Heyrir einhver til mín? Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar 3. október 2022 22:00 Fyrir ekki svo löngu síðan var ill meðferð á börnum á vöggustofum uppúr miðri síðustu öld afhjúpuð í fjölmiðlum og, eðlilega, krafist rannsóknar og yfirbóta. Þar áður voru það barnaheimilismálin alræmdu og þá hefur þjóðin stundum verið á innsoginu yfir fréttum af sláandi atvikum í skólum og leikskólum landsins, enda krefjumst við þess sem velferðarþjóð að vel sé komið fram við, og hugsað um börnin okkar því þau geta ekki varið sig eða séð um sig sjálf. En hvað myndi fólk segja ef það frétti af því að nú, árið 2022, væru börn á stofnunum látin liggja í rúmi í allt upp í klukkutíma áður en þeim er hjálpað á salerni eða klædd í föt? Eða að börn mæti ítrekað í skólann í óhreinum fötum, gangi jafnvel í sömu fötunum í marga daga, ótannburstuð og ógreidd, með tilheyrandi líkamslykt? Hvað finnst ykkur um að barn sem á erfitt með hreyfingar sé látið afskipt á matartímum, hipsum haps hvort maturinn er bitaður niður eða barninu hjálpað við að lyfta gaffli eða skeið, og borði því aldrei nægju sína? Hvað með börnin sem eru látin sitja á óþægilegum stól við matarborðið upp í tvo tíma eftir að borðið er hreinsað, vegna þess að þau komast ekki sjálf frá borðinu? Jafnvel látin dotta þar í dágóða stund, meðan starfsfólkið situr skammt frá á spjalli eða í símunum sínum? Hafið þið heyrt af börnum sem fá ekki nægilega mikinn vökva og eru því alltaf með þurra, flagnandi húð með tilheyrandi kláða,eða bjúg og almennt slen? Og vissuð þið að ef stofnunin sem hýsir börnin ákveður að skipta um lyf eða aðra meðferð hjá barninu, lætur hún nánustu aðstandendur ekki nærri alltaf vita, og að starfsfólk kynnir sér ekki endilega sjúkrasögu viðkomandi barns og getur því ekki aðlagað umönnun sína að því? Þannig veit ég um barn sem rifbeinsbrotnaði í umsjá stofnunarinnar, en þremur dögum síðar var drifið í sturtu af starfsmanni sem hafði ekki hugmynd um það, sýndi enga aðgætni og ómálga barnið gat ekki látið vita þegar það kenndi til. Eruð þið ekki orðin hneyksluð? Alveg á innsoginu? Fingurnir titrandi því þið ætlið að henda í einn kjarnyrtan Facebook status og deila þessari grein með frösum eins og „SKYLDULESNING“ eða „HEYR HEYR“? Breytir það einhverju þótt ég hafi ekki verið að segja aaaalveg satt, þar sem ekki er um börn að ræða heldur gamalt fólk? Að öðru leyti er allt hér að ofantöldu dagsatt, og fleiri sláandi sögur til, ég læt bara duga það sem snýr að móður minni sem er bæði öldruð og með heilabilun. Hún fékk pláss á einu fínasta hjúkrunarheimili landsins þar sem húsakynnin eru hin glæsilegustu og aðstaðan til fyrirmyndar en eitthvað vantar upp á gæðaeftirlitið í starfinu sjálfu. Þar er bæði undirmannað og mikið róterí á almennu starfsfólki og þau sem eru ráðin virðast ekki fá mikla þjálfun og sum virðast ekki hafa til að bera það sem þarf til að starfa við umönnun. Það liggur nefnilega ekki vel fyrir öllum og því mikilvægt í ráðningarferlinu að sía inn gott fólk með þroska og innsæi sem sýnir af sér umhyggju og sjálfstæða hugsun. Það þarf einnig að fá almennilega fræðslu og þjálfun um helstu sjúkdóma og einkenni hjá öldruðum og heilabiluðum, hvers sé krafist af þeim og að þau séu ekki yfirkeyrð af vaktavinnu á svo stuttum tíma og lélegum launum að þau gefist upp eftir örfáar vikur. Það er nefnilega ekki gott fyrir umhverfi aldraðra og heilabilaðra að þurfa alltaf að vera að læra ný nöfn og sjá sjaldan kunnugleg andlit. Eins þarf starfsfólk að fá tíma til að kynnast og læra inn á hvern einstakling. Þetta er fólkið sem við treystum til þess að hugsa um foreldra okkar, afa og ömmur, frænkur og frændur. Það er alveg jafnmikilvægt að hlúa vel að þeim hópi og börnum, eini munurinn á þeim er sá að aldraðir og heilabilaðir geta ekki látið heyra í sér síðar meir, þau geta ekki afhjúpað slæma meðferð eftir nokkra áratugi með tilheyrandi fjölmiðlafári og munu ekki krefjast sanngirnisbóta. En þau hafa stritað og borgað skatta og gjöld öll sín fullorðinsár, þau treystu því alla ævi að velferðarsamfélagið á Íslandi myndi sinna þeim almennilega á efri árum og að þau fengju mannúðlega umönnun ef að heilsan bilaði. Þau treystu því að þeim yrði sýnd virðing um leið og þeim yrði þakkað fyrir framlag sitt til samfélagsins, að við sem yngri erum myndum gæta að hag þeirra þegar þau yrðu ófær um það sjálf, að við hin myndum ljá þeim rödd þegar þeirra rödd brysti. Hér er mín rödd, er ég að hrópa úti í auðninni? Heyrir einhver? Getum við virkilega ekki gert betur? Höfundur er markaðs- og vefstjóri Háskólaseturs Vestfjarða og dóttir heilabilaðrar konu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjúkrunarheimili Vöggustofur í Reykjavík Mest lesið Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Fyrir ekki svo löngu síðan var ill meðferð á börnum á vöggustofum uppúr miðri síðustu öld afhjúpuð í fjölmiðlum og, eðlilega, krafist rannsóknar og yfirbóta. Þar áður voru það barnaheimilismálin alræmdu og þá hefur þjóðin stundum verið á innsoginu yfir fréttum af sláandi atvikum í skólum og leikskólum landsins, enda krefjumst við þess sem velferðarþjóð að vel sé komið fram við, og hugsað um börnin okkar því þau geta ekki varið sig eða séð um sig sjálf. En hvað myndi fólk segja ef það frétti af því að nú, árið 2022, væru börn á stofnunum látin liggja í rúmi í allt upp í klukkutíma áður en þeim er hjálpað á salerni eða klædd í föt? Eða að börn mæti ítrekað í skólann í óhreinum fötum, gangi jafnvel í sömu fötunum í marga daga, ótannburstuð og ógreidd, með tilheyrandi líkamslykt? Hvað finnst ykkur um að barn sem á erfitt með hreyfingar sé látið afskipt á matartímum, hipsum haps hvort maturinn er bitaður niður eða barninu hjálpað við að lyfta gaffli eða skeið, og borði því aldrei nægju sína? Hvað með börnin sem eru látin sitja á óþægilegum stól við matarborðið upp í tvo tíma eftir að borðið er hreinsað, vegna þess að þau komast ekki sjálf frá borðinu? Jafnvel látin dotta þar í dágóða stund, meðan starfsfólkið situr skammt frá á spjalli eða í símunum sínum? Hafið þið heyrt af börnum sem fá ekki nægilega mikinn vökva og eru því alltaf með þurra, flagnandi húð með tilheyrandi kláða,eða bjúg og almennt slen? Og vissuð þið að ef stofnunin sem hýsir börnin ákveður að skipta um lyf eða aðra meðferð hjá barninu, lætur hún nánustu aðstandendur ekki nærri alltaf vita, og að starfsfólk kynnir sér ekki endilega sjúkrasögu viðkomandi barns og getur því ekki aðlagað umönnun sína að því? Þannig veit ég um barn sem rifbeinsbrotnaði í umsjá stofnunarinnar, en þremur dögum síðar var drifið í sturtu af starfsmanni sem hafði ekki hugmynd um það, sýndi enga aðgætni og ómálga barnið gat ekki látið vita þegar það kenndi til. Eruð þið ekki orðin hneyksluð? Alveg á innsoginu? Fingurnir titrandi því þið ætlið að henda í einn kjarnyrtan Facebook status og deila þessari grein með frösum eins og „SKYLDULESNING“ eða „HEYR HEYR“? Breytir það einhverju þótt ég hafi ekki verið að segja aaaalveg satt, þar sem ekki er um börn að ræða heldur gamalt fólk? Að öðru leyti er allt hér að ofantöldu dagsatt, og fleiri sláandi sögur til, ég læt bara duga það sem snýr að móður minni sem er bæði öldruð og með heilabilun. Hún fékk pláss á einu fínasta hjúkrunarheimili landsins þar sem húsakynnin eru hin glæsilegustu og aðstaðan til fyrirmyndar en eitthvað vantar upp á gæðaeftirlitið í starfinu sjálfu. Þar er bæði undirmannað og mikið róterí á almennu starfsfólki og þau sem eru ráðin virðast ekki fá mikla þjálfun og sum virðast ekki hafa til að bera það sem þarf til að starfa við umönnun. Það liggur nefnilega ekki vel fyrir öllum og því mikilvægt í ráðningarferlinu að sía inn gott fólk með þroska og innsæi sem sýnir af sér umhyggju og sjálfstæða hugsun. Það þarf einnig að fá almennilega fræðslu og þjálfun um helstu sjúkdóma og einkenni hjá öldruðum og heilabiluðum, hvers sé krafist af þeim og að þau séu ekki yfirkeyrð af vaktavinnu á svo stuttum tíma og lélegum launum að þau gefist upp eftir örfáar vikur. Það er nefnilega ekki gott fyrir umhverfi aldraðra og heilabilaðra að þurfa alltaf að vera að læra ný nöfn og sjá sjaldan kunnugleg andlit. Eins þarf starfsfólk að fá tíma til að kynnast og læra inn á hvern einstakling. Þetta er fólkið sem við treystum til þess að hugsa um foreldra okkar, afa og ömmur, frænkur og frændur. Það er alveg jafnmikilvægt að hlúa vel að þeim hópi og börnum, eini munurinn á þeim er sá að aldraðir og heilabilaðir geta ekki látið heyra í sér síðar meir, þau geta ekki afhjúpað slæma meðferð eftir nokkra áratugi með tilheyrandi fjölmiðlafári og munu ekki krefjast sanngirnisbóta. En þau hafa stritað og borgað skatta og gjöld öll sín fullorðinsár, þau treystu því alla ævi að velferðarsamfélagið á Íslandi myndi sinna þeim almennilega á efri árum og að þau fengju mannúðlega umönnun ef að heilsan bilaði. Þau treystu því að þeim yrði sýnd virðing um leið og þeim yrði þakkað fyrir framlag sitt til samfélagsins, að við sem yngri erum myndum gæta að hag þeirra þegar þau yrðu ófær um það sjálf, að við hin myndum ljá þeim rödd þegar þeirra rödd brysti. Hér er mín rödd, er ég að hrópa úti í auðninni? Heyrir einhver? Getum við virkilega ekki gert betur? Höfundur er markaðs- og vefstjóri Háskólaseturs Vestfjarða og dóttir heilabilaðrar konu.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar