Alfreð lagði upp fyrsta mark liðsins strax á áttundu mínútu, en heimamenn í Bröndby voru búnir að skora tvö mörk tíu mínútum síðar og staðan var 2-1 þegar gengið var til búningsherbergja.
Gestirnir í Lyngby jöfnuðu metin á nýjan lek eftir um klukkutíma leik áður en heimamenn komust í 3-2 þegar um stundarfjórðungur var eftir af venjulegum leiktíma.
Sævar Atli kom inn af varamannabekknum á 82. mínútu fyrir Alfreð Finnbogason sem fékk sér sæti á bekknum, en Sævar var aðeins búinn að vera inni á vellinum í um sex mínútur þegar hann skoraði jögnunarmark liðsins og tryggði liðinu 3-3 jafntefli.
Lyngby situr enn á botni dönsku úrvalsdeildarinnar með fjögur stig eftir ellefu leiki og hefur ekki enn unnið leik á tímabilinu. Bröndby situr tveimur sætum ofar með 12 stig.