Opna fjöldahjálparstöð fyrir flóttamenn í fyrsta sinn á Íslandi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. október 2022 14:51 Yfir sextíu prósent þeirra flóttamanna sem nú eru að koma til landsins eru frá Úkraínu. AP/Sergei Grits Rauði krossinn á Íslandi vinnur nú að því að opna fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd en þetta er í fyrsta sinn sem slík fjöldahjálparstöð er opnuð hér á landi. Sviðstjóri alþjóðasviðs hjá Rauða krossinum ítrekar að aðeins sé um tímabundið úrræði að ræða og kallar eftir frekari aðkomu sveitarfélaganna. Fjöldahjálparstöðin er opnuð að beiðni stjórnvalda vegna mikillar fjölgunar á komu flóttafólks til landsins en að sögn Atla Viðars Thorstensen, sviðsstjóra alþjóðasviðs hjá Rauða krossinum, er um að ræða varúðarráðstöfun af hálfu stjórnvalda. „Það hafa verið tveir stórir mánuðir, þessi mánuður og síðasti, sem að gera það að verkum að stjórnvöld hafa í rauninni ekki getað fundið húsnæði fyrir alla í þá svona hefðbundnum úrræðum sem að umsækjendur um alþjóðlega vernd fara í,“ segir Atli. Embætti ríkislögreglustjóra hækkaði í síðasta mánuði viðbúnaðarstig á landamærunum á hættustig vegna yfirálags en talið er að umsækjendum um alþjóðlega vernd muni fjölga hlutfallslega meira á síðustu mánuðum ársins. Skammtímaúrræði væru að nálgast fulla nýtingu og langtímaúrræði sem rekin væru af Fjölmenningarsetri og sveitarfélögum nánast fullnýtt. Gert er ráð fyrir að fjöldahjálparstöðin í Borgartúni geti tekið á móti allt að 150 manns.Vísir/Sigurjón Ákvörðunin um að opna fjöldahjálparstöð var loks tekin í gær og undirbúningur hófst í morgun en fjöldahjálparstöðin verður staðsett í herbergjum í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni. „Við gerum ráð fyrir að geta tekið á móti hundrað og jafnvel upp í 150 manns hér en við gerum ráð fyrir að hver og einn verði að í þjónustu hjá okkur að hámarki í þrjá sólarhringa. Þannig við erum bara að búa til svona brú yfir í þá önnur úrræði á vegum stjórnvalda,“ segir Atli. Fleiri sveitarfélög þurfi að koma að borðinu Þetta er í fyrsta sinn sem fjöldahjálparstöð fyrir flóttamenn er opnuð hér á landi en Atli bendir á að Rauði krossinn á Íslandi hafi mikla reynslu af því að opna fjöldahjálpastöðvar, þó í öðrum tilgangi. „Þetta er svona ákveðið neyðarúrræði í ástandi sem er ekki hægt að flokka sem neyðarástand eins og venjulega er,“ segir Atli. Miðað er við að hver einstaklingur dvelji aðeins hjá fjöldahjálparstöðinni í að hámarki þrjá sólarhringa.Vísir/Sigurjón Yfir sextíu prósent flóttamanna sem nú eru að koma til landsins eru frá Úkraínu en einnig eru margir frá Venesúela. Þá eru einnig flóttamenn frá Sýrlandi, Palestínu, Afganistan, og sambærilegum ríkjum. Það sem af er ári hafa 3.003 flóttamenn komið til Íslands, þar af 1.797 frá Úkraínu. Í september komu rúmlega fjögur hundruð flóttamenn og síðustu tvær vikur hafa 219 leitað verndar, þar af rúmlega helmingur frá öðrum löndum en Úkraínu. Atli segir stjórnvöld hafa staðið sig vel í að takast á við þá áskorun sem aukinn fjöldi flóttamanna hefur haft í för með sér en sveitarfélögin þurfi einnig að koma að borðinu og taka þátt í þessu stóra verkefni. „Án fleiri sveitarfélaga þá verður róðurinn þyngri en hann léttist með aðkomu fleiri sveitarfélaga sem koma að borðinu og taka þátt í verkefninu,“ segir Atli. Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Fjöldahjálparstöðin er opnuð að beiðni stjórnvalda vegna mikillar fjölgunar á komu flóttafólks til landsins en að sögn Atla Viðars Thorstensen, sviðsstjóra alþjóðasviðs hjá Rauða krossinum, er um að ræða varúðarráðstöfun af hálfu stjórnvalda. „Það hafa verið tveir stórir mánuðir, þessi mánuður og síðasti, sem að gera það að verkum að stjórnvöld hafa í rauninni ekki getað fundið húsnæði fyrir alla í þá svona hefðbundnum úrræðum sem að umsækjendur um alþjóðlega vernd fara í,“ segir Atli. Embætti ríkislögreglustjóra hækkaði í síðasta mánuði viðbúnaðarstig á landamærunum á hættustig vegna yfirálags en talið er að umsækjendum um alþjóðlega vernd muni fjölga hlutfallslega meira á síðustu mánuðum ársins. Skammtímaúrræði væru að nálgast fulla nýtingu og langtímaúrræði sem rekin væru af Fjölmenningarsetri og sveitarfélögum nánast fullnýtt. Gert er ráð fyrir að fjöldahjálparstöðin í Borgartúni geti tekið á móti allt að 150 manns.Vísir/Sigurjón Ákvörðunin um að opna fjöldahjálparstöð var loks tekin í gær og undirbúningur hófst í morgun en fjöldahjálparstöðin verður staðsett í herbergjum í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni. „Við gerum ráð fyrir að geta tekið á móti hundrað og jafnvel upp í 150 manns hér en við gerum ráð fyrir að hver og einn verði að í þjónustu hjá okkur að hámarki í þrjá sólarhringa. Þannig við erum bara að búa til svona brú yfir í þá önnur úrræði á vegum stjórnvalda,“ segir Atli. Fleiri sveitarfélög þurfi að koma að borðinu Þetta er í fyrsta sinn sem fjöldahjálparstöð fyrir flóttamenn er opnuð hér á landi en Atli bendir á að Rauði krossinn á Íslandi hafi mikla reynslu af því að opna fjöldahjálpastöðvar, þó í öðrum tilgangi. „Þetta er svona ákveðið neyðarúrræði í ástandi sem er ekki hægt að flokka sem neyðarástand eins og venjulega er,“ segir Atli. Miðað er við að hver einstaklingur dvelji aðeins hjá fjöldahjálparstöðinni í að hámarki þrjá sólarhringa.Vísir/Sigurjón Yfir sextíu prósent flóttamanna sem nú eru að koma til landsins eru frá Úkraínu en einnig eru margir frá Venesúela. Þá eru einnig flóttamenn frá Sýrlandi, Palestínu, Afganistan, og sambærilegum ríkjum. Það sem af er ári hafa 3.003 flóttamenn komið til Íslands, þar af 1.797 frá Úkraínu. Í september komu rúmlega fjögur hundruð flóttamenn og síðustu tvær vikur hafa 219 leitað verndar, þar af rúmlega helmingur frá öðrum löndum en Úkraínu. Atli segir stjórnvöld hafa staðið sig vel í að takast á við þá áskorun sem aukinn fjöldi flóttamanna hefur haft í för með sér en sveitarfélögin þurfi einnig að koma að borðinu og taka þátt í þessu stóra verkefni. „Án fleiri sveitarfélaga þá verður róðurinn þyngri en hann léttist með aðkomu fleiri sveitarfélaga sem koma að borðinu og taka þátt í verkefninu,“ segir Atli.
Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira