særst. Fangaklefi sem blaðamenn AP fundu í Izyum.AP/Evgeniy Maloletka Meðal þeirra sem ræddu við blaðamenn AP voru tveir úkraínskir hermenn sem lentu í höndum Rússa eftir innrás þeirra í Úkraínu. Þeir voru báðir pyntaðir grimmilega og svo sleppt, eingöngu til þess að vera handsamaðir aftur og pyntaðir aftur. Þetta gerðist nokkrum sinnum. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt AP þar sem rætt er við nokkra sem voru pyntaðir. Vert er að vara lesendur við því að myndefnið getur vakið óhug. Meðal þeirra staða sem fólk var pyntað var heilsugæslustöð. Föngum Rússa var haldið í tveimur bílskúrum þar og voru þau færð inn í heilsugæslustöðina þar sem þau voru pyntuð. Viðmælendur fréttaveitunnar segja það hafa farið eftir hvaða herbergi um var að ræða hvernig þau voru pyntuð. Í einu hafi þau til að mynda verið pyntuð með raflosti og í öðru hafi þú verið beitt pyntingu sem á ensku kallast „waterboarding“. Það felst í því að setja tusku yfir andlit fólks og hella yfir það vatni og líkir pyntingaraðferðin eftir drukknun. Viðmælendur AP segja að konum hafi verið haldið í bílskúr nærri híbýlum rússneskra hermanna við heilsugæslustöðina og þeim hafi ítrekað verið nauðgað.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira