Sigldu frá Síberíu til Alaska til að flýja herkvaðninguna Kjartan Kjartansson skrifar 6. október 2022 18:50 Hvalveiðiþorpið Gambell á St. Lawrence-eyju í Alaska. Þar búa um sex hundruð manns af Yupik-ættbálki inúíta. Vísir/Getty Tveir rússneskir karlmenn óskuðu eftir hæli í Bandaríkjununum eftir að þeir sigldu yfir Beringshaf og tóku land á afskektri eyju undan ströndum Alaska. Þeir segjast hafa flúið herkvaðningu rússneskra stjórnvalda vegna innrásinnar í Úkraínu. Talskona Lisu Murkowski, annars öldungadeildarþingsmanns Alaska, segir við AP-fréttastofuna að mennirnir haldi því fram að þeir hafi flúið strandbæ á austurströnd Rússlands til að forðast herskyldu. Þeir hafi komið að landi nærri Gambell, einangraðrar byggðar á St. Lawrence-eyju þar sem um 600 manns búa. Gambell er um 320 kílómetra suðvestur af bænum Nome í Alaska og um 58 kílómetra frá Tjúkotkaskaga í Síberíu handan Beringshafsins. Talsmaður Dans Sullivans, hins öldungardeildarþingmanns Alaska, segir að honum skiljist að mennirnir hafi komið á bát yfir hafið. Rússnesk stjórnvöld tilkynntu um að um þrjú hundruð þúsund manns yrðu kvaddir í herinn sem liðsauki fyrir innrásarliðið í Úkraínu í síðasta mánuði. Fregnir hafa borist af því að íbúar í afskektum byggðum og af minnihlutaþjóðarbrotum séu fremur kallaðir til herþjónustu en aðrir Rússar. Fjöldi karlmanna á herskyldualdri hefur flúið Rússland eða reynt það frá því að tilkynnt var um herkvaðninguna. Búast ekki við flotasveit flóttamanna Staðarmiðillinn Alaskas' News Source segir að yfirvöld á St. Lawrence hafi láti bandarísku strandgæsluna vita af því að tveir erlendir ríkisborgarar hefðu lent nærri Gambell á litlum bát á þriðjudag. Strandgæslan staðfesti að mennirnir hafi verið fluttir í skjól í bæinn en þeim flogið þaðan samdægurs. Curtis Silook, bæjarritari í Gambell segir að mennirnir hafi sagt þorpsbúium að þeir hafi siglt frá borginni Egvekinot í norðaustanverðu Rússlandi, meira en 480 kílómetra leið yfir hafið. Aðrir þorpsbúar hafi sagt að mennirnir hafi sagst flýja herkvaðningu. Mike Dunleavy, ríkisstjóri Alaska, segir að honum skiljist að mennirnir hafi verið fluttir til Anchorage, stærstu borgar ríkisins, þar sem alríkisyfirvöld hafi mál þeirra til skoðunar. „Við búumst ekki við stríðum straumi einstaklinga eða flotasveit einstaklinga. Við höfum engar vísbendingar um að það sé í vændum þannig að þetta gæti verið einstakt tilfelli,“ segir ríkisstjórinn. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Norðurslóðir Tengdar fréttir Geti átt yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir að flýja herkvaðningu Pútín tilkynnti rússnesku þjóðinni á miðvikudag að grípa skildi til herkvaðningar til þess að vernda Rússa á „frelsuðum svæðum.“ Lítið virðist vitað um hversu margir verði skikkaðir í herinn og hafa karlmenn haldið á flótta frá landinu vegna þessa. Pútín er sagður hafa gripið til lagabreytinga sem refsi þeim sem flýi herkvaðninguna. 24. september 2022 15:31 Rússar flýi herkvaðningu Pútíns Mikil örtröð er sögð hafa myndast á landamærum Rússlands í kjölfar herkvaðningar Pútíns. Mikill fjöldi karlmanna bíði í bílaröð á landamærunum og freisti þess að komast hjá því að vera skikkaðir í herinn. 23. september 2022 19:59 Herkvaðningin mun umfangsmeiri en Rússar segja Umfang herkvaðningar í Rússlandi gæti orðið þrisvar sinnum meira en ráðamenn hafa sagt. Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, sagði í gær að til stæði að kveðja þrjú hundruð þúsund manns í herinn og Dimítrí Peskov, talsmaður Vladimírs Pútins, forseta, staðfesti það. 22. september 2022 22:30 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
Talskona Lisu Murkowski, annars öldungadeildarþingsmanns Alaska, segir við AP-fréttastofuna að mennirnir haldi því fram að þeir hafi flúið strandbæ á austurströnd Rússlands til að forðast herskyldu. Þeir hafi komið að landi nærri Gambell, einangraðrar byggðar á St. Lawrence-eyju þar sem um 600 manns búa. Gambell er um 320 kílómetra suðvestur af bænum Nome í Alaska og um 58 kílómetra frá Tjúkotkaskaga í Síberíu handan Beringshafsins. Talsmaður Dans Sullivans, hins öldungardeildarþingmanns Alaska, segir að honum skiljist að mennirnir hafi komið á bát yfir hafið. Rússnesk stjórnvöld tilkynntu um að um þrjú hundruð þúsund manns yrðu kvaddir í herinn sem liðsauki fyrir innrásarliðið í Úkraínu í síðasta mánuði. Fregnir hafa borist af því að íbúar í afskektum byggðum og af minnihlutaþjóðarbrotum séu fremur kallaðir til herþjónustu en aðrir Rússar. Fjöldi karlmanna á herskyldualdri hefur flúið Rússland eða reynt það frá því að tilkynnt var um herkvaðninguna. Búast ekki við flotasveit flóttamanna Staðarmiðillinn Alaskas' News Source segir að yfirvöld á St. Lawrence hafi láti bandarísku strandgæsluna vita af því að tveir erlendir ríkisborgarar hefðu lent nærri Gambell á litlum bát á þriðjudag. Strandgæslan staðfesti að mennirnir hafi verið fluttir í skjól í bæinn en þeim flogið þaðan samdægurs. Curtis Silook, bæjarritari í Gambell segir að mennirnir hafi sagt þorpsbúium að þeir hafi siglt frá borginni Egvekinot í norðaustanverðu Rússlandi, meira en 480 kílómetra leið yfir hafið. Aðrir þorpsbúar hafi sagt að mennirnir hafi sagst flýja herkvaðningu. Mike Dunleavy, ríkisstjóri Alaska, segir að honum skiljist að mennirnir hafi verið fluttir til Anchorage, stærstu borgar ríkisins, þar sem alríkisyfirvöld hafi mál þeirra til skoðunar. „Við búumst ekki við stríðum straumi einstaklinga eða flotasveit einstaklinga. Við höfum engar vísbendingar um að það sé í vændum þannig að þetta gæti verið einstakt tilfelli,“ segir ríkisstjórinn.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Norðurslóðir Tengdar fréttir Geti átt yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir að flýja herkvaðningu Pútín tilkynnti rússnesku þjóðinni á miðvikudag að grípa skildi til herkvaðningar til þess að vernda Rússa á „frelsuðum svæðum.“ Lítið virðist vitað um hversu margir verði skikkaðir í herinn og hafa karlmenn haldið á flótta frá landinu vegna þessa. Pútín er sagður hafa gripið til lagabreytinga sem refsi þeim sem flýi herkvaðninguna. 24. september 2022 15:31 Rússar flýi herkvaðningu Pútíns Mikil örtröð er sögð hafa myndast á landamærum Rússlands í kjölfar herkvaðningar Pútíns. Mikill fjöldi karlmanna bíði í bílaröð á landamærunum og freisti þess að komast hjá því að vera skikkaðir í herinn. 23. september 2022 19:59 Herkvaðningin mun umfangsmeiri en Rússar segja Umfang herkvaðningar í Rússlandi gæti orðið þrisvar sinnum meira en ráðamenn hafa sagt. Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, sagði í gær að til stæði að kveðja þrjú hundruð þúsund manns í herinn og Dimítrí Peskov, talsmaður Vladimírs Pútins, forseta, staðfesti það. 22. september 2022 22:30 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
Geti átt yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir að flýja herkvaðningu Pútín tilkynnti rússnesku þjóðinni á miðvikudag að grípa skildi til herkvaðningar til þess að vernda Rússa á „frelsuðum svæðum.“ Lítið virðist vitað um hversu margir verði skikkaðir í herinn og hafa karlmenn haldið á flótta frá landinu vegna þessa. Pútín er sagður hafa gripið til lagabreytinga sem refsi þeim sem flýi herkvaðninguna. 24. september 2022 15:31
Rússar flýi herkvaðningu Pútíns Mikil örtröð er sögð hafa myndast á landamærum Rússlands í kjölfar herkvaðningar Pútíns. Mikill fjöldi karlmanna bíði í bílaröð á landamærunum og freisti þess að komast hjá því að vera skikkaðir í herinn. 23. september 2022 19:59
Herkvaðningin mun umfangsmeiri en Rússar segja Umfang herkvaðningar í Rússlandi gæti orðið þrisvar sinnum meira en ráðamenn hafa sagt. Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, sagði í gær að til stæði að kveðja þrjú hundruð þúsund manns í herinn og Dimítrí Peskov, talsmaður Vladimírs Pútins, forseta, staðfesti það. 22. september 2022 22:30