Margrét skorar á Eyjamenn: „Þær munu bara sitja eftir“ Sindri Sverrisson skrifar 4. október 2022 16:30 Margrét Lára Viðarsdóttir vill að Eyjamenn búi til betri aðstöðu til að æfa fótbolta að vetri til. Samanburðurinn sé ekki góður við lið á höfuðborgarsvæðinu. Stöð 2 Sport Margrét Lára Viðarsdóttir flutta eldræðu um aðstöðuna sem knattspyrnulið ÍBV hafa yfir vetrartímann, í lokaþætti Bestu markanna á Stöð 2 Sport, og Mist Rúnarsdóttir sagðist vonast til þess að bæjarstjórnin í Vestmannaeyjum fengi ræðuna senda. Margrét er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum og öllum hnútum kunnug þar, þó að hún hafi stærstan hluta síns glæsta ferils spilað sem atvinnumaður og með Val. Hún hrósaði ÍBV fyrir að hafa mótað snemma sitt lið fyrir nýafstaðið tímabil, í Bestu deild kvenna, en Eyjaliðið átti fínt tímabil þó að niðurstaðan hafi á endanum orðið 6. sæti. Liðið var aðeins fjórum stigum á eftir bronsliði Breiðabliks. Margrét kvaðst hins vegar óttast að ÍBV gæti ekki gert neitt mikið betur en þetta á meðan að aðeins væri hægt að æfa í lítilli knattspyrnuhöll yfir veturinn, með hálfum velli. Heit umræða í Eyjum um gervigras „Ég óttast það að Eyjaliðið verði ekki í topp þremur eða fjórum nema að þær fái almennilega vetraraðstöðu. Að æfa á hálfum gervigrasvelli yfir heilt undirbúningstímabili er bara ekki nógu góð aðstaða. Hvað æfirðu þar? Þú æfir kannski spil sjö á móti sjö. Þú nærð aldrei að stilla upp ellefu á móti ellefu. Þú nærð aldrei að taka almennilega föst leikatriði. Í dag er þetta bara orðið krafan og ég held að flest lið, alla vega hér á höfuðborgarsvæðinu, geti æft við þessar aðstæður,“ sagði Margrét. „Þetta verður Eyjaliðið og Vestmannaeyjabær að laga sem allra fyrst, hvernig sem það er gert. Ég veit að það hefur verið heit umræða í Vestmannaeyjum um hvort það eigi að setja gervigras á aðalvöllinn eða ekki, en fyrir mitt leyti þarf að bæta vetraraðstöðuna fyrir þessar stelpur. Þetta er orðin heilsársíþrótt, fyrir löngu síðan, og þær munu bara sitja eftir, eins og karlaliðið, ef þessu verður ekki kippt í liðinn sem allra fyrst,“ bætti hún við en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Aðstaðan hjá ÍBV „Svarið er því miður nei“ Helena Ólafsdóttir spurði hvort að vænlegast væri þá að stækka knattspyrnuhöllina eða leggja gervigras á Hásteinsvöll, eins og rætt hefur verið um að gera. „Það er mögulega hægt að stækka húsið. En það er ofboðslega kostnaðarsamt að hafa heila höll. Þó að ég sé ekkert stærfræðiséní myndi ég halda að það væri ódýrara að setja gervigras á Hásteinsvöll. Viljum við hafa gras á Hásteinsvelli, og öllum völlum? Já. En er það hægt, landfræðilega og aðstöðulega séð? Svarið er því miður nei,“ sagði Margrét og benti á að góðir íslenskri leikmenn vildu geta æft við bestu aðstæður, og færu því síður til Eyja að óbreyttu. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna ÍBV Vestmannaeyjar Bestu mörkin Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Margrét er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum og öllum hnútum kunnug þar, þó að hún hafi stærstan hluta síns glæsta ferils spilað sem atvinnumaður og með Val. Hún hrósaði ÍBV fyrir að hafa mótað snemma sitt lið fyrir nýafstaðið tímabil, í Bestu deild kvenna, en Eyjaliðið átti fínt tímabil þó að niðurstaðan hafi á endanum orðið 6. sæti. Liðið var aðeins fjórum stigum á eftir bronsliði Breiðabliks. Margrét kvaðst hins vegar óttast að ÍBV gæti ekki gert neitt mikið betur en þetta á meðan að aðeins væri hægt að æfa í lítilli knattspyrnuhöll yfir veturinn, með hálfum velli. Heit umræða í Eyjum um gervigras „Ég óttast það að Eyjaliðið verði ekki í topp þremur eða fjórum nema að þær fái almennilega vetraraðstöðu. Að æfa á hálfum gervigrasvelli yfir heilt undirbúningstímabili er bara ekki nógu góð aðstaða. Hvað æfirðu þar? Þú æfir kannski spil sjö á móti sjö. Þú nærð aldrei að stilla upp ellefu á móti ellefu. Þú nærð aldrei að taka almennilega föst leikatriði. Í dag er þetta bara orðið krafan og ég held að flest lið, alla vega hér á höfuðborgarsvæðinu, geti æft við þessar aðstæður,“ sagði Margrét. „Þetta verður Eyjaliðið og Vestmannaeyjabær að laga sem allra fyrst, hvernig sem það er gert. Ég veit að það hefur verið heit umræða í Vestmannaeyjum um hvort það eigi að setja gervigras á aðalvöllinn eða ekki, en fyrir mitt leyti þarf að bæta vetraraðstöðuna fyrir þessar stelpur. Þetta er orðin heilsársíþrótt, fyrir löngu síðan, og þær munu bara sitja eftir, eins og karlaliðið, ef þessu verður ekki kippt í liðinn sem allra fyrst,“ bætti hún við en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Aðstaðan hjá ÍBV „Svarið er því miður nei“ Helena Ólafsdóttir spurði hvort að vænlegast væri þá að stækka knattspyrnuhöllina eða leggja gervigras á Hásteinsvöll, eins og rætt hefur verið um að gera. „Það er mögulega hægt að stækka húsið. En það er ofboðslega kostnaðarsamt að hafa heila höll. Þó að ég sé ekkert stærfræðiséní myndi ég halda að það væri ódýrara að setja gervigras á Hásteinsvöll. Viljum við hafa gras á Hásteinsvelli, og öllum völlum? Já. En er það hægt, landfræðilega og aðstöðulega séð? Svarið er því miður nei,“ sagði Margrét og benti á að góðir íslenskri leikmenn vildu geta æft við bestu aðstæður, og færu því síður til Eyja að óbreyttu. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna ÍBV Vestmannaeyjar Bestu mörkin Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira