Bayern valtaði yfir Viktoria Plzen og Marseille sýndi tíu mönnum Sporting enga miskunn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. október 2022 19:05 Eric Maxim Choupo-Moting skoraði fimmta mark Bayern. Adam Pretty/Getty Images Tveimur leikjum í þriðju umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu er nú lokið þar sem Þýskalandsmeistara Bayern München unnu öruggan 5-0 sigur gegn Viktoria Plzen í C-riðli og í D-riðli vann Marseille 4-1 sigur gegn Sporting. Það var Leroy Sane sem kom Bayern yfir gegn Plzen strax á sjöundu mínútu leiksins og sex mínútum síðar var Serge Gnabry búinn að tvöfalda forystu himamanna. Sadio Mane bætti svo þriðja markinu við eftir rétt rúmlega tuttugu mínútna leik og staðan var því 3-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Leroy Sane skoraði annað mark sitt og fjórða mark heimamanna snemma í síðari hálfleik áður en varamaðurinn Eric Maxim Choupo-Moting gerði endanlega út um leikinn á 59. mínútu. Niðurstaðan því öruggur 5-0 sigur Bayern sem situr nú á toppi C-riðils með fullt hús stiga eftir þrjá leiki, en liðsmenn Viktoria Plzen reka lestina án stiga. Gimme five ✋♦️ #FCBPLZ 5-0 ♦️ pic.twitter.com/BnEdZekjcK— FC Bayern Munich (@FCBayernEN) October 4, 2022 Þá vann franska liðið Marseille öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti Sporting frá Portúgal. Trincao kom gestunum í Sportin yfir eftir aðeins 50 sekúndna leik, en Alexis Sanches jafnaði metin á 13. mínútu eftir vandræðagang markvarðarins Antonio Adan. Adan var ekki hættur að vandræðast því hann gaf gestunum boltann þremur mínútum síðar og upp úr því skoraði Amine Harit annað mark liðsins. Markvörðurinn fékk svo að líta beint rautt spjald á 23. mínútu eftir að hafa handleikið knöttinn utan vítateigs og hann fór því skömmustulegur í snemmbúið bað. Heimamenn nýttu sér liðsmuninn og Leonardo Balerdi breytti stöðunni í 3-1 eftir hálftíma leik áður en Chancel Mbemba tryggði liðinu 4-1 sigur með marki á lokamínútum leiksins. Þrátt fyrir tapið trónir Sportin enn á toppi D-riðils með sex stig eftir þrjá leiki, þremur stigum meira en Marseille sem situr í þriðja sæti. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sjá meira
Það var Leroy Sane sem kom Bayern yfir gegn Plzen strax á sjöundu mínútu leiksins og sex mínútum síðar var Serge Gnabry búinn að tvöfalda forystu himamanna. Sadio Mane bætti svo þriðja markinu við eftir rétt rúmlega tuttugu mínútna leik og staðan var því 3-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Leroy Sane skoraði annað mark sitt og fjórða mark heimamanna snemma í síðari hálfleik áður en varamaðurinn Eric Maxim Choupo-Moting gerði endanlega út um leikinn á 59. mínútu. Niðurstaðan því öruggur 5-0 sigur Bayern sem situr nú á toppi C-riðils með fullt hús stiga eftir þrjá leiki, en liðsmenn Viktoria Plzen reka lestina án stiga. Gimme five ✋♦️ #FCBPLZ 5-0 ♦️ pic.twitter.com/BnEdZekjcK— FC Bayern Munich (@FCBayernEN) October 4, 2022 Þá vann franska liðið Marseille öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti Sporting frá Portúgal. Trincao kom gestunum í Sportin yfir eftir aðeins 50 sekúndna leik, en Alexis Sanches jafnaði metin á 13. mínútu eftir vandræðagang markvarðarins Antonio Adan. Adan var ekki hættur að vandræðast því hann gaf gestunum boltann þremur mínútum síðar og upp úr því skoraði Amine Harit annað mark liðsins. Markvörðurinn fékk svo að líta beint rautt spjald á 23. mínútu eftir að hafa handleikið knöttinn utan vítateigs og hann fór því skömmustulegur í snemmbúið bað. Heimamenn nýttu sér liðsmuninn og Leonardo Balerdi breytti stöðunni í 3-1 eftir hálftíma leik áður en Chancel Mbemba tryggði liðinu 4-1 sigur með marki á lokamínútum leiksins. Þrátt fyrir tapið trónir Sportin enn á toppi D-riðils með sex stig eftir þrjá leiki, þremur stigum meira en Marseille sem situr í þriðja sæti.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sjá meira