Aðalsjokkið fyrir utan dauðsfallið að átta sig ekki á andlegum veikindum Stefán Árni Pálsson skrifar 5. október 2022 10:31 Kristján hefur slegið í gegn með Hlaðvarpið Jákastið. Kristján Hafþórsson er tveggja barna faðir og eiginmaður sem ákvað fljótlega eftir að faðir hans svipti sig lífi að mikilvægt væri að vera meðvitaður um hvernig maður tekst á við erfiðleika. Hann segir að það þýði auðvitað ekki að maður þurfi alltaf að vera glaður og skellihlæjandi. Auðvitað sé eðlilegt að vera stundum dapur en þá sé mikilvægt að tala um það. Tala um eigin líðan og gera hluti sem mögulega gætu hjálpað til að bæta úr aðstæðum. Sindri Sindrason hitti þennan merkilega mann á dögunum á heimili hans í Reykjavík. Hann hefur svo sannarlega ráðist í hluti til að bæta sína líðan. Ber þar kannski helst að nefna Jákastið sem slegið hefur í gegn. Sindri ræddi við hann í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Mig hefur alltaf dreymt um að gera þetta hlaðvarp en það snýst um jákvæðni, hvatningu, drifkraft og hvernig fólk getur mögulega snúið raunum sínum í hag og allt sem tengist því að vera sólarmegin í lífinu,“ segir Kristján sem missti föður sinn fimmtán ára gamall. Alltaf áfall Dauðsfall ástvina er alltaf áfall. En þegar manneskja tekur eigið líf sitja svo margar spurningar eftir. Spurningar sem lagst geti þungt á eftirlifendur, segir hann. Erfiðlega geti reynst að komast yfir svona áföll. Sum af viðtölum Kristjáns í Jákastinu eru einmitt um það hvernig fólk hefur unnið í sínum málum með jákvæðni að leiðarljósi. „Mér finnst svo magnað að sjá hvernig fólk ákveður að fara í sínum leiðum. Er glasið hálftómt eða hálf fullt?“ Eiginkona Kristjáns hefur verið einskonar sálfræðingur fyrir hann. Eins og fyrr segir var gríðarlegt áfall fyrir Kristján að missa föður sinn. Hann á viðkvæmum aldri en þetta haust var Kristján að fara að byrja í menntaskóla. „Aðalsjokkið fyrir mig fyrir utan dauðsfallið sjálft er að hafa ekki áttað mig á að hann væri andlega veikur. Hann var ekkert að sýna það neitt, allavega ekki við mig svona út á við. Hann bjó á Englandi á þessum tíma. Við vorum í mjög góðu sambandi en ég var samt svolítið utan við þetta. Öll dauðsföll eru alltaf alveg jafn slæm en sjálfsvíg skilja eftir sig svo margar spurningar. Þetta er svo erfitt og flókið ferli allt í kringum það. En ég er ótrúlega stoltur af mér, fimmtán að verða sextán, að hafa ákveðið strax að ég ætlaði að vera sólarmegin í lífinu. Ég ætlaði ekki að láta þetta hafa áhrif á mig til framtíðar. Svo hef ég farið í gegnum marga öldudali. Ég græt oft, er reiður við hann og tala við hann.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni en Kristján er nú einnig að skrifa sögur sem verða að barnaefni á Stöð 2+ svo börn finni einnig sitt hugrekki. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Ísland í dag Jákastið Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fleiri fréttir Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Sjá meira
Hann segir að það þýði auðvitað ekki að maður þurfi alltaf að vera glaður og skellihlæjandi. Auðvitað sé eðlilegt að vera stundum dapur en þá sé mikilvægt að tala um það. Tala um eigin líðan og gera hluti sem mögulega gætu hjálpað til að bæta úr aðstæðum. Sindri Sindrason hitti þennan merkilega mann á dögunum á heimili hans í Reykjavík. Hann hefur svo sannarlega ráðist í hluti til að bæta sína líðan. Ber þar kannski helst að nefna Jákastið sem slegið hefur í gegn. Sindri ræddi við hann í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Mig hefur alltaf dreymt um að gera þetta hlaðvarp en það snýst um jákvæðni, hvatningu, drifkraft og hvernig fólk getur mögulega snúið raunum sínum í hag og allt sem tengist því að vera sólarmegin í lífinu,“ segir Kristján sem missti föður sinn fimmtán ára gamall. Alltaf áfall Dauðsfall ástvina er alltaf áfall. En þegar manneskja tekur eigið líf sitja svo margar spurningar eftir. Spurningar sem lagst geti þungt á eftirlifendur, segir hann. Erfiðlega geti reynst að komast yfir svona áföll. Sum af viðtölum Kristjáns í Jákastinu eru einmitt um það hvernig fólk hefur unnið í sínum málum með jákvæðni að leiðarljósi. „Mér finnst svo magnað að sjá hvernig fólk ákveður að fara í sínum leiðum. Er glasið hálftómt eða hálf fullt?“ Eiginkona Kristjáns hefur verið einskonar sálfræðingur fyrir hann. Eins og fyrr segir var gríðarlegt áfall fyrir Kristján að missa föður sinn. Hann á viðkvæmum aldri en þetta haust var Kristján að fara að byrja í menntaskóla. „Aðalsjokkið fyrir mig fyrir utan dauðsfallið sjálft er að hafa ekki áttað mig á að hann væri andlega veikur. Hann var ekkert að sýna það neitt, allavega ekki við mig svona út á við. Hann bjó á Englandi á þessum tíma. Við vorum í mjög góðu sambandi en ég var samt svolítið utan við þetta. Öll dauðsföll eru alltaf alveg jafn slæm en sjálfsvíg skilja eftir sig svo margar spurningar. Þetta er svo erfitt og flókið ferli allt í kringum það. En ég er ótrúlega stoltur af mér, fimmtán að verða sextán, að hafa ákveðið strax að ég ætlaði að vera sólarmegin í lífinu. Ég ætlaði ekki að láta þetta hafa áhrif á mig til framtíðar. Svo hef ég farið í gegnum marga öldudali. Ég græt oft, er reiður við hann og tala við hann.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni en Kristján er nú einnig að skrifa sögur sem verða að barnaefni á Stöð 2+ svo börn finni einnig sitt hugrekki. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Ísland í dag Jákastið Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fleiri fréttir Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Sjá meira