Ærslabelgir, gosbrunnar og stytta af Vigdísi Finnbogadóttur Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 3. október 2022 12:46 Eiríkur Búi Halldórsson, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg ásamt skikkju sem hetja úr hverju hverfi fær afhenta, Aðsent Hugmyndasöfnunin fyrir verkefnið „Hverfið mitt“ er í fullum gangi og hafa meira en fimm hundruð hugmyndir borist nú þegar. Ljóst er að borgarbúar láti hugmyndaflugið ráða för. Verkefnið fer fram á tveggja ára fresti og snýst um það að borgarbúar geti lagt fram hugmyndir sem þeir telja að bæti sín hverfi. Borginni er skipt í tíu hverfi og eru það Grafarvogur og Bryggjuhverfi, Laugardalur, Vesturbær, Háaleiti og Bústaðir, Árbær og Norðlingaholt, Grafarholt og Úlfarsárdalur, Hlíðar, Breiðholt, Miðborg og síðast en ekki síst Kjalarnes. Þetta er í tíunda sinn sem hugmyndasöfnunin fer fram en hún hóf göngu sína árið 2012 og hafa 898 hugmyndir verið framkvæmdar. Hugmyndasöfnunin stendur yfir til og með 27. október en kosið verður um fimmtán bestu hugmyndirnar í hverju hverfi og velur íbúaráð tíu til viðbótar. Ein hugmynd mun svo bera sigur úr bítum í hverju hverfi á næsta ári en þá fara kosningar um bestu hugmyndina fram. Sá sem á vinsælustu hugmyndina í hverju hverfi hlýtur titilinn „Hetjan úr hverfinu.“ „Ég geri ekki upp á milli barnanna minna“ Dæmi um þær hugmyndir sem er hægt að sjá á vef verkefnisins nú þegar eru hundasvæði, stytta af Vigdísi Finnbogadóttur, Tennisvöllur, ærslabelgir, gosbrunnar og margt fleira. Eiríkur Búi Halldórsson verkefnastjóri segir gleðiefni að hægt hafi verið að fara í grunnskóla og kynna verkefnið í ár, það hafi ekki verið möguleiki fyrir tveimur árum vegna kórónaveirufaraldursins. „Það er búið að vera gaman að sjá hvað nemendur eru áhugasamir. Það sést alveg í hvaða hverfum við erum búin að fara í grunnskólaheimsóknir, þar eru aðeins fleiri hugmyndir og margar mjög ævintýragjarnar sem er bara mjög skemmtilegt,“ segir Eiríkur. Hann segist spenntur að sjá hvort að hetjan úr hverfinu leynist í grunnskólum hverfanna. Aðspurður hvort hann eigi sér einhverjar uppáhalds hugmyndir frá fyrri árum segist hann sjálfur hafa sérstaklega gaman af list og grænum svæðum, honum finnist þó öll verkefnin frábær. „Ég geri ekki upp á milli barnanna minna,“ segir Eiríkur og hlær. Reykjavík Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Sjá meira
Verkefnið fer fram á tveggja ára fresti og snýst um það að borgarbúar geti lagt fram hugmyndir sem þeir telja að bæti sín hverfi. Borginni er skipt í tíu hverfi og eru það Grafarvogur og Bryggjuhverfi, Laugardalur, Vesturbær, Háaleiti og Bústaðir, Árbær og Norðlingaholt, Grafarholt og Úlfarsárdalur, Hlíðar, Breiðholt, Miðborg og síðast en ekki síst Kjalarnes. Þetta er í tíunda sinn sem hugmyndasöfnunin fer fram en hún hóf göngu sína árið 2012 og hafa 898 hugmyndir verið framkvæmdar. Hugmyndasöfnunin stendur yfir til og með 27. október en kosið verður um fimmtán bestu hugmyndirnar í hverju hverfi og velur íbúaráð tíu til viðbótar. Ein hugmynd mun svo bera sigur úr bítum í hverju hverfi á næsta ári en þá fara kosningar um bestu hugmyndina fram. Sá sem á vinsælustu hugmyndina í hverju hverfi hlýtur titilinn „Hetjan úr hverfinu.“ „Ég geri ekki upp á milli barnanna minna“ Dæmi um þær hugmyndir sem er hægt að sjá á vef verkefnisins nú þegar eru hundasvæði, stytta af Vigdísi Finnbogadóttur, Tennisvöllur, ærslabelgir, gosbrunnar og margt fleira. Eiríkur Búi Halldórsson verkefnastjóri segir gleðiefni að hægt hafi verið að fara í grunnskóla og kynna verkefnið í ár, það hafi ekki verið möguleiki fyrir tveimur árum vegna kórónaveirufaraldursins. „Það er búið að vera gaman að sjá hvað nemendur eru áhugasamir. Það sést alveg í hvaða hverfum við erum búin að fara í grunnskólaheimsóknir, þar eru aðeins fleiri hugmyndir og margar mjög ævintýragjarnar sem er bara mjög skemmtilegt,“ segir Eiríkur. Hann segist spenntur að sjá hvort að hetjan úr hverfinu leynist í grunnskólum hverfanna. Aðspurður hvort hann eigi sér einhverjar uppáhalds hugmyndir frá fyrri árum segist hann sjálfur hafa sérstaklega gaman af list og grænum svæðum, honum finnist þó öll verkefnin frábær. „Ég geri ekki upp á milli barnanna minna,“ segir Eiríkur og hlær.
Reykjavík Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Sjá meira