Opna fjöldahjálparstöð fyrir flóttamenn í fyrsta sinn á Íslandi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. október 2022 14:51 Yfir sextíu prósent þeirra flóttamanna sem nú eru að koma til landsins eru frá Úkraínu. AP/Sergei Grits Rauði krossinn á Íslandi vinnur nú að því að opna fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd en þetta er í fyrsta sinn sem slík fjöldahjálparstöð er opnuð hér á landi. Sviðstjóri alþjóðasviðs hjá Rauða krossinum ítrekar að aðeins sé um tímabundið úrræði að ræða og kallar eftir frekari aðkomu sveitarfélaganna. Fjöldahjálparstöðin er opnuð að beiðni stjórnvalda vegna mikillar fjölgunar á komu flóttafólks til landsins en að sögn Atla Viðars Thorstensen, sviðsstjóra alþjóðasviðs hjá Rauða krossinum, er um að ræða varúðarráðstöfun af hálfu stjórnvalda. „Það hafa verið tveir stórir mánuðir, þessi mánuður og síðasti, sem að gera það að verkum að stjórnvöld hafa í rauninni ekki getað fundið húsnæði fyrir alla í þá svona hefðbundnum úrræðum sem að umsækjendur um alþjóðlega vernd fara í,“ segir Atli. Embætti ríkislögreglustjóra hækkaði í síðasta mánuði viðbúnaðarstig á landamærunum á hættustig vegna yfirálags en talið er að umsækjendum um alþjóðlega vernd muni fjölga hlutfallslega meira á síðustu mánuðum ársins. Skammtímaúrræði væru að nálgast fulla nýtingu og langtímaúrræði sem rekin væru af Fjölmenningarsetri og sveitarfélögum nánast fullnýtt. Gert er ráð fyrir að fjöldahjálparstöðin í Borgartúni geti tekið á móti allt að 150 manns.Vísir/Sigurjón Ákvörðunin um að opna fjöldahjálparstöð var loks tekin í gær og undirbúningur hófst í morgun en fjöldahjálparstöðin verður staðsett í herbergjum í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni. „Við gerum ráð fyrir að geta tekið á móti hundrað og jafnvel upp í 150 manns hér en við gerum ráð fyrir að hver og einn verði að í þjónustu hjá okkur að hámarki í þrjá sólarhringa. Þannig við erum bara að búa til svona brú yfir í þá önnur úrræði á vegum stjórnvalda,“ segir Atli. Fleiri sveitarfélög þurfi að koma að borðinu Þetta er í fyrsta sinn sem fjöldahjálparstöð fyrir flóttamenn er opnuð hér á landi en Atli bendir á að Rauði krossinn á Íslandi hafi mikla reynslu af því að opna fjöldahjálpastöðvar, þó í öðrum tilgangi. „Þetta er svona ákveðið neyðarúrræði í ástandi sem er ekki hægt að flokka sem neyðarástand eins og venjulega er,“ segir Atli. Miðað er við að hver einstaklingur dvelji aðeins hjá fjöldahjálparstöðinni í að hámarki þrjá sólarhringa.Vísir/Sigurjón Yfir sextíu prósent flóttamanna sem nú eru að koma til landsins eru frá Úkraínu en einnig eru margir frá Venesúela. Þá eru einnig flóttamenn frá Sýrlandi, Palestínu, Afganistan, og sambærilegum ríkjum. Það sem af er ári hafa 3.003 flóttamenn komið til Íslands, þar af 1.797 frá Úkraínu. Í september komu rúmlega fjögur hundruð flóttamenn og síðustu tvær vikur hafa 219 leitað verndar, þar af rúmlega helmingur frá öðrum löndum en Úkraínu. Atli segir stjórnvöld hafa staðið sig vel í að takast á við þá áskorun sem aukinn fjöldi flóttamanna hefur haft í för með sér en sveitarfélögin þurfi einnig að koma að borðinu og taka þátt í þessu stóra verkefni. „Án fleiri sveitarfélaga þá verður róðurinn þyngri en hann léttist með aðkomu fleiri sveitarfélaga sem koma að borðinu og taka þátt í verkefninu,“ segir Atli. Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Sjá meira
Fjöldahjálparstöðin er opnuð að beiðni stjórnvalda vegna mikillar fjölgunar á komu flóttafólks til landsins en að sögn Atla Viðars Thorstensen, sviðsstjóra alþjóðasviðs hjá Rauða krossinum, er um að ræða varúðarráðstöfun af hálfu stjórnvalda. „Það hafa verið tveir stórir mánuðir, þessi mánuður og síðasti, sem að gera það að verkum að stjórnvöld hafa í rauninni ekki getað fundið húsnæði fyrir alla í þá svona hefðbundnum úrræðum sem að umsækjendur um alþjóðlega vernd fara í,“ segir Atli. Embætti ríkislögreglustjóra hækkaði í síðasta mánuði viðbúnaðarstig á landamærunum á hættustig vegna yfirálags en talið er að umsækjendum um alþjóðlega vernd muni fjölga hlutfallslega meira á síðustu mánuðum ársins. Skammtímaúrræði væru að nálgast fulla nýtingu og langtímaúrræði sem rekin væru af Fjölmenningarsetri og sveitarfélögum nánast fullnýtt. Gert er ráð fyrir að fjöldahjálparstöðin í Borgartúni geti tekið á móti allt að 150 manns.Vísir/Sigurjón Ákvörðunin um að opna fjöldahjálparstöð var loks tekin í gær og undirbúningur hófst í morgun en fjöldahjálparstöðin verður staðsett í herbergjum í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni. „Við gerum ráð fyrir að geta tekið á móti hundrað og jafnvel upp í 150 manns hér en við gerum ráð fyrir að hver og einn verði að í þjónustu hjá okkur að hámarki í þrjá sólarhringa. Þannig við erum bara að búa til svona brú yfir í þá önnur úrræði á vegum stjórnvalda,“ segir Atli. Fleiri sveitarfélög þurfi að koma að borðinu Þetta er í fyrsta sinn sem fjöldahjálparstöð fyrir flóttamenn er opnuð hér á landi en Atli bendir á að Rauði krossinn á Íslandi hafi mikla reynslu af því að opna fjöldahjálpastöðvar, þó í öðrum tilgangi. „Þetta er svona ákveðið neyðarúrræði í ástandi sem er ekki hægt að flokka sem neyðarástand eins og venjulega er,“ segir Atli. Miðað er við að hver einstaklingur dvelji aðeins hjá fjöldahjálparstöðinni í að hámarki þrjá sólarhringa.Vísir/Sigurjón Yfir sextíu prósent flóttamanna sem nú eru að koma til landsins eru frá Úkraínu en einnig eru margir frá Venesúela. Þá eru einnig flóttamenn frá Sýrlandi, Palestínu, Afganistan, og sambærilegum ríkjum. Það sem af er ári hafa 3.003 flóttamenn komið til Íslands, þar af 1.797 frá Úkraínu. Í september komu rúmlega fjögur hundruð flóttamenn og síðustu tvær vikur hafa 219 leitað verndar, þar af rúmlega helmingur frá öðrum löndum en Úkraínu. Atli segir stjórnvöld hafa staðið sig vel í að takast á við þá áskorun sem aukinn fjöldi flóttamanna hefur haft í för með sér en sveitarfélögin þurfi einnig að koma að borðinu og taka þátt í þessu stóra verkefni. „Án fleiri sveitarfélaga þá verður róðurinn þyngri en hann léttist með aðkomu fleiri sveitarfélaga sem koma að borðinu og taka þátt í verkefninu,“ segir Atli.
Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Sjá meira