Fyrrverandi þingmenn á Bandaríkjaþingi segja rödd Íslands mikilvæga Heimir Már Pétursson skrifar 6. október 2022 20:01 Það er ekki á hverjum degi sem fyrrverandi þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings verma sæti þingmanna á Alþingi eins og þeir gerðu í dag. Stöð 2/HMP Fyrrverandi þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings segja rödd Íslands skipta miklu máli á alþjóðavettvangi. Bandaríkjamenn geti margt lært af Íslendingum. Heimir Már hitti nokkra fyrrverandi fulltrúadeildarþingmenn í dag. Samskipti Íslands og Bandaríkjanna hafa verið mikil og náin allt frá síðari heimsstyrjöld og Bandaríkin voru fyrsta ríkið til að viðurkenna sjálfstætt íslenskt lýðveldi árið 1944. Hópur fyrrverandi fulltrúadeildarþingmanna er nú staddur hér á landi í boði Félags fyrrverandi þingmanna og skoðaði hópurinn Höfða í morgun og heimsótti síðan Alþingi. Það er ekki á hverjum degi sem fyrrverandi bandarískir þingmenn sitja í þingsal á Íslandi. Það gerðist einmitt í dag þegar hópur fyrrverandi þingmanna heimsótti Alþingi. Þeir sýndu sýndu sögu þingsins mikinn áhuga. Martin Frost fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður fyrir Demókrata í Texas og Connie Morella fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður Republikana í Maryland með Sóleigu Pétursdóttur fyrrverandi forseta Alþingis.Stöð 2/HMP Sólveig Pétursdóttir fyrrverandi forseti Alþingis og formaður Félags fyrrverandi þingmanna og Kristín Einarsdóttir núverandi formaður félagsins tóku á móti hópnum. Birgir Ármannsson forseti Alþingis fór yfir sögu og starfsemi þingsins og svaraði fyrirspurnum. Demókratinn Martin Frost sat í fulltrúadeildinni fyrir Texas í 26 ár og Republikaninn Connie Morella fyrir Maryland í sautján ár. Eftir það var hún sendiherra Bandaríkjanna hjá Efnahags- og framfarastofnuninni, OECD, í París þar sem hún kynntist Íslendingum. Rödd Íslands væri kröftug og mikilvæg innan NATO og fleiri alþjóðastofnana. Hin 91 árs gamla Connie Morella kemur úr frjálslyndari armi Republikanaflokksins og fór gegn meginstefnu hans varðandi réttindi kvenna, þungunarrof og réttindi samkynhneigðra í þau sautján ár sem hún sat á Bandaríkjaþingi.Stöð 2/HMP „Ísland er kannski fámennasta þjóðin en á fundum OECD var Ísland í forystu rétt eins og Bretland, Þýskaland og Bandaríkin. Rödd Íslands var jafnvíg og annarra og fólk hlustaði á ykkur. Það hefur borið vel á Íslandi þrátt fyrir smæðina og þjóðin er stór í ljósi áhrifa sinna,“ segir Morella. Birgir Ármannsson forseti Alþingis fór stuttlega yfir sögu þess og starfsemi.Stöð 2/HMP Frost segir Ísland og Bandaríkin eiga samleið á mörgum sviðum. Þjóðirnar geti til að mynda unnið saman á sviði nýtingar endurvinnanlegrar orku og loftslagsmála. „Við berum virðingu fyrir landi ykkar. Þið hafið átt þjóðþing um langt skeið. Þegar ég tala við nemendur og aðra hópa er ég oft minntur á að þið hafið átt ykkur lýðræðislega þjóðþing lengur en Bandaríkin. Þið búið að ríkri lýðræðishefð. Við viljum starfa með ykkur. Oft á tíðum getum við mikið að ykkur lært,“ segir Frost. Lengra viðtal við þau Morella og Frost má finna áspilaranum hér fyrir neðan. Alþingi Bandaríkin Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Sjá meira
Samskipti Íslands og Bandaríkjanna hafa verið mikil og náin allt frá síðari heimsstyrjöld og Bandaríkin voru fyrsta ríkið til að viðurkenna sjálfstætt íslenskt lýðveldi árið 1944. Hópur fyrrverandi fulltrúadeildarþingmanna er nú staddur hér á landi í boði Félags fyrrverandi þingmanna og skoðaði hópurinn Höfða í morgun og heimsótti síðan Alþingi. Það er ekki á hverjum degi sem fyrrverandi bandarískir þingmenn sitja í þingsal á Íslandi. Það gerðist einmitt í dag þegar hópur fyrrverandi þingmanna heimsótti Alþingi. Þeir sýndu sýndu sögu þingsins mikinn áhuga. Martin Frost fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður fyrir Demókrata í Texas og Connie Morella fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður Republikana í Maryland með Sóleigu Pétursdóttur fyrrverandi forseta Alþingis.Stöð 2/HMP Sólveig Pétursdóttir fyrrverandi forseti Alþingis og formaður Félags fyrrverandi þingmanna og Kristín Einarsdóttir núverandi formaður félagsins tóku á móti hópnum. Birgir Ármannsson forseti Alþingis fór yfir sögu og starfsemi þingsins og svaraði fyrirspurnum. Demókratinn Martin Frost sat í fulltrúadeildinni fyrir Texas í 26 ár og Republikaninn Connie Morella fyrir Maryland í sautján ár. Eftir það var hún sendiherra Bandaríkjanna hjá Efnahags- og framfarastofnuninni, OECD, í París þar sem hún kynntist Íslendingum. Rödd Íslands væri kröftug og mikilvæg innan NATO og fleiri alþjóðastofnana. Hin 91 árs gamla Connie Morella kemur úr frjálslyndari armi Republikanaflokksins og fór gegn meginstefnu hans varðandi réttindi kvenna, þungunarrof og réttindi samkynhneigðra í þau sautján ár sem hún sat á Bandaríkjaþingi.Stöð 2/HMP „Ísland er kannski fámennasta þjóðin en á fundum OECD var Ísland í forystu rétt eins og Bretland, Þýskaland og Bandaríkin. Rödd Íslands var jafnvíg og annarra og fólk hlustaði á ykkur. Það hefur borið vel á Íslandi þrátt fyrir smæðina og þjóðin er stór í ljósi áhrifa sinna,“ segir Morella. Birgir Ármannsson forseti Alþingis fór stuttlega yfir sögu þess og starfsemi.Stöð 2/HMP Frost segir Ísland og Bandaríkin eiga samleið á mörgum sviðum. Þjóðirnar geti til að mynda unnið saman á sviði nýtingar endurvinnanlegrar orku og loftslagsmála. „Við berum virðingu fyrir landi ykkar. Þið hafið átt þjóðþing um langt skeið. Þegar ég tala við nemendur og aðra hópa er ég oft minntur á að þið hafið átt ykkur lýðræðislega þjóðþing lengur en Bandaríkin. Þið búið að ríkri lýðræðishefð. Við viljum starfa með ykkur. Oft á tíðum getum við mikið að ykkur lært,“ segir Frost. Lengra viðtal við þau Morella og Frost má finna áspilaranum hér fyrir neðan.
Alþingi Bandaríkin Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Sjá meira