Kolbeinn snýr aftur á laugardag eftir versta áfallið á ferlinum Sindri Sverrisson skrifar 5. október 2022 11:31 Kolbeinn Kristinsson hefur átt afar góðu gengi að fagna sem atvinnumaður í hnefaleikum en þurft að bíða lengi frá síðasta bardaga. Kolbeinn Kristinsson, atvinnumaður í hnefaleikum, snýr loksins aftur í hringinn eftir rúmlega tuttugu mánaða bið þegar hann keppir við Jose Medina frá Púertó Ríkó í Flórída á laugardaginn. Kolbeinn átti fyrir höndum bardaga í ágúst en ekkert varð af því og segist Kolbeinn hafa litið á það sem versta áfall ferilsins. Hins vegar fór hann í staðinn í fjögurra vikna æfingabúðir með ríkjandi heimsmeistara í þungavigt, Tyson Fury, og Joe Parker. „Æfingabúðirnar voru mjög erfiðar en á sama tíma skemmtilegustu æfingabúðir sem ég hef tekið. Mér fannst ég vaxa hvern dag á meðan þeim stóð. Ég finn að ég get staðið á meðal þeirra bestu í keppni og keppt við bestu þungavigtarmenn heims, alla vega í „gymminu“, sem gefur mér sjálfsöryggi og staðfestingu á að ég sé á réttri leið,“ segir Kolbeinn. Hann er nú mættur til Bandaríkjanna og hittir þar fyrir þjálfara sinn, Sugar Hill, sem einnig þjálfar Tyson Fury. View this post on Instagram A post shared by Kolbeinn Kristinsson (@theicebearkristinsson) Kolbeinn hefur unnið alla tólf bardaga sína sem atvinnumaður og þar af hafa sex þeirra endað með rothöggi. Áður keppti hann í ólympískum hnefaleikum og á þar 40 bardaga að baki. Hann er staðráðinn í að bæta við sigri um helgina. „Mér leið þannig í ágúst að það að missa bardagann hefði verið það versta sem hefur komið fyrir mig á ferlinum. Af öllum áföllum þá var þetta það versta í mínum huga. En af því að ég hélt áfram að berjast í gegnum þessar leiðindaaðstæður varð það til þess að ég fékk tækifæri til að fara út og æfa með þeim allra bestu í heiminum. Maður veit aldrei hvort hlutirnir séu góðir eða slæmir fyrr en eftir á,“ segir Kolbeinn. Box Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti „Ég get ekki beðið“ Handbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Friðrik Ingi hættur með Hauka Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Hörður kominn undan feldinum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Sjá meira
Kolbeinn átti fyrir höndum bardaga í ágúst en ekkert varð af því og segist Kolbeinn hafa litið á það sem versta áfall ferilsins. Hins vegar fór hann í staðinn í fjögurra vikna æfingabúðir með ríkjandi heimsmeistara í þungavigt, Tyson Fury, og Joe Parker. „Æfingabúðirnar voru mjög erfiðar en á sama tíma skemmtilegustu æfingabúðir sem ég hef tekið. Mér fannst ég vaxa hvern dag á meðan þeim stóð. Ég finn að ég get staðið á meðal þeirra bestu í keppni og keppt við bestu þungavigtarmenn heims, alla vega í „gymminu“, sem gefur mér sjálfsöryggi og staðfestingu á að ég sé á réttri leið,“ segir Kolbeinn. Hann er nú mættur til Bandaríkjanna og hittir þar fyrir þjálfara sinn, Sugar Hill, sem einnig þjálfar Tyson Fury. View this post on Instagram A post shared by Kolbeinn Kristinsson (@theicebearkristinsson) Kolbeinn hefur unnið alla tólf bardaga sína sem atvinnumaður og þar af hafa sex þeirra endað með rothöggi. Áður keppti hann í ólympískum hnefaleikum og á þar 40 bardaga að baki. Hann er staðráðinn í að bæta við sigri um helgina. „Mér leið þannig í ágúst að það að missa bardagann hefði verið það versta sem hefur komið fyrir mig á ferlinum. Af öllum áföllum þá var þetta það versta í mínum huga. En af því að ég hélt áfram að berjast í gegnum þessar leiðindaaðstæður varð það til þess að ég fékk tækifæri til að fara út og æfa með þeim allra bestu í heiminum. Maður veit aldrei hvort hlutirnir séu góðir eða slæmir fyrr en eftir á,“ segir Kolbeinn.
Box Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti „Ég get ekki beðið“ Handbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Friðrik Ingi hættur með Hauka Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Hörður kominn undan feldinum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó