Nýjar kynslóðir Range Rover Sport og Range Rover Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 6. október 2022 07:00 Range Rover. Jaguar Land Rover við Hestháls frumsýnir á laugardag, 8. október, nýjar kynslóðir tveggja bíla frá Land Rover í Bretlandi. Um er að ræða Range Rover Sport (L461) og Ranger Rover (L460), en framleiðandinn frumsýndi þann fyrr nefnda á heimsvísu með eftirminnilegu myndbandi við Kárahnjúka fyrr á árinu, sem streymt var á netinu. Þar var tekist á við akstur í Hafrahvammagljúfri í kapphlaupi við tímann áður en vatnsborð Hálslóns færi á yfirfall með beljandi fljótinu sem þá yfirtekur gljúfrið með 750 tonna vatnsmagni á mínútu. Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá BL. Range Rover Sport SE P400. Range Rover Sport Nokkrar mismunandi útfærslur Range Rover Sport eru í boði hjá Jaguar Land Rover á Íslandi en höfuðáherslan verður lögð á tengiltvinnbílinn (PHEV) með sex strokka bensínvél og forþjöppu auk rafmótors og eru gerðirnar annars vegar 440 hestöfl og hins vegar 510 hestöfl sem skila hröðun frá 5,4 sekúndum í 5,8 sekúndur í 100 km/klst. Rafhlaðan í tengiltvinnbílnum er ein sú stærsta sem boðin er í nokkrum bíl í dag eða 38 kWh og er uppgefin drægni 113 kílómetrar samkvæmt WLTP. Allar gerðir Range Rover Sport eru að sjálfsögðu búnar allri nýjustu þæginda- og driftækni Land Rover ásamt einstökum þægindabúnaði í farþegarýminu sem gestum frumsýningarinnar gefst kostur á að kynna sér nánar á sýningunni. Verð Range Rover Sport er frá kr. 17.490.000. Range Rover Í tilfelli flaggskipsins Ranger Rover verður lögð áhersla á kynningu á fyrstu útgáfu bílsins (First Edition) sem kemur í sérstöku möttum kynningarlit. Þessi nýjasta kynslóð Range Rover er ný frá grunni, svo miklar eru breytingarnar þótt engum dyljist að öll megineinkenni flaggskipsins séu enn á sínum stað. Meðal nýjunga, fyrir utan breytt útlit, má nefna óvenjulítinn beygjuradíus miðað við lengd, eða aðeins 10,9 m enda beygir bíllinn á öllum fjórum hjólum. Auk þess er Range Rover nú í fyrsta sinn fáanlegur 7 manna í lengri útgáfunni. Range Rover er, eins og í tilfelli Range Rover Sport, boðinn í mismunandi vélaútgáfum, bæði sex strokka dísilvélum, sem gefa allt að 350 hestöfl, og einni átta strokka 530 hestafla bensínvél. Á næsta ári kemur bíllinn svo í tengiltvinnútgáfu, annars vegar 440 hestöfl og hins vegar 510 hestöfl. Verð Range Rover er frá kr. 21.890.000. Bílar Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Sjá meira
Þar var tekist á við akstur í Hafrahvammagljúfri í kapphlaupi við tímann áður en vatnsborð Hálslóns færi á yfirfall með beljandi fljótinu sem þá yfirtekur gljúfrið með 750 tonna vatnsmagni á mínútu. Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá BL. Range Rover Sport SE P400. Range Rover Sport Nokkrar mismunandi útfærslur Range Rover Sport eru í boði hjá Jaguar Land Rover á Íslandi en höfuðáherslan verður lögð á tengiltvinnbílinn (PHEV) með sex strokka bensínvél og forþjöppu auk rafmótors og eru gerðirnar annars vegar 440 hestöfl og hins vegar 510 hestöfl sem skila hröðun frá 5,4 sekúndum í 5,8 sekúndur í 100 km/klst. Rafhlaðan í tengiltvinnbílnum er ein sú stærsta sem boðin er í nokkrum bíl í dag eða 38 kWh og er uppgefin drægni 113 kílómetrar samkvæmt WLTP. Allar gerðir Range Rover Sport eru að sjálfsögðu búnar allri nýjustu þæginda- og driftækni Land Rover ásamt einstökum þægindabúnaði í farþegarýminu sem gestum frumsýningarinnar gefst kostur á að kynna sér nánar á sýningunni. Verð Range Rover Sport er frá kr. 17.490.000. Range Rover Í tilfelli flaggskipsins Ranger Rover verður lögð áhersla á kynningu á fyrstu útgáfu bílsins (First Edition) sem kemur í sérstöku möttum kynningarlit. Þessi nýjasta kynslóð Range Rover er ný frá grunni, svo miklar eru breytingarnar þótt engum dyljist að öll megineinkenni flaggskipsins séu enn á sínum stað. Meðal nýjunga, fyrir utan breytt útlit, má nefna óvenjulítinn beygjuradíus miðað við lengd, eða aðeins 10,9 m enda beygir bíllinn á öllum fjórum hjólum. Auk þess er Range Rover nú í fyrsta sinn fáanlegur 7 manna í lengri útgáfunni. Range Rover er, eins og í tilfelli Range Rover Sport, boðinn í mismunandi vélaútgáfum, bæði sex strokka dísilvélum, sem gefa allt að 350 hestöfl, og einni átta strokka 530 hestafla bensínvél. Á næsta ári kemur bíllinn svo í tengiltvinnútgáfu, annars vegar 440 hestöfl og hins vegar 510 hestöfl. Verð Range Rover er frá kr. 21.890.000.
Bílar Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Sjá meira