Telja Úkraínumenn hafa myrt dóttur ráðgjafa Pútíns Kjartan Kjartansson skrifar 5. október 2022 18:55 Alexander Dugin, ráðgjafi Pútíns forseta, sygir dóttur sína Dariu við minningarathöfn í ágúst. Hún var fórnarlamb bílsprengju nærri Moskvu. Vísir/EPA Bandaríska leyniþjónustan telur að útsendarar úkraínskra stjórnvalda hafi staðið að bílsprengjuárás í Rússlandi sem varð dóttur ráðgjafa Vladímírs Pútín forseta að bana í sumar. Úkraínumenn eru sagðir hafa fengið skömm í hattinn frá bandamönnum sínum vegna tilræðisins. Daria Dugina, þrítug dóttir Alexanders Dugin, lét lífið þegar bíll sem hún ók sprakk í loft upp nærri Moskvu í ágúst. Faðir hennar er harðlínuþjóðernissinni sem hefur verið lýst sem „heilanum“ á bak við innrás Pútíns forseta í Úkraínu. Daria hafði sjálf haslað sér völl í stjórnmálum og endurómað skoðanir föður síns um Rússar ættu að brjóta úkraínskt land undir sig. New York Times hefur nú eftir heimildarmönnum sínum innan bandarísku leyniþjónustunnar að hún telji að einhver innan úkraínsku ríkisstjórnarinnar hafi gefið grænt ljós á tilræðið. Stjórnvöld í Kænugarði neituðu aðild að árásinni í kjölfar hennar og ítreka þær neitanir nú. Bandaríkjastjórn er sögð hafa verið upplýst um þetta mat leyniþjónustunnar í síðustu viku. New York Times segir að hún hafi ekki haft vitneskju um árásina fyrir fram og ekki lagt fram neina aðstoð. Bandarískir embættismenn hafi veitt úkraínskum starfssystkinum sínum ákúrur vegna banatilræðisins. Óljóst hvort Selenskíj hafi samþykkt tilræðið Bandarísk yfirvöld óttast að tilræðið geti stigmagnað átök Rússa og Úkraínumanna. Kremlverjar gætu brugðist við með sínum eigin tilræðum gegn úkraínskum embættismönnum. Embættismenn í Bandaríkjunum eru einnig sagðir gramir yfir því að úkraínskir bandamenn þeirra láti lítið uppi um hernaðaraðgerðir og leynilegar aðgerðir, sérstaklega í Rússlandi. Ekki liggur fyrir hver var skotmark bílsprengjunnar en bandaríska embættismenn grunar að það hafi verið Alexander Dugin. Útsendararnir sem komu sprengjunni fyrir hafi talið að hann yrði í bílnum með dóttur sinni. Rússnesk stjórnvöld kenndu úkraínsku leyniþjónustunni fljótt um morðið. Héldu þau því fram að úkraínsk kona hefði komið sprengjunni fyrir en að hún hafi komist undan til Eistlands. New York Times segir að heimildarmenn blaðsins hafi ekki gefið upp hvaða hluti úkraínsku stjórnarinnar hefði samþykkt áform um árásina eða hvort að Volodýmýr Selenskíj forseti hafi veitt vilyrði sitt fyrir henni. Úkraína Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Segja morðingjann hafa verið með tólf ára dóttur sinni Ráðamenn í Rússlandi saka leyniþjónustu Úkraínu um að bera ábyrgð á því að rússnesk kona dó í bílasprengju nærri Moskvu um helgina. Úkraínsk kona er sögð hafa gert árásina og flúið til Eistlands. Yfirlýsingar Rússa hafa mætt miklum efasemdum. 22. ágúst 2022 22:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Trump vann öll sveifluríkin Erlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Daria Dugina, þrítug dóttir Alexanders Dugin, lét lífið þegar bíll sem hún ók sprakk í loft upp nærri Moskvu í ágúst. Faðir hennar er harðlínuþjóðernissinni sem hefur verið lýst sem „heilanum“ á bak við innrás Pútíns forseta í Úkraínu. Daria hafði sjálf haslað sér völl í stjórnmálum og endurómað skoðanir föður síns um Rússar ættu að brjóta úkraínskt land undir sig. New York Times hefur nú eftir heimildarmönnum sínum innan bandarísku leyniþjónustunnar að hún telji að einhver innan úkraínsku ríkisstjórnarinnar hafi gefið grænt ljós á tilræðið. Stjórnvöld í Kænugarði neituðu aðild að árásinni í kjölfar hennar og ítreka þær neitanir nú. Bandaríkjastjórn er sögð hafa verið upplýst um þetta mat leyniþjónustunnar í síðustu viku. New York Times segir að hún hafi ekki haft vitneskju um árásina fyrir fram og ekki lagt fram neina aðstoð. Bandarískir embættismenn hafi veitt úkraínskum starfssystkinum sínum ákúrur vegna banatilræðisins. Óljóst hvort Selenskíj hafi samþykkt tilræðið Bandarísk yfirvöld óttast að tilræðið geti stigmagnað átök Rússa og Úkraínumanna. Kremlverjar gætu brugðist við með sínum eigin tilræðum gegn úkraínskum embættismönnum. Embættismenn í Bandaríkjunum eru einnig sagðir gramir yfir því að úkraínskir bandamenn þeirra láti lítið uppi um hernaðaraðgerðir og leynilegar aðgerðir, sérstaklega í Rússlandi. Ekki liggur fyrir hver var skotmark bílsprengjunnar en bandaríska embættismenn grunar að það hafi verið Alexander Dugin. Útsendararnir sem komu sprengjunni fyrir hafi talið að hann yrði í bílnum með dóttur sinni. Rússnesk stjórnvöld kenndu úkraínsku leyniþjónustunni fljótt um morðið. Héldu þau því fram að úkraínsk kona hefði komið sprengjunni fyrir en að hún hafi komist undan til Eistlands. New York Times segir að heimildarmenn blaðsins hafi ekki gefið upp hvaða hluti úkraínsku stjórnarinnar hefði samþykkt áform um árásina eða hvort að Volodýmýr Selenskíj forseti hafi veitt vilyrði sitt fyrir henni.
Úkraína Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Segja morðingjann hafa verið með tólf ára dóttur sinni Ráðamenn í Rússlandi saka leyniþjónustu Úkraínu um að bera ábyrgð á því að rússnesk kona dó í bílasprengju nærri Moskvu um helgina. Úkraínsk kona er sögð hafa gert árásina og flúið til Eistlands. Yfirlýsingar Rússa hafa mætt miklum efasemdum. 22. ágúst 2022 22:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Trump vann öll sveifluríkin Erlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Segja morðingjann hafa verið með tólf ára dóttur sinni Ráðamenn í Rússlandi saka leyniþjónustu Úkraínu um að bera ábyrgð á því að rússnesk kona dó í bílasprengju nærri Moskvu um helgina. Úkraínsk kona er sögð hafa gert árásina og flúið til Eistlands. Yfirlýsingar Rússa hafa mætt miklum efasemdum. 22. ágúst 2022 22:00