Þegar Eyjafjallajökull og Mourinho stöðvuðu draumalið Guardiolas Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. október 2022 15:30 Eyjafjallajökull og José Mourinho lögðu stein í götu Barcelona fyrir tólf árum. vísir/getty Inter og Barcelona eigast við í stórleik dagsins í Meistaradeild Evrópu. Inter hefur aðeins einu sinni unnið Barcelona í tíu leikjum í Meistaradeildinni og sá sigur var eftirminnilegur. Aðeins tvennt gat stöðvað Barcelona undir stjórn Peps Guardiola, portúgalskur þjálfari og íslenskt eldfjall. Og þessi tvö öfl tóku höndum saman gegn Börsungum vorið 2010. Eldgosið í Eyjafjallajökli kom ekki bara í veg fyrir að Sam Allardyce gæti keypt Robert Lewandowski til Blackburn Rovers, að sögn þess stóra, heldur truflaði það einnig undirbúning Barcelona fyrir fyrri leikinn gegn Inter í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í apríl 2010. Vegna öskunnar frá eldgosinu gátu Börsungar ekki flogið til Mílanó heldur þurftu að ferðast í rútu tæplega 1000 kílómetra. Þótt það sé kannski óþarfi að vorkenna mönnum að ferðast í ágætlega búinni rútu var þetta enginn draumaundirbúningur fyrir þennan stóra leik. Í stafni Inter-skipsins sem beið Börsunga í Mílanó stóð svo sjálfur Jose Mourinho sem var þarna á hátindi ferilsins, bæði sem þjálfari og vondi kallinn. Þrátt fyrir rútuferðina virtist ferðaþreytan ekki sitja mikið í Barcelona í byrjun leiks og liðið náði forystunni á 12. mínútu þegar Pedro skoraði. Wesley Sneijder jafnaði eftir hálftíma og í seinni hálfleik skoruðu Maicon og Diego Milito mörk sem færðu Inter gott veganesti í seinni leikinn. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4wAG5ZUJ4eI">watch on YouTube</a> Það líka eins gott fyrir Inter að vera með góðan stuðpúða því Ítalarnir töpuðu seinni leiknum á Nývangi, 1-0. Thiago Motta var rekinn af velli á 28. mínútu, leikaraskapurinn hjá Sergio Busquets muniði, og við tók einhver rosalegasti varnarleikur sem sést hefur á byggðu bóli. Inter-menn tjölduðu inni í eigin vítateig og gengu svo langt að sparka boltanum viljandi frá sér til að glata ekki varnarskipulaginu. Strákarnir hans Mourinho héldu út fram á 84. mínútu þegar Gerard Pique skoraði. En fleiri urðu mörkin ekki og Inter var því komið í úrslitaleikinn. Mourinho hljóp inn á völlinn með vísifingur á lofti og nuddaði salti í sár bugaðra Börsunga. Inter vann svo Bayern Munchen í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, 2-0, og fullkomnaði því draumatímabil þar sem liðið vann þrennuna. Eftir þetta fór Mourinho fór til Real Madrid þar sem hann átti að endurtaka leikinn og fella Barcelona af stalli sínum. En þar naut hann ekki aðstoðar Eyjafjallajökuls. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Sport Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Við vorum skíthræddir“ Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Sjá meira
Aðeins tvennt gat stöðvað Barcelona undir stjórn Peps Guardiola, portúgalskur þjálfari og íslenskt eldfjall. Og þessi tvö öfl tóku höndum saman gegn Börsungum vorið 2010. Eldgosið í Eyjafjallajökli kom ekki bara í veg fyrir að Sam Allardyce gæti keypt Robert Lewandowski til Blackburn Rovers, að sögn þess stóra, heldur truflaði það einnig undirbúning Barcelona fyrir fyrri leikinn gegn Inter í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í apríl 2010. Vegna öskunnar frá eldgosinu gátu Börsungar ekki flogið til Mílanó heldur þurftu að ferðast í rútu tæplega 1000 kílómetra. Þótt það sé kannski óþarfi að vorkenna mönnum að ferðast í ágætlega búinni rútu var þetta enginn draumaundirbúningur fyrir þennan stóra leik. Í stafni Inter-skipsins sem beið Börsunga í Mílanó stóð svo sjálfur Jose Mourinho sem var þarna á hátindi ferilsins, bæði sem þjálfari og vondi kallinn. Þrátt fyrir rútuferðina virtist ferðaþreytan ekki sitja mikið í Barcelona í byrjun leiks og liðið náði forystunni á 12. mínútu þegar Pedro skoraði. Wesley Sneijder jafnaði eftir hálftíma og í seinni hálfleik skoruðu Maicon og Diego Milito mörk sem færðu Inter gott veganesti í seinni leikinn. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4wAG5ZUJ4eI">watch on YouTube</a> Það líka eins gott fyrir Inter að vera með góðan stuðpúða því Ítalarnir töpuðu seinni leiknum á Nývangi, 1-0. Thiago Motta var rekinn af velli á 28. mínútu, leikaraskapurinn hjá Sergio Busquets muniði, og við tók einhver rosalegasti varnarleikur sem sést hefur á byggðu bóli. Inter-menn tjölduðu inni í eigin vítateig og gengu svo langt að sparka boltanum viljandi frá sér til að glata ekki varnarskipulaginu. Strákarnir hans Mourinho héldu út fram á 84. mínútu þegar Gerard Pique skoraði. En fleiri urðu mörkin ekki og Inter var því komið í úrslitaleikinn. Mourinho hljóp inn á völlinn með vísifingur á lofti og nuddaði salti í sár bugaðra Börsunga. Inter vann svo Bayern Munchen í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, 2-0, og fullkomnaði því draumatímabil þar sem liðið vann þrennuna. Eftir þetta fór Mourinho fór til Real Madrid þar sem hann átti að endurtaka leikinn og fella Barcelona af stalli sínum. En þar naut hann ekki aðstoðar Eyjafjallajökuls.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Sport Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Við vorum skíthræddir“ Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Sjá meira